Delete - tölvupóstur - delete - ?

Einu sinni, áður en ég fór að blogga og reyndar eftir það, þá var ég að vinna á verulega sérstökum dönskum vinnustað. Mér fannst vinnan mín skemmtileg en það sem gerði þetta sérstakt var ýmislegt sem þarna gerðist og hefði að mínu mati aldrei átt að gerast.

Nú ætla ég að segja ykkur frá einu atriði í þessu vinnustaðaleikhúsi sem ég var þátttakandi í. 

Eitt föstudagskvöld hringir samstarfskona mín í mig. Ég varð hissa því það hafði hún aldrei gert áður og við höfðum verið saman í bústað með vinnuna okkar í undangegna þrjá daga.
Ég heyrði að hún var miður glöð og spurði hvað væri. Jú, sagði hún, ég er í vanda. Þannig er að maðurinn minn er mjög afbrýðisamur og þegar ég kom heim tók hann gemsann minn og sá að ég hafði verið að sms´ast á við gamlan kærasta. Hvað segir þú, sagði ég í forundran við þessa þriggja barna móður. Jú, sáðu Guðrún, eins og þú veist þá geta danskar konur verið mjög desperate og í smá ójafnvægi og ég hérna fór óvart að skrifast á við gamlan kærasta, einu sinni þegar ég var fúl út í manninn minn og svo þróaðist þetta í að senda sms og nú veit maðurinn minn um þessi sms en ekki um meilin, enda skrifaði ég þau í vinnunni. Hann er svo reiður við mig að hann fór og ég veit ekki hvort hann kemur til baka, en ég er hrædd um að ef hann kemur til baka þá vilji hann fá að sjá meilið mitt í vinnunni og þá verður fjandinn laus! Ég gat skilið það þó ég skildi ekki gjörðir hennar og því síður hvað þetta kæmi mér við. Hún kom mér nú fljótlega inn í hvernig þetta kæmi mér við. Hún vildi nefnilega biðja mig að fara næsta morgunn (laugardag) í vinnuna og eyða öllum meilunum hennar. Takk fyrir! Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja, sá að hún átti ekki heiman gengt frá þremur börnum og átekinni rauðvínsflösku og þarna sagði ég já. Lofaði að gera þetta fyrir hana til að bjarga þremur börnum frá sundraðri fjölskyldu og fleiri hörmungum. Svo kvaddi hún mig, enda þurfti hún að klára sitt rauðvín. Ég sá 10 fréttirnar um kvöldið, þar var sagt frá morðingja sem gekk laus og fólk á svæðinu beðið um að hafa varann á sér. 

Næsta morgunn fór ég í vinnuna mína til að efna loforð gærkvöldsins við hina óhamingjusömu dönsku desperate þriggja barna móður. Þegar ég nálgaðist vinnustaðinn sló að mér óhug. Þarna var ég að væflast ein í risastórri, tómri byggingu að framkvæma delete aðgerð fyrir konu sem var í vanda sem ég hafði ekkert með að gera, vitandi af lausum morðingja á svæðinu og ævareiðum þýskum eiginmanni! Vá hvað ég áttaði mig allt í einu á áhættunni sem ég var í!!! Vinnustaðurinn var að auki í alræmdu gettohverfi. Það voru engin mörk fyrir hættunni sem ég var þarna að leggja á mig. Hrikalega var ég var hrædd!!! Þegar ég var komin inn á skrifstofu læsti ég að mér, ræsti tölvuna, sló inn öllum leyniorðum og eyddi þessum skelfilega pósti, flýtti mér út og komst heim án þess að verða Deleteað sjálfri.

Geri aldrei svona greiða aftur. Bara svo þið vitið það.

Fólk verður að bera ábyrgð á sínum tölvupósti sjálft, ég á nóg með mig Whistling Ætla kannski á þing því mig vantar vinnu eftir jól og er með tölvupóstasiðferði mitt á hreinu nú. Halo

Enter


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Redduðustu málin eftir þessa "deletingu"? eða hvað. Neis svona á maður ekkert að vera að gera fyrir fólk, sammála þér með það, gott þú slappst með skrekkinn.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já það skiptið en maðurinn endaði með greininguna sjúklega afbrýðisamunr
Veit ekki hvernig þetta er núna...

Guðrún Þorleifs, 12.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband