Í gær þurfti ég aftur að hringja í SimensMileviðgerðarþjónustuna. Já, rétt þvottavélin er síðan í nóvember. Æfðum höndum sló ég inn 1 og 2 og 4 eftir því sem leiðbeiningaröddinísímanum leiddi mig áfram í átt að réttu þjónustudeildinni. Þegar ég var búin að ýta á rétta talnarullu (gott að vera ekki með athyglisbrest) þá fékk ég að vita að ég væri mjög aftarlega í langri biðröð (sennilega öftust) símaröddin bauð mér að slá inn númerið mitt og lofaði að ég héldi plássinu mínu í röðinni (öftust) og þau mundu hringja í mig. Fínt tilboð sem ég tók við. Sló inn mínu númeri og fór að læra. Þetta var klukkann níu. Um tólfleitið þótti mér ég hafa verið lengi í biðröðinni og hringdi aftur. Nú þáði ég ekki hringjumíþig kostaboðið en beið sjálf í 13 mínútur. Þá svaraði hún Lina og ég sagði henni hvað væri, vélin dældi ekki af sér vatni og svo vindur hún ekki alltaf ( það er ekkert nýtt) já sagði Lina ég sendi viðgerðramann, hann kemur á milli 8 og 16 þann 25/6. Nei, sagði ég kurteis, hann veður að koma í síðasta lagi á morgunn. Það er ekki hægt sagði Linasímalína. Það fannst mér skrítið og spurði hvort þau þyrftu ekki að uppfylla ákveðið lágmarks þjónustustig. Jú, sagði hún svona er þetta. Ég ýtrekaði að 25 júní væri of langt í fjarskanum til að ég gæti sætt mig við að bíða þvottavélalaus. Ég heyri að þú vilt kvarta segir Linasímalína fúl. Ha? Já, þú vilt ekki taka við tímanum sem ég hef handa þér og þá viltu kvarta. Nú skildi ég lítið. Kvarta? Ég vil bara fá þvottavélina lagaða í dag eða í síðasta lagi á morgunn. Já, þú vilt ekki taka við þeim viðgerðatíma sem ég bíð þér og því sendi ég þig til Peter. Svo ég var send til Peter en hann var á tali og Linasímalína kom atur í símann og sagði að Peter væri upptekinn en að hann myndi hringja í mig. Nú? takk? Svo var símtalinu lokið og ég með bilaða þvottavél sem ekki var fyrir séð hvenær kæmist í lag. Rétt seinna hringir Linasímalína aftur og segir mér að hún hafi verið að tala við mig fyrir minna en 5 mínútum. Já, ég mundi það. Svo sagði Línasímalína mér frekar fúl að það væri búið að kalla til annann viðgerðarmann og að hún mundi senda beiðni á hann í dag sem hann sæi í kvðld og svo mundi hann hringja á morgunn. Já, já, sagði ég þar sem hún var svo ansi fúl. Sennilega hefur Peter ekki viljað tala við mig, fundist eins og mér að 25 júní væri ansi mikið í blámóðu frammtíðar þegar um væri að ræða þvottavél sem ekki virkaði. Varla hafði ég lagt símtólið til hleðslu þegar hringt er aftur og er þetta nú SimensMileviðgerðarmaðurinnsemkallaðurvarútogekkiáttiaðhringjafyrrenámorgunn. Spurði hann hvort ég væri heima og játti ég þvi í undrun minni á því er var að gerast. Kort sagt innan 30 mínútna var hann hér, hafði lagað helminginn af vandamálinu og var farinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 18. júní 2008 (breytt kl. 07:16) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Þú ert dásemd...
Hvað er það líka þegar manni er sagt - á bilinu 8-16?- Á maður þá bara að taka sér frí í heilan dag og hanga heima... Rugl og gott þú lætur ekki bjóða þér svona.
Ég fæ sennilega mitt rétta númer á morgunn... eða var það kannski fimmtudagurinn í næstu viku? Hummm
Sé þig um 1400.
Hulla Dan, 18.6.2008 kl. 08:13
8/16 þá á maður að vera heima. Svo skemmtilega vill til að ég er að fara í próf þennan dag. . .
Danskt bull.
Guðrún Þorleifs, 18.6.2008 kl. 09:49
Bíddu, helminginn. Hvor helmingurinn er það? Geturðu þvegið?
Anna Guðný , 18.6.2008 kl. 10:30
Anna, hann lagaði nóg til að ég væri til friðs, svo já, þvottavélin virðist virka
Guðrún Þorleifs, 18.6.2008 kl. 10:59
Það er bara óþolandi þegar heimilisgræjurnar manns virka ekki og enn meira óþolandi svona þjónusta. Þetta er svipað og hjá Símanum hérna heima, maður er alltaf númer 18 í röðinni, þegar maður hringir og svo tekur allt tvær til þrjár vikur hjá þeim!! Skipti þess vegna yfir í Vodafone fyrir þónokkru.
Gangi þér vel í próflestrinum!!
Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.