Ætli þeir séu ánægðir núna???

Datt inn á "gamla" frétt á visir.is og sá þessa félaga:

 

bilde?Site=XZ&Date=20080806&Category=VIDSKIPTI06&ArtNo=346153209&Ref=AR&Profile=1205&MaxW=260&MaxH=260&NoBorder=1

Kaupþing seldi þann 6. ágúst Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings, og Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni félagsins, rúmlega 1,6 milljónir hluta í bankanum á genginu 303 krónur.

Þeir voru að nýta kauprétt sinn þar eins og sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar. Kaupverðið nam um 490 milljónum króna. Gengi hluta í Kaupþingi í lok þess dags var 707 krónur sem þýðir að verðmæti hlutanna sem Sigurður og Hreiðar keyptu var ríflega 1,1 milljarður króna.

Eftir viðskiptin átti Hreiðar Már kauprétt að 2,4 milljónum hluta en aðilar tengdir honum áttu 8,1 milljón hluta í bankanum samkvæmt frétt vísir.is. Sigurður Einarsson átti tæplega níu milljónir hluta í Kaupþingi eftir viðskiptin þennan dag og átti að auki þá kauprétt að 2,4 milljónum hluta.

Í september 2008 átti Stjórn Kaupþings ekki aðra möguleika en að afskrifa skuldaábyrgð forráðamanna og ákveðinna starfsmanna bankans eða selja bréfin. Hvers vegna áttu þeir bara tvo möguleika í stöðunni samkvæmt formanni VR ef staða bankans var samt svona góð á þessum tíma?

Um daginn þegar ég var á Ísl. sá ég í DV umfjöllun "Sumarbústað" Sigurðar Einarssonar. Frekar gengndarlaust það líka. 

Hvað er í gangi????

Fá allt upp á borðið takk og ekkert bullmál og talanda á það.

Hreina íslensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ !!!!!!!!!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs


Já Ía og er ekki eðlilegt að hver borgi fyrir sig í stað þess að við hin borgum brúsann?

Guðrún Þorleifs, 6.11.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Hulla Dan

I don´t like it!!! (sagt með fallegum amerískum hreimi)

Hulla Dan, 6.11.2008 kl. 19:29

4 Smámynd:

Þeir töldu sig sjálfsagt vera að leika sér að tölum en þær breyttust óvart í peninga og nú þarf að gera upp. En mér - og flestum öðrum - finnst nú réttlátt að hver borgi fyrir sig.

Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki þeir standa! 

, 6.11.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Burt med spillingarlidid!!!!!!

Tetta er svo sidlaust  ad madur bara hreinlega er ekki ad skilja tessa menn.

Gudrún Hauksdótttir, 7.11.2008 kl. 07:48

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mér finnst þetta sterkur punktur sem Dagný kemur með og frekar lýsandi: Þeir töldu sig sjálfsagt vera að leika sér að tölum en þær breyttust óvart í peninga...

Er þetta ekki bankamálið í hnotskurn?

Guðrún Þorleifs, 7.11.2008 kl. 08:53

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Burt með spillíngarliðið.

Kristín Gunnarsdóttir, 7.11.2008 kl. 09:49

8 Smámynd: Dóra

Burt með spillingarliðið og ekki seinn en strax.  Hvað á þetta að ganga lengi svona áður en eitthvað verður gert ?

kveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra, 7.11.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband