Fordómar

Fordómar koma fram með ýmsum hætti. Mest í viðhorfi og viðmóti. Skrapp á markað í dag. Var búin að ákveða áður en ég fór, að þetta væri ekkert fyrir mig. Þoli ekki svona staði. Sölufólkið er margt svo ágengt. Í mínum huga er "ágengt" það að yrða á mig þegar ég rölti í gegn. Eftir að hafa rölt þarna um markaðinn í steikjandi vorsólinni settumst við niður rétt við inngang/útgang á svæðið. Fylgdumst með mannlífinu. Ótrúlega margir Danir þarna. Einmitt hugsaði ég, komnir til að kaupa ódýrar eftirlíkingar. Mætti danskri fjölskyldu, heyrði að sonurinn var svangur og vildi gjarnan borða þarna. Nei sagði danska mamman, það er of dýrt. Hvenær eigum við þá að borða spurði soltni unglingurinn eymdarlega. Þurfum við að bíða þangað til við komum heim? Ástand Wink

Datt þetta í hug þegar einn þjónn niður á Klukkutorgi varð fúll út í mig áðan, því ég vildi ekki borða hjá honum. Var nýbúin að borða þarna rétt hjá. Neiið mitt fór eitthvað í taugakerfið á honum, því að hann gekk upp að mér og hvíslaði: I vil alt gratis!!  Ég gat ekki varist því að brosa út í annað því ég var sannfærð um að mannræfillinn hefur haldið að ég væri Dani, sem ég er auðvitað ekki. Það  hvarflar ekki að mér, að hann hafi haldi að ég væri Íslendingur Tounge


Frábært!!!

Komin heim að heiman eftir frábæra daga. Tíminn heima var góður en erfiður. Ný reynsla að vera ekki með fulla orku. Gott samt að finna orkuna aukast.

Námskeiðið sem sem ég var á var ótrúlega áhugavert og gaman að hitta nýtt fólk og heyra hvað það er að gera. Allir með markmið að stefna að. Frábært! Kláraði líka síðasta verklega þáttinn frá síðasta námskeiði. Það var ég að gera eftir að hafa verið á námskeiði í 9 tíma og stundum aðeins meir því efnið var mikið, sem farið var í gegnum. Alltof stuttur tími fyrir þetta. Já sumir dagarnir voru 12 tíma verkefni. Þá var nú gott að skella sér í heita pottinn Smile

Ferðin til Íslands var farin með uppáhalds óvinaflugfélaginu mínu. Sér "trútt" var seinkun upp á eina 7 tíma. Þetta reyndist að sjálfsögðu gríðarlegt tækifæri. Ég var svo heppin að kynnast tveimur alveg brilliant skvísum þarna. Saman upplifðum við mikil ævintýri og skemmtilegar stundir. Gaman að kynnast þarna konum sem ég hefði annars ekki kynnst Smile Þarna fékk ég líka þessi fínu afmælisföt svo ég var Burkulaus í afmælunum.

Ég var ekki aðgerðarlaus á Íslandi þegar ég var ekki á námskeiðum. Fór í tvö afmæli og hitti fjölskylduna og fullt að "gömlum"  Sönderborgurum. Verulega skemmtilegt það Smile Heppin að allir þekktu mig, því ég var ekki falin i Burku.

Svo var ég boðin á Konukvöld Bylgjunnar af Bylgjunni, því ég hafði tilnefnt afrekskonu ársins 2009 og mín glæsilega tilnefning var valinn. Maður hefur nú auga fyrir gimsteinum Wink Gríðarlega skemmtilegt!

Í gær fór ég svo að kjósa í Köben og nú er ég búin að leggja mitt af mörkum til að bjarga landinu. Verst að þegar maður kýs utan kjörstaðar getur maður ekki verið með yfirstrikanir.

 

Að lokum langar mig að setja inn smá gullkorn til ykkar og það er skattfrjálst svo hafið það á bak við eyrað.

 

Sönn vinátta stenst ekki

aðeins mótlæti heldur 

styrkist hún við það.


mikið . . .

Er hér enn.

Voða mikið fjör og mikið að gera við ýmiskonar nám. Nú er því að ljúka og þá mun ég halda heim í danska vorið. Verður spennandi eftir frábært veður hér. 

Hef ekki haft tíma til að kíkja á ykkur bloggvini mína og vona ég að það fyrirgefist Wink Bæti úr því þegar ég kemst heim í rólegheitin. Held að það verði rólegt hjá mér Whistling Styttist samt í næstu ferð Wizard

Hafið það gott Heart

Kveðja,

"þreytta"


Allt eða ?

Fyrirsögnin enn einu sinni að vefjast fyrir mér og þrátt fyrir góð ráð, hendi ég þessari inn í byrjun, vitandi það að hún kemur ekkert til með að hafa nokkurn skapaðan hlut með bloggfærsluna að gera.

.

.

.

Ég á vinkonu.

Reyndar fleirri en ein.

En þessi sem ég ætla að segja ykkur frá, eða eignlega ekki, er alveg "dettið niður dauð flott" skvísa.

(Hún hjálpaði mér að gera Afganistanburkuna sem breyttist í slæðu og ...)

Já, aftur að efninu. Hún átti afmæli fyrir 10 árum og þá var eitt STÓRT vandamál þegar bjóða átti til veislu!

Hún þekkti mig ekki nógu mikið til að bjóða mér!

Hrikalegt fyrir hana en satt.

Síðan hefur verið bætt úr þessu.

Sem sannur vinur "dettið niður dauð flottu skvísunnar" hef ég ákveðið að hún verði ekki fyrir þessum vonbrigðum aftur.

Því hef ég ákveðið að drífa mig í ammalið.

Tek 2 flug.

Fyrsta flugið frá SDB til KBH verður prinsessuflug. Ég mun sitja í flugstjórnarklefanum hjá flugstjóranum Halo

Þegar ég lendi vélinni í KBH fæ ég einkafylgd yfir í Utanlandsflug og mun ekki þurfa að sjá um töskurnar mínar! 

Á eftir að redda mér í KEF en sæt eins og ég er þá ætti ekki vera vandræði að fá einhvern til að taka fyrir mig töskurnar af bandinu Wink Reikna alveg eins með að yfirmaður öryggisþjónustunnar geri það ( er ekki svoleiðis þarna?)

Í bænum bíður mín eðalvagn og þvílík íbúð!

Panoramaútsýni!!!

Já, þetta verður alger prinsessuferð.

Því tók ég dekurdag í dag!

Var ekið í glæsivagni til Flensborgar þar sem ég dýfði mínum nettu fótum í vatn og fékk meðhöndlun við hæfi.

Verkið var kórónað með naglalakki og munstri á hverja einustu tánögl.

"Ég legg ekki meira á þig" (Stella í orlofi)

Jú, auðvitað legg ég meir á þig.

Hendurnar fengu sitt og nú hef ég þvílíkt flottar hendur og neglur, sem allar bera listaverk snillings.

Jebb....

Fékk líka þvílíka athygli á Naglstofunni að ljónynja hefði verið sátt LoL

Já, ég er að verða klár fyrir afmælið hjá "dettið niður dauð flottu skvísunni".

Föt?

Já....

Humm...

Burka?


Lausnin mín

Var að kvarta yfir því við vinkonu mína að mig vantaði föt; Nei, nei sagði hún, áttu ekki Burkuna?

Jú einmitt það er til Burka hér á heimilinu. Reyndar hefur hún ekki verið notuð nema einu sinni og þá í tengslum við skólaverkefni en Burka er þetta samt. 

Ég sá, svona þegar ég fór að hugsa málið að þetta er málið. Ég tek hana með mér í næstu ferð til Íslands og nota hana þar. Veit ekki hvernig gengur með að keyra því það er alveg heklað fyrir augun. Auðvitað get ég bara látið aka mér en ég þarf að aka rútu þarna, svo ég held að það sé best að ég æfi mig á venjulegum bílum fyrst í umferðinni. Þið vitið læri leiðirnar þannig að ég rati þær blindandi.

Eftir því sem ég hugsa betur um þetta þá sé ég að þetta er flíkin í kreppunni. Kirtillinn í kreppunni eða eitthvað þannig. Þarna gæti ég lagt nýja línu í kreppufatnaði sem gæti einfaldlega bjargað heimilunum í landinu því ekki er ríkisstjórnin að gera það.

burka1.jpg

Já munið hugmyndin er mín og ef þið sjáið fagra konu í ljósblárri Burku í borginni fögru, þá megið þið alveg vinka, því þetta er kannski bara hún ég.


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband