ég er hér enn...

Hef lítið nennt að blogga undanfarið. Þegar veðrið er svona gott þá er áhuginn meiri á því sem er utandyra. Vil samt aðeins bæta úr þessu fréttaleysi með því að setja inn nokkrar myndir. Nýustu framkvæmdir er þó ekki búið að mynda, það kemur seinna ;)


Ingunn Fjóla fór til Suður Ameríku í  6 vikur með henni Tinu úr sveitinni.
Ferðin var frábær og
Ingunn farin að plana næstu ferð. Við Bryndís sóttum þær til hamborgar, brunuðum í sveitina með Tinu, fengum frábærar móttökur þar að vanda og svo var haldið til Sönderborg. Sóttum Billa í vinnuna og svo var slegið upp afmælis- og velkomin heim veislu :)


Bryndís er alltaf jafn ánægð með dvölina í höllinni en nú fer skólinn að verða búin og þá fara vinirnir í allar áttir.
Hún ætlar að skella sér til Íslands og vinna þar í fríinu sínu.



Baldi er enn í Asíu og finnst voða gaman þar með Birnu sinni. Drengurinn er nú skallapoppari og milli. Þetta varð til þess að nú vill pabbi hans bætast í þann hóp ;)


Vananum trú, voru tómatarnir á sínum stað en þá upphófst barátta við snaróðan svartþröst!
Baráttunni lauk með að hin klókari sigraði :haha:



Í ár var ákveðið að byrja á pallinum sem koma á í kringum húsið. Framkvæmdir ganga markvist fram og eru þetta "gamlar" myndir af fyrirbærinu 8)


Maður hefur verið í léttri sveiflu við að kaupa blóm og potta ;)
Voða gaman 8)



Draumar eru til að láta rætast :d

Við höfum verið verið dugleg við þá yðju ;)



Ó, já... skápurinn varð minn og fyrir það þakka ég Fjólunni minni og gullmolanum honum Bassa. Takk elskurnar mínar.

Lífið er ljúfur draumur.
Njótum þess.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Og þannig er lífið á Læk.... Húsið ykkar heitir Lækur... er það ekki??

Fallegar frænkur og frændi sem ég á  

Hulla Dan, 7.6.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottar myndir.  Getum við í alvöru heimsótt ykkur?? veistu hvar við gætum reddað okkur gistingu, væri til í að vera þarna 2-3 daga, ætla að koma annan mánud. til Söndeborg.  Heyrumst darling. 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hulla mín, Laugar er nafnið hjá okkur og svo Landsveit.  Varðandi falleg börn þá er það svo mikið í ærttinni eins og sést á þér og mér

Ásdís mín, takk fyrir að hrósa myndunum. Ég og Jói sem dó, erum búin að planleggja heimsókn ykkar hingað til SBD.  Spurning 1 gisting: Humlehaven 33  og svo eru sameiginlegar móttökur hjá okkur á pallinum okkar Billa þar sem E og J eru með númer og BT spilar af alræmdri kunnáttu sem ekki hefur heyrst hjá öðrum en útvöldum Ó já, hringdu bara til að frétta hvað bíður ykkar hér í SDB. Ekki þori ég að nefna það á þinni mikið lesnu síðu segir lambið.

Halelúja!!! 

Over and out . . . 

Guðrún Þorleifs, 7.6.2008 kl. 22:26

4 identicon

Ég er forvitin !

Afhverju Landsveit?

Sigrún Jóna 9.6.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það er sveitin mín

Guðrún Þorleifs, 11.6.2008 kl. 18:54

6 identicon

Líka mín. ættin mín er kennd við Skarfanes. Skógræktin á það núna. Fóðursystir mín Jóhanna Jónsdóttir sem var fædd og uppalin á Minnivöllum, bjó allan sinn búskap á Leirubakka. Og ættingjarnir voru á víð og dreif á mörgum bæjum í Landsveitinni, þegar ég var smástelpa. Einu sinni stórt ættarmót í Félagsheimilinu ykkar. Svoleiðis höldum við ekki aftur. Mamma var líka af Skarfanesætt eins og pabbi.

 Mér skilst á þú búir í Danmörku núna. En bið að heilsa í sveitina okkar.

Sigrún Jóna 11.6.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband