Var að velta fyrir mér að kannski finnst sumum ég klikkuð að vera að skrifa svona um mínar hjólaæfingar. Út frá þeirri hugdettu fékk ég þá hugmynd að það væri rétt að árétta hversvegna mér finnst svona gaman að því sem ég er að gera og vel að skrifa mest um það, svona frekar en eitthvað annað.
Fyrir rúmum 5 árum var ég í hópi þeirra sem voru alltof þungir og höfðu ekki stjórnina í þeim málum. Það var ömurlegt ástand fannst mér. Ekki bara er maður ósáttur við útlit sitt, heldur eru ýmis heilsuvandamál sem fylgja. Hjá mér var það hækkaður blóðþrýstingur og síendurtekin magasár með tilheyrandi ónotum og sársauka. Þol mitt og þrek var lélegt og mér hraus hugur við að ástandið ætti bara eftir að versna! Ég taldi mig vera að borða þokkalega skynsamlega en ekkert virkaði, ástandið fór versnandi.
Ég var algerlega lost, þoldi ekki að vera svona, vildi ekki vera svona! Svo ég fór yfir öll mín mál og niðurstaða varð sú að ástæða þess að ég þyngdist svona voru síendurtekin magasár sem voru orðin fastur partur í tilveru minni. Ástæða magasáranna lágu í ytri álagsþáttum í mínu lífi sem ég gat ekki stjórnað. Á þessu varð ég að taka og vann með sjálfa mig og mín viðbrögð. Til að "laga" magann sætti ég mig við að taka magameðul tímabundið á meðan ég varað komast út úr þessum vítahring. Þegar ég var komin af stað með þessa vinnu mína var ég svo lánsöm að kynnast Herbalife. Ég gerði mér ekki grein fyrir því happi þá, en fór að nota sumt af vörunum frá Herbalife. Það kom mér ánægjulega á óvart hve mikið þessar vörur hjálpuðu mér og ég ákvað að fara alla leið og nota vörurnar sem næringar- og bætiefni fyrir mig. Það var í lok janúar 2003. Síðan þá hef ég notað næringardrykkinn sem grunn í minni næringu og tekið bætiefnin sem uppbót á það sem líkaminn þarf til að vinna sem best úr því sem hann hefur. Árangurinn kom fljótlega í ljós, mér fór að líða betur, léttist markvisst og þolið jókst samhliða aukinni hreyfigetu. Lífið varð mikið skemmtilegra. Ekki að ég hafi lifað neinu leiðinda lífi, þvert á móti. Breytingin var fólgin í minni líkamlegu líðan sem sannarlega gerði mig ánægðari sem einstakling.
Til að skilja þetta þarf eftirvill bara að upplifa þetta?
Að breyta lífstíl sínum varanlega eins og ég valdi að gera, hefur verið mitt happ. Það er ekki auðvelt og það er vinna. Vinna sem skilar árangri. Vinna sem skilar mér miklu. Í dag er Herbalife svo stór þáttur í lífi mínu og minnar fjölskyldu að við gætum ekki hugsað okkur dag án þessarar frábæru næringar, því sama hve vel þú vandar til næringarsamsetningar þinnar, getur þú bara engan veginn tryggt þér allt það sem líkami þinn þarf á að halda svo vel sé. Þess vegna er Herbalife nútímaleg lausn sem einfaldar það að lifa og nærast á hollan hátt.
Það sem er enn betra fyrir mig í þessu öllu, er sú staðreynd að ég á nú auðveldara með að sneiða hjá matvörum með aukaefnum sem ég þoli ekki. Ég þekki orðið líkama minn svo vel. Ég þekki muninn á því að líða vel í líkamanum og því að vera undirlögð af bjúg og verkjum í vöðvum og liðum.
Hefði ég ekki tekið ábyrgðina á sjálfri mér og minni heilsu á sínum tíma, veit ég að ég væri ekki að fara hjóla 112 km 2 júní nk.
Hvað gerir þú fyrir þig?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Ljóð, Menning og listir, Vísindi og fræði | Miðvikudagur, 23. maí 2007 (breytt kl. 06:47) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Svo satt mín kæra. Maður verður að gera hlutina sjálfur fyrir sig og vilja það, aðrir redda manni ekki nema að vissu marki. Takk fyrir botninn, kallinum mínum fannst hann bestur, hann er Valsari.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 13:54
þú ert frábær, og dásamlegt að þú deilir þessari lífsreynslu með okkur.
ég dáist af fólki sem stendur á sínu, og heldur það út. ætla að reyna sjálf að taka mig á með að vera í tnegslum við líkamann. stundum eru bara ákveðnar umræður í loftinu. því mín færsla í dag er líka um líkamann.
Ljós til þín frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 15:26
Ég er Herbalife aðdáandi og veit sjálf hversu miklar gæðavörur það eru. Losaði mig við liðagigt og ÞYNGDI mig um 9 kíló sem voru mjög kærkomin á minn granna líkama. Núna er ég bústin og sæt... Við ddrekkum mikið vatn og borðum vel af grænmeti og ávöxtum...göngum á hverum degi og núna erum við einmitt að athuga með hjól fyrir sumarið þar sem okkur langar að hjóla og svo að synda þar sem ég hreinlega ELSKA vatn.
Það að snúa við af braut sem er manni ekki góð og fara að velja vel fyrir sjálfan sig segir bara eitt...Þú ert farin að elska sjálfa þig mun meira í raunveruleikanum...mikið ofsalega var eitthvað gott að lesa þetta. Ég nefninlega trúi því að ef þú gerir gott fyirir þig og líður vel og ert hamingjusöm ertu í leiðinni á einhvern hátt að gera það fyrir mig og okkur öll líka. Heilsa er mjög persónuleg..og það verður hver að finna hvað virkar fyrir sig. Það að finna farveginn er ekki alltaf eiinfalt eða auðvelt..og ég dáist að þeim sem gefast ekki upp og halda áfram að reyna þar til þeim tekst. Mottóið mitt er líka..þeir sem halda áfram að reyna þeim á endanum tekst..þesss vegna veit ég að einn góðan veðurdag..eða danskan rigningardag verð ég auðkýfingur í efni og anda...
Knús ti þín duglega kona.!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 17:06
Kæru bloggvinir, takk kærlega fyrir ykkar yndislegu innlegg Var að koma úr erfiðasta hjólatúr í lífi mínu! Ég hóstaði og var svo móð allan tímann ( 40 km ) að núna hvín og syngur í mér. Veit bara ekki hvað er í gangi... en mikið var hressandi að lesa það sem þið skrifuðuð til mín held ég sé bara farin að anda eðlilega og tilbúin að hjóla aftur á laugardaginn
Ásdís mín, minn maður var líka sáttur við botninn minn þó honum fyndist nú Fram ofaukið, en hvað gerir maður ekki fyrir hrynjandann?
Steina mín, þegar ég las færsluna þína gat ég ekki annað en brosað Þú munt standa þig í þessu og ég skil vel þetta með íslenska nammið....
Guðmundur minn, það er líka holt að njóta lífsins í kvöldkyrrðinni, ekki gleyma því
Katrín mín komist þið í sund þarna í útlandinu? Mér finnst hvergi hægt að synda hér í DK nema í sjónum þegar hann er orðin nægilega heitur, fæ ekki að vetrarbaða fyrir mínum manni sem telur að mér verði of kalt
Varðandi það að taka lífsstíl sinn í gegn, þá er það mikilvægast að finna sinn hrynjanda, sinn stíl, það sem maður getur lifað með. Hvort fólk notar Herbalife, er grænmetisætur eða hvað veit ég, finnst mér ekki aðalmálið heldur að fólk finni það sem gerir því gott og það getur lifað með. Það er mikilvægast.
Þegar okkur líður vel höfum við jákvæð áhrif í kringum okkur, smitum út frá okkur eins og gárur í vatni.
Elsku bloggvinir, takk fyrir kvittið, þurfti svona góða lesningu eftir puðið mitt
Guðrún Þorleifs, 23.5.2007 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.