Börn í neyð

Á sunnudaginn bankaði hér upp á, ung snót með söfnunarbauk, neyðarhjálp til barna í vanþróuðum löndum. Ég tók mig til og tæmdi úr smáauraskálinni í baukinn. Safnast drjúgt í hana þegar fáir taka strætó. Nú er skálin næstum tóm ef undan er skilið barmmerki og hárspenna.

Í morgunn fékk ég sms: mamma er til smá aur í strætó?  Nei, var svarið. Mér varð litið út, ausandi vatnsveður. Skömmu seinna kom annað sms: þetta er allt í lagi ég labba.

Í dag talaði ég svo við minn mann í síma, hann er langt í burtu núna. Sagði honum m.a. að barnið okkar hefði þurft að synda í vinnu í morgunn þar sem ég hafði gefið smáaurasafnið og ég þar með sett það í neyð. Sá hana fyrir mér holdvota og kalda. Æ, æ, æ sagði minn.

Áðan hringdi dóttirin: viltu sækja mig? Já sagði ég, rauk af stað í myrkrinu og rigningunni að sækja fórnarlamb morgunsins. Varstu ekki blaut í morgunn spurði hin áhyggjufulla móðir (ég), ég gaf alla smáaurana í neyðarsöfnun fyrir börn og setti þig þar með í neyð. Nei, nei, sagði þessi frábæra dóttir mín, þetta var æðislegur göngutúr. Hlustaði á góða tónlist og það var svo hlýtt!

Hvað var ég að hafa áhyggjur?

Asnalegt Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Við mömmurnar erum svo meðvirkar, og fáum alveg pínandi samviskubit ef við þurfum að segja nei við börnin okkar þegar þau eru að biðja um smá redding. Eigðu ljúfan dag mín kæra

Aprílrós, 11.11.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleiksknús frá Lejre

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Börnin bjarga sér oftast þegar á reynir.  Knús til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ótrúlegt hvað börnin bjarga sér miðað við hvað manni hættir til  að "pakka" þeim inn á köflum  

Guðrún Þorleifs, 12.11.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband