Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Í...

Í fjarveru minni frá moggablogginu hef ég ekki setið auðum höndum Tounge Ég hef bloggað á mínu bloggi og sitthvað fleira.

Eitt af því sem ég hef gert er að gefa mér tíma í göngutúra. Í einni slíkri ferð lá leiðin í gegnum kirkjugarðinn í minni sókn hér. Þar sá ég nokkuð sem ég hef ekki séð áður. Starfsmenn garðsins í óðaönn við að jólaskreyta leiðin svona líka fallega!!! Ég varð yfir mig hrifin. Enn og aftur óska ég að leiðin í Skarðskirkjugarði væru ekki upphlaðin eins og raunin er. Mér finnst slíkt ekki gefa sama möguleika á að hafa leiðin falleg. Kannski er þetta hugmyndaskortur hjá mér en það breytir ekki afstöðu minni. Ég skellti mér aftur í garðinn nokkru seinna og þá með myndavél með mér til að sýna ykkur það sem ég hreyfst af.

 161

163165

 

Í lokin set ég svo inn myndir frá skóginum og ströndinni minnu kæru. 126144  146

Góða helgi!!!

Smile

Gríðarlega skemmtilegt hvað maður ræður ekkert við uppsetninguna í þessu formati  Whistling


Íslendingur

Þá er maður komin heim aftur og farin að keyra hið daglega líf, af lífi og sál Smile Já, ég er sátt við annríkið mitt hér, því ég er að gera nákvæmlega það sem mig langar.

Það er alltaf gott að kom heim til Íslands, faðma fólkið sitt og anda að sér íslensku lofti, svo eitthvað sé nefnt.

Það er margt gott á og við Ísland. Eitt af því er ýmis matur og nammi sem er bara til á Íslandi. Það er alltaf vinsælt ef ég tek með smá góðgæti á þessum ferðum mínum. Með það í hug að gleðja dætur mínar, gekk ég inn í Nettó í Mjódd síðast liðinn föstudag. Ég var ekki ein á ferð þar. Systurdóttir mín 6 ára hélt þétt í hönd mína. Við byrjuðum á að fá okkur innkaupavagn og  svo var farið að kíkja í hillur, ýmislegt féll niður í körfuna. Eftir því sem lengra var haldið inn í búðina fór óróleiki í huga mínum að gera vart við sig. Ég er ekki vön að gera svona innkaup, en nú var ég bara nánast ekki með neinn farangur heim og jólin framundan. Ostar, harðfiskur, lifrapylsa og NAMMI. Eitthvað hafa innkaupin verið farin að undra frænkuna litlu því nú spurði hún: Guðrún frænka kaupir þú ekki hollan mat? Einmitt punkturinn, ég var mest að kaupa óhollustu og var ekki alveg að fíla tilfinninguna við það, en fannst samt mikilvægt að eiga smá nammi fyrir jólin, en ekki hvaða? Íslenskt nammi er best! Þegar þarna er komið í innkaupum mínum er ég farin að spá í hvort þessi innkaupakarfa sé dæmigerð fyrir íslending búsettan erlendis. Meðan ég bíð í röð við kassann sannfærist ég um að svo sé. sannfærist algerlega um það. Hef líka smá samvisku yfir þessari óhollustu sem liggur á bandinu, er orðið í mínum heimi þarna í röðinni, hrekk í kút þegar röðin er komin að mér að borga, því afgreiðslukonan segir við mig: FÆF ÞÁSDÚND AND NÆN HÚNDRED!!! VÁ, hvað mér brá, ég kipptist við og hrópaði: Ég er ÍSLENDINGUR!!!
Konan sem stóð fyrir aftan mig fór að hlægja og sagði: Svona er Ísland í dag og þá fattaði ég það! Afgreiðslukonan hafði ekki fattað að ég bjó í útlöndum, því síður hélt hún að ég væri svo tæp að ég kynni ekki íslensku lengur.
Málið var að  hún var ÚTLENDINGUR. . .

Ó já Whistling

 


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband