Allt klikkaði og nú get ég ekki lært heima í dag

Get ekki sagt að það hafi glatt mig að uppgötva að usb penninn var með vitlausri teikningu og að sendingin á hotmeilinu feilaði. Síður en svo, nú sit ég uppi verkefnalaus og döpur. Agalega hnuggin því ég er viss um að dagurinn í dag hefði verið dagurinn þar sem ég hefði lært svo mikið og vel heima. Já farið langt með þetta ef bara . . .  Því sit ég hér verkefnalaus og velti fyrir mér þeim möguleikum sem í lífi mínu eru í augnablikinu. Staðan er hrikaleg!!!

Ég get ekki ryksugað flísalögð gólfin sem eru að breytast í teppi þar sem hún Lauga mín er að fara úr hárum. Ég er nefnilega alveg einstök manneskja og lánaði því ryksuguna akkúrat í dag. Ægilegt vesen Pinch 
Ég get ekki þurrkað af, því ég nenni því ekki. Er að þvo í vélinni, gleymdi bara að setja hana í gang svo þar er allt á eftir engri áætlun. Sem sagt í tómu tjóni. Whistling

Þetta byrjaði í gær. Allavega var það þá sem ég fattaði það. 

Sko, ég notaði allan daginn í gær eftir skóla til að kaupa hluti sem ég gleymi alltaf að kaupa, eins og öryggi í bílinn og bómull. Þessi "gleymi alltaf að kaupa" innkaupaferð mín var hrikalega erfið, því ég mundi ekkert hvað ég gleymi alltaf að kaupa og það tók á að reyna að rifja það upp.  Afleiðingin var sú að ég varð fyrir ofálagi á heilabúið og hætti á tímabili að rata um bæinn minn. Hvort það var af því að ég ætlaði að finna mér líkamsræktarstöð til að æfa í, veit ég ekki. . . 
Þetta með líkamsrækt er búið að vera á döfinni í laaaaaaaangan tíma en alltaf hef ég gleymt því að byrja aftur. Æ, ææææ voða leiðinlegt. Mín komin upp í rúm seint á kvöldin þegar hún man eftir því, að það víst í dag sem hún ætlaði að byrja í ræktinni Shocking Allar götur ók ég, hingað og þangað og mundi hvorki hvert ég var að fara eða hvers vegna. Hrikalegt. Ég endaði svo í síðustu stöð sem ég æfði í, meldaði mig inn og mætti kl 6.30 í morgunn. Halo
Ætlaði að mæta kl. 6.00 en ég fann bara ekki peningaveskið mitt (sem var í íþróttatöskunni minni) og auk þess þurfti ég að snúa við og ná í fötin mín sem ég er alltaf af með í sér poka. Ég spara mér nefnilega tíma á morgnana og fer beint í Nike gallann.  Mikið minnisleysi í gangi hér. Eitt man ég þó og það er að ég lifði fyrstu æfinguna af og þegar ég var að sjæna mig við spegilinn, íklædd leggingsbuxum og fyrna stuttu gallapilsi sagði örmjó kona við mig: Rosalega ertu í flotti outfitti (Linda manstu; eins og hjólaoutfitt) Ég þakkaði konunni pent fyrir og hún var svo innspíreruð af töffleika mínum að hún sagði mér að sig hefði oft dreymt um að ganga í pilsi en einhvern vegin ekki séð lausnina og nú ætlaði hún að fá sér svo svona töff leggings og draga síðan fram pils sem hún taldi sig eiga heim. Verður gaman að hitta hana aftur Wink

Nú gerðist það svo í næstum þessu augnabliki að ryksugunni var skilað, ég fann usb penna sem var með verkefninu mínu á (Gengur víst ekkert að opna vitlausan penna), þvottavélin búin að þvo og hundurinn orðin hárlaus eftir rokið úti.

Nú ýti ég bara á hnappinn og hverf héðan úr bloggheimum yfir í minn ábyrgðarfulla raunheim og tekst á við mín mál þar, af stakri elju og  hugrekki.

Over and out að leika. . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Skrítinir svona dagar
Sí jú

Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 16:35

2 Smámynd:

Fínt að hlutirnir leystust - en stundum lendir bara allt á sama deginum og stundum er maður bara einfaldlega ekki í stuði til að tækla þetta allt saman   Gangi þér vel með verkefnin

, 20.11.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég get verið alveg ótrúleg. En dagurinn endaði vel. Fór út að borða með vinkonu sem átti afmæli í dag og spjallaði svo við prinsessuna mína í Ammríkuhreppi á Skypinu fram á nótt....

Takk

Guðrún Þorleifs, 20.11.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott að dagurinn endaði vel kæra jótlandsmær

AlheimsLjós yfir til þín og megi það fylla vitund þína alla

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband