Var að senda soninn af stað heim til Íslands. Hann tók innanlandsflugið héðan frá SDB. Hann var tekinn í öryggishliðinu hér. Með hættulega jólagjöf!!! Litla Rosendahl flösku! Honum var sagt að þetta morðvopn gæti hann ekki haft með í handfarangri, hann gæti slegið mann og annan með þessu. Ekki höfðum við áttað okkur á þessum möguleika en sjáum núna að loka verður öllum verslunum í fríhöfnum um allan heim. Það gengur ekki að hægt sé að kaupa morðvopn þar eftir að búið er að fara í gegnum stórkostlegt öryggiseftirlit við innritun. Sé alveg ljóslifandi fyrir mér nú hve hættuleg Stelton kaffikanna er svo eitthvað sé nefnt nú eða Bing og Gröndalh postulínið. OMG þetta gengur ekki! Er ekki best að setja alla í hand- og fótjárn við innritun og vera svo með færiband fyrir farþega líkt og töskur?
Kæra systir hvað varstu að pæla þegar þú keyptir gjöfina handa syni mínum???
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 27. desember 2007 (breytt kl. 17:47) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
...þetta snýst um innihaldið, ekki ílátið. En að láta sér detta í hug að fara með vökva í gegnum öryggishliðið eftir allar viðvarirnar síðustu misseri!!! Hefði mátt reikna með þessu.
Páll Geir Bjarnason, 27.12.2007 kl. 18:21
Án efa ertu þokkalega klókur Páll, en hvar var sagt að það væri vökvi í ílátinu? Þetta er forláta tóm flaska
Guðrún Þorleifs, 27.12.2007 kl. 21:21
Ég er alltaf aða komast betur og betur að því að það má bara ekki orðið neitt. Ég verð örugglega böstuð í næstu flugferð út fyrir skerið. Hef ekki flogið síðan 2001 og þá mátti allt. Verð örugglega að fá leiðbeiningabækling svo ég verði ekki sett í fangelsi. Kær kveðja í Als.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 23:55
Mesta og besta bloggkrúttið mitt, leitaðu til mín þegar þar að kemur. Ég hef reynsluna
Hlakka til að hitta þig í góðu tómi á nýju ári
Guðrún Þorleifs, 28.12.2007 kl. 00:13
Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár
Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.
Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.
AlheimsKærleikur til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.