Stundum er það nóg að finna fyrirsögn á blogg að ég hætti við að blogga. Las hjá vinkonu minni í morgunn að hún væri farin að standa sig að því að hugsa í bloggfærslum. Sennilega erum við ekki tvær um það. Held samt ekki að þetta sé alvarlegt ástand. Lít frekar á þetta sem sama heilkenni og olli því að menn hér áður fyrr, á alls ekki tækniöld, tjáðu sig í svo nefndu bundnu máli. Mannlegt eðli á mismunandi tímum og því mismunandi tjáningarform.
En það var ekki þetta sem ég ætlaði að blogga um.
Nú eru allir útiblómapottarnir mínir orðnir dökk gráir. Þeir sem ekki voru það fyrir breyttust í morgunn. Þetta get ég þakkað ókeypis ráði frá Sólrúnu sólargeisla sem kom með þá snilldarhugmynd í gær að í staðin fyrir að æða hundleið, búð úr búð í leit að rétta pottalitnum, þá gæti ég bara tekið málningu og skvett á pottana. Ég var neikvæð fyrst. Á ekki rétta litinn og þá þarf ég að fara út að kaupa hann. Nei nei, sagði hún þú hlýtur að eiga gráa málningu og með það fór hún. Ég pældi aðeins í þessu í friði og áttaði mig á snilldinni í þessu. Ef ég mála alla pottana mína þá get ég notað þá áfram og pottar sem brotið er út úr fá lit í sárið og allt í fína. Í morgunn náði ég svo í restina af sökkulmálningunni frá í fyrra og skvetti henni á matta og glansandi leirpotta. Vááá. . . hvað þetta var skemmtilegt. Svo átti ég ekki fleiri potta og þá var fjörinu lokið þangað til kæmi að næstu umferð. Leit yfir til Hans granna til að tékka á því hvort ég gæti ekki málað fyrir hann og Grétu líka. Enn.... já, þá hætti ég við, þau eru í grænu og rauðu línunni og pensillinn minn var grár.
En það var ekki þetta sem ég ætlaði að blogga um.
Ég veit ekki hvort mig hrjáir pirringur eða réttlát reiði. Nú, eða hvort tveggja og kannski fleirra.
Málið er að í dag er fimmtudagur og ég er enn reið síðan á mánudaginn!
Ekki við allt og alla. Alls ekki. Er eiginlega frekar umburðarlynd. Finnst mér. En þegar mér misbýður þá þarf dáldið til og þá fer það heldur ekki á milli mála að mér er misboðið.
Ég er ekki í eldmerki fyrir ekki neitt
Ég veit ekki hvernig ég á að tjá mig um það sem sýður á mér. Langar virkilega að gera það en veit ekki frá hvaða hlið ég á að byrja. Það er hægt að taka þetta mál frá ýmsum hliðum og velta því þannig upp.
Við BT erum fósturforeldrar 17 ára snótar sem er þroskaheft. Hún fæddist þremur mánuðum fyrir tímann. Tvíburi, bróðir hennar dó rétt eftir fæðinguna. Hún barðist fyrir lífi sínu og var oft tæpt á hvernig færi. Hún ólst upp hjá einstæðri móður, því faðirinn flúði til heimalandsins. Þetta var ekkert fyrir hann. Drengurinn dó og stelpan alltaf veik, út og inn af sjúkrahúsi. Mamman stóð því ein og lengi vel lá ekki fyrir hve mikinn skaða snótin hafði orðið fyrir. Þetta ferli allt (síðustu 17 ár) hefur verið hörmungarferli. Ég kynntist snótinni þegar hún byrjaði í skólanum hjá mér. Síðan eru liðin 7 ár. Erfitt var að ná samvinnu og trausti mömmunnar. Hún var orðin svo vön því að ekki væri á hana hlustað, svo hún var kolvitlaus á öllum fundum. Hún kunni ekki að berjast öðru vísi og ég verð að segja að það hefur því miður líka haft áhrif að hún var ekki af dönskubegi brotinn. En allar götur, þá tókst mér að vinna traust mömmunnar og hún var tilbúin að gera allt sem ég lagði til og ef ég samþykki eitthvað þá gerir hún það líka. Þannig æxlaðist það svo í stuttu máli að stúlkan kom í fóstur til okkar 4 sólahringa í viku. Það gengur ljómandi vel finnst okkur og allir sáttir. Það er, þær mæðgur og við.
Á mánudaginn var var svo enn einn fundurinn, að þessu sinni skóli/heimili fundur. Þetta var á gamla vinnustaðnum mínum og er ég því ansi kunnug þar innan húss. Mamman neitaði að mæta nema ég kæmi. Ég mætti. Á fundinum voru 2 kennarar og við. Annar kennarinn er nýr síðan í haust, hægur maður og kurteis. Hin kennarinn(?) er eldri kona sem byrjaði í febrúar.
Það var hún sem gerði mig svo reiða. Hún var svo ófagleg og hrokafull. Talaði eins og hún vissi best allt um snótina. Upp á gott og vont. Það sem hún lét út úr sér þarna fær mig enn til að verða reiða!!! Ég vil ekki fara inn á það en nefni sem dæmi: Hún þarf að fá morgunnmat áður en hún kemur í skólann. Hún þarf að fá meira í nesti, því hún er búin með nestið klukkan níu og truflar mikið með þessu. Hún þarf að hafa rúgbrauð í nesti. (typiskt danskt) Ég horfði á konuna romsa þessu upp og spurði svo í forundran hvort hún héldi virkilega að barnið fengi ekki morgunnmat. Já, það var nokkuð ljóst miðað við hungrið sem hrjáði hana. Ég spurði þá hvort hún hefði ekki kynnt sér gögnin um snótina. Jú, það hafði hún. Þá veistu sagði ég að hún er ekki með eðlilega tilfinningu fyrir því að vera södd og svöng? Það þarf að stýra máltíðunum hennar. Nei, það er ekkert að matarlystinni hennar. Hún hefur heilbrigða og eðlilega matarlyst. Hún lifir ekki bara á hrökkbrauði eins og sumir. Í þessum dúr var viðtalið. Ég skil vel mömmuna að vilja ekki fara eina í þetta helvíti. Sem betur fer unnum við ekki svona.
Svo voru engin takmörk fyrir því hvað hún gat talað um það sem snótin getur ekki. Fullyrðingarnar þar voru oft langt utan úr skógi. Þessi konu drusla sem hefur verið þarna í tæpa 3 mánuði talaði eins og hún vissi allt betur en við sem höfum þekkt barnið og getu þess í áraraðir. Karlkennarinn sem þarna var,reyndi á köflum að dempa umsagnir og yfirlýsingar konu druslunnar. Þegar fundinum var lokið tók ég í höndina á karlkennaranum og óskaði honum alls góðs, síðan gekk ég út.
Eftir að hafa farið nákvæmlega yfir efni fundarinns við minn mann, þá er ég mikið að velta því fyrir mér að panta tíma hjá skólastjóranum og fara yfir það sem fram fór á þessum fundi. Ég veit ekki hvort það breytir neinu til góðs. Þetta var langt út yfir allt sem í lagi er. Sem betur fer hættir snótin þarna í lok júní og það er mikið tilhlökkunar efni.
Þegar ég fór yfir breytingar sem við verðum að gera hér heima svo snótin verði ekki fyrir aðkasti af hendi kennarans þá sagði snótin: Guðrún, stundum finnst mér eins og hún þoli mig ekki.
Váá.... á því leikur ekki vafi. Snótin sem er með greindarskerðingu og sterk einhverfueinkenni áttar sig á þessu.
Ætlaði ég að blogga um þetta?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 1. maí 2008 (breytt kl. 12:10) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
ef ég væri þú myndi ég panta viðtal með skólastjóranum, það á ekki að viðgangast að borin sé svona lítil virðing bæði fyrir aðstendum og nemendunum sjálfum. ef þú gerir það ekki er bara einhver annar sem lendir í þessari blessaðri konu sem er svon ófagleg.
gangi þér vel
bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 18:03
Svona fólk á ekki að starfa í skólum og alls ekki að hafa með fötluð börn að gera.
Taktu þetta mál lengra!
Bestu kveðjur
Lilja G. Bolladóttir, 1.5.2008 kl. 18:29
Uhhhh hálvita kennari. Hef lent í þeim hérna líka...
Verðum að fara að hittast :)
Eftir helgi, segir sá lati :)
Hulla Dan, 1.5.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.