Ákvað að taka taka pásu frá náminu og segja ykkur smá frá Berlínarferðinni
Við fórum með rútu að þessu sinni. Alveg ný upplifun að geta bara sest upp í faratæki og þurfa svo ekki að spá meira í umferðina eða leiðina. Þokkalega þægilegt líka
Við snæddum morgunnverð á þýskum bjórgarði. Staður sem liggur um 2 km frá veginum og maður veit ekki af. Þarna stjórnuðu eldri hjón, (mamma og papa). Selja mat og brugga bjór svo e.h. sé nefnt. Voða þýskt og gaman að koma á svona gamaldags stað þar sem starfsfólkið veit varla hvernig á að afgreiða greiðslukort.
Ferðin til Berlínar gekk vel. Mér leiddist ekkert að vera ekki undir stýri Las bók og leysti suduko, voða dugleg. Hótelið sem við vorum á heitir Motel One og er nýlega tekið í notkun. Í byrjun mars ef ég man rétt. Þetta var fínt motel, naumhyggjan í algleymingi. Frekar fyndið á köflum. Set kannski inn myndir af herberginu og lobbyinu, þegar hægist um. Öllu var vel fyrir komið og plássið vel nýtt!!!
Í ferðinni fórum við í hröðustu lyftu í Evrópu. Hviss, bæng og við vorum komin 93 m upp í loftið! Hellur fyrir eyrun, þrátt fyrir þokkalegt gab Lofthrædda ég missi ekki jafnvægisskynið en hafði enga þörf fyrir að rölta upp á efri útsýnispallinn Ég stóð mig líka vel þegar við fóru í útvarpsturninn og í um 207 m hæð snæddi ég minn mat í ró. Sat samt ekki við gluggann
Frábær kabarettsýning verður líka eftirminnileg. Stærsta Kabaretthús Evrópu sótt heim og OMG ég vissi ekki að maður gæti orðið svona skelkaður á einni kabarettsýningu En það var samt mest gaman
Sendiráð Dana var skoðað og fræðst um sögu þess að þetta samstarf norðurlandanna kom til. Fannst asnalegt að nota friðaðan stein í klæðningu á sendiráðið okkar. Eiginlega bara mjög asnalegt og mikið bull. Frekar að nota e.h. sem er meira táknrænt fyrir landið okkar. Já, þetta fannst mér. Mér fannst líka hallærislegt að Danska sendiráðið er klætt stáli að utan. Sé ekki tengingu þar og ekki gátum við fengið útskýringu sem var skotheld. En þetta var skemmtileg skoðunarferð og í Fælleshúsinu hlustuðum við á áhugaverðan fyrirlestur.
Þetta er bara svona stiklað á því sem gert var. Tíminn er ekki mikill þessa dagana til að bulla hér
Þetta var sem sagt alveg þrælfín ferð. Berlín er meiriháttar með allri sinni sögu.
Það að fara í ferð og þurfa bara að taka upp veskið þegar mann langar að kaupa e.h. í búð er líka bara OK
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Mánudagur, 31. mars 2008 (breytt kl. 11:02) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Frábært að þið skemmtið ykkur
Missið ekki af neinu hérna, það er allveg öruggt...
Forsæt god tur...
Hulla Dan, 31.3.2008 kl. 13:23
Takk Hulla og góðar næturvaktir Eigum við ekki að finna tíma fyrir kaffihitting áður en ég fer til Íslands? Þá get ég kvartað í mömmu ef þér er úr ætt skotið
Maður er milljandi fyndinn á köflum
Guðrún Þorleifs, 31.3.2008 kl. 18:56
Júhú... Hvenær ferðu til fóðrlandsins???
Ég á t.d frí mánudag, þriðjudag og föstudag í næstu viku
Hulla Dan, 1.4.2008 kl. 05:33
Mér líst vel á föstudaginn. Fósturbarnið fer heim um 14.00 á föstudaginn svo það hentar fínt Ísland er 15 apríl. Ætli það sé ekki í vikunni á eftir? Tek bara eina ferð í einu, en næ ekki að pakka upp á milli svo ég tek bara nýja tösku í kvöld og set sumarföt í hana og get svo tekið Berlínartöskuna þegar ég er til Íslands. Það ætti að passa fatalega
Hlakka til
Guðrún Þorleifs, 1.4.2008 kl. 06:44
Oh, mig hefur alltaf langað til Berlínar, veit ekki af hverju... mig langar bæði að sjá allt þetta menningarlega, en svo langar mig rosalega að sjá austurhluta Berlínar ..... kannski frá því að ég las Dýragarðsbörnin einhvern tímann þarna um árið.....
Lilja G. Bolladóttir, 1.4.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.