Allt eða ?

Fyrirsögnin enn einu sinni að vefjast fyrir mér og þrátt fyrir góð ráð, hendi ég þessari inn í byrjun, vitandi það að hún kemur ekkert til með að hafa nokkurn skapaðan hlut með bloggfærsluna að gera.

.

.

.

Ég á vinkonu.

Reyndar fleirri en ein.

En þessi sem ég ætla að segja ykkur frá, eða eignlega ekki, er alveg "dettið niður dauð flott" skvísa.

(Hún hjálpaði mér að gera Afganistanburkuna sem breyttist í slæðu og ...)

Já, aftur að efninu. Hún átti afmæli fyrir 10 árum og þá var eitt STÓRT vandamál þegar bjóða átti til veislu!

Hún þekkti mig ekki nógu mikið til að bjóða mér!

Hrikalegt fyrir hana en satt.

Síðan hefur verið bætt úr þessu.

Sem sannur vinur "dettið niður dauð flottu skvísunnar" hef ég ákveðið að hún verði ekki fyrir þessum vonbrigðum aftur.

Því hef ég ákveðið að drífa mig í ammalið.

Tek 2 flug.

Fyrsta flugið frá SDB til KBH verður prinsessuflug. Ég mun sitja í flugstjórnarklefanum hjá flugstjóranum Halo

Þegar ég lendi vélinni í KBH fæ ég einkafylgd yfir í Utanlandsflug og mun ekki þurfa að sjá um töskurnar mínar! 

Á eftir að redda mér í KEF en sæt eins og ég er þá ætti ekki vera vandræði að fá einhvern til að taka fyrir mig töskurnar af bandinu Wink Reikna alveg eins með að yfirmaður öryggisþjónustunnar geri það ( er ekki svoleiðis þarna?)

Í bænum bíður mín eðalvagn og þvílík íbúð!

Panoramaútsýni!!!

Já, þetta verður alger prinsessuferð.

Því tók ég dekurdag í dag!

Var ekið í glæsivagni til Flensborgar þar sem ég dýfði mínum nettu fótum í vatn og fékk meðhöndlun við hæfi.

Verkið var kórónað með naglalakki og munstri á hverja einustu tánögl.

"Ég legg ekki meira á þig" (Stella í orlofi)

Jú, auðvitað legg ég meir á þig.

Hendurnar fengu sitt og nú hef ég þvílíkt flottar hendur og neglur, sem allar bera listaverk snillings.

Jebb....

Fékk líka þvílíka athygli á Naglstofunni að ljónynja hefði verið sátt LoL

Já, ég er að verða klár fyrir afmælið hjá "dettið niður dauð flottu skvísunni".

Föt?

Já....

Humm...

Burka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehe á Dorrit afmæli eða hvað og bauð hún mér ekki kerlingarálftin á Álftanesinu.  Ætli Óli viti af þessu?

Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha...

Það eru nýjir tímar.

Kom víst eitthvað fyrir bankakerfið... já og eitthvða meira en það.

Kannski maður sé bara komin í þotulið kreppunnar

Guðrún Þorleifs, 18.3.2009 kl. 22:13

3 Smámynd:

Gvöð hvað þú ert heppin að þekkja svona fólk. Já og fá svona trítment

, 18.3.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tú og TOTULIDID elskan .helduru ad fari vel um tig í selskapnum??

Gudrún Hauksdótttir, 20.3.2009 kl. 07:51

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Stelpur þetta er nýja þotuliðið Hugsar öðruvísi, annað verðmætamat og annað ríkidæmi. Heilsa og hollusta. 2009 liðið Þið eruð velkomanar í þetta glæsilið ef þið setjið heilsu og hollust í forgang ásamt skynsemi

Maður þýtur áfram í hollustu...

Guðrún Þorleifs, 21.3.2009 kl. 09:10

6 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 21.3.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Líst vel á sjónarmidid hjá konunni

Gudrún Hauksdótttir, 23.3.2009 kl. 14:07

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, Guðrún, ég er ekki viss um að ég nenni að vera í þessarri hollustu, svo ég afþakka bara boðið

Lilja G. Bolladóttir, 23.3.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband