Í dag er stór og mikill dagur hjá litlu prinsessunni minni. Í dag breyttist hún í sjóræningjaprinsessu! Hún vaknaði klukkan 5.30 til að gera sig klára Svona umskipti taka tíma!
Tilefni þessara umskipta hennar er að í dag er hennar allrasíðsti skóladagur og nú eru engar bækur á borðum! Í dag er dagur leiks og gleði. Allir krakkarnir klæða sig út, skreyta hjólin sín með borðum, blómum og flautum.
Við unnum við það í gærkvöldi mæðgurnar að skreyta hjólið. Það var alveg rosalega skemmtilegt og ég missti mig alveg í krumpupappírsrósagerðinni
Sjóræningjaflaggið fékk að fara með og á sætinu var hauskúpuhlíf. Pabbinn kom líka með klemmu og smellti plastspjaldi á stellið.
Á stýrinu var flauta. Í körfuna var svo sett hávaðaflauta, svona þrýstikútsdæmi...
Hér er fákurinn fíni tilbúin í ævintýri með sjóræningjaprinsessunni
Sjóræningjaprinsessann tilbúin!
Með í ferðinni var sjóræningjasekkur sem innihélt ferlegan feng,
6 kg af karamellum og 3 brúsa af rakkremi.
Karamellunum er hent yfir yngri nemendur og rakkremið notað til að að úða á yngri vini og systkyni.
Þykir skemmtilegt að vera á þeim lista
Síðan komu bekkjarfélagarnir
Byrjað var hjá þeim sem lengst býr í burtu og svo safnað saman á leiðinni þar til allir voru með.
Bryndís var síðust og því var þetta hávær hópur sem var hér klukkan 7 í morgunn.
Hávær og skrautlegur hópur!
Svo hurfu þau hávær út í bjartan og hlýjan sumardaginn.
Mikið var ég fegin að ég fór yfir í Kökuhúsið og lét Hans og Grétu vita af væntanlegum látum.
En dagur ærslabelgjanna verður langur.
Núna eru þau að borða morgunnbrauð á skólanum. Morgunnverð þar sem áttundubekkingar hafa dekkað borð og þjóna þeim og þeirra kennurum til borðs. Síðan verður leiksýning.
Að henni lokinni hefst fjörið í skólagarðinum með karamellukasti og rakkremssprauti.
Maður kemur ekki fínn í skólann þennan dag
Frá kl 11 til kl 13 er pása og að henni lokinni munu allir ærslabelgir Sönderborgar safnast saman niður við Slott, þeyta horn sín og flautur og láta bæinn taka eftir sér.
Seinnipartinn hjóla þau svo heim til bekkjakennarans síns og borða hjá henni. Að því loknu er bekkjarpartý heima hjá einni stelpunni og vonar maður bara að það fari vel fram. Sjóræningjaprinsessan mín er búin að fá skýr skilaboð um hvað hún má (Mútta svo pædagogisk)
Allt í allt finnst mér þetta skemmtilegur siður, sem gefur góðar minningar.
Flokkur: Bloggar | Föstudagur, 1. júní 2007 (breytt kl. 08:40) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Hæ og tilhamingju með sjóræningjaprinsessuna - rosa flott. Minn prins fór at stað í gervi Adams (að sjálfsögðu var Eva líka á staðnum).
Er svo sammála þér með hvað þetta er skemmtilegur siður, naut þess svo sannarlega að fylgjast með fleiri hollum í morgun sem hjóluðu hér niður Grindarvíkurafleggjarann.
Við skulum bara vona að sjóræninginn og Adam fylgi ráðum "yfirvalda" og geri bara það sem þau mega .....allavegana að dagurinn verði þeim bæði skemmtilegur og eftirminnanlegur . Góða helgi
stina 1.6.2007 kl. 10:04
Aldeilis fjör hjá ykkar börnum í dag. Þetta hlýtur að vera alveg mega gaman fyrir þau. Vona eins og þú að allt fari vel fram og unglingarnir komi heilir heim. Sæt skvísan þín
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 13:52
þetta var að sjálfsögðu líka hérna, sól var alsæl, hafði fengið 10 karamellur. hún er nú bara að klára3 bekk, en það er stórt því hún fer frá SFO_en sem er skóladagheimilið yfir í klúbbinn, og það er stórt. í tilefni dagsins fóru þau í BOBBONland, fyrsta sinn án pabba og mömmu.
það er flott hjólið hennar, siðurinn minnir á þegar þau verða stúdentar ekki satt.
ljós til þín frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 08:02
Takk fyrir innlit og kvitt Allt fór vel fram enda börnin góð
Allt eru þetta skerf og áfangar sem gaman er að gera eftirminnilega með einhverjum hætti
Guðrún Þorleifs, 4.6.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.