Þetta voru frásögur af atviki sem ég sá á föstudagskvöldið. Færðar í búning af mínu hugmyndarflugi. Pen útfærsla á því að við sjáum eitthvað og ályktum út frá því, án þess að vita meira í raun. Það sama á við þegar við lesum fréttir og frásagnir. Það er ekki allt satt eða rétt sem sett er á prent. Okkur hættir samt til að trúa því. Við vitnum í það. Jebb...
Það er vandlifað í þessum heim og dómharka fólks með ólíkindum grimm. Ég skrifa þetta vegna þess að mér blöskrar þegar fólk sem sem í skrifum hér á blogginu er til í að drepa aðra manneskju vegna þess að það hefur lesið um eitthvað sem viðkomandi hefur/á að hafa gert. Fólk kynnir sér ekki málin til hlítar, en fellir dóm sem í mínum huga er einnig áfellisdómur á það sjálft.
Guð gefi mér og ykkur, góðann dag og mikið af umburðarlyndi.
ps.
Staðreyndin í færslunum tveimur hér á undan eru eftirfarandi:
1. Ég var að bíða á rauðu ljósi á móts við Dómshúsið ( það vakti hugmyndina)
2. Ég sá eldri hjón ganga þar með hund sem vildi þefa af öllu og fékk það.
Frásögurnar voru út frá því sem ég sá/ hélt að ég sæi.
Flokkur: Bloggar | Þriðjudagur, 15. maí 2007 (breytt kl. 06:15) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
ég ekki lesið neitt hroðalegt, en hef þó oft fengið ó magann þegar ég sé að fólk ælir hvert yfir annað, og hugsa þvílík reiði.
Ljós og kærleikur til þín frá mér.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 16:03
Æ, Steina, ég datt inn á kommet sem gengu fram af mér í fréttatengdubloggi. Er ekki með svona bloggvini. Sorglegt þegar komment eru svo ljót að fólk sem tengist málum þarf á áfallahjálp að halda eftir að hafa lesið slíkt. Sorglegt fyrir alla.
Takk fyrir hlýjar kveðjur og allt gott til þín góða kona.
Guðrún Þorleifs, 15.5.2007 kl. 17:50
Úff ég held að ég eigi ekki svona bloggvini, hef allavega ekki séð svona ljótt.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 21:32
takk sömuleiðis ! ég skil hvað þú meinar,fór fyrir tilviljun inn á bloggsíðu hjá einni ungri konu, hún skrifaði bara eina færslu, sem hún fekk þvílíkt svar fyrir að ég var bara miður mín á eftir, kölluð öllum illum nöfnum. ég gat því miður ekki kommentað því að það allt lokað, enda hún örugglega hætt að blogga eftir þessa útreið.
en reiðin er allsstaðar þar sem ljósið er, það þarf bara að setja meira og meira ljós inn.
hafðu fallegan dag.
ljós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 06:22
Orð eru vandmeð farin hvort sem þau eru töluð eða rituð.
Nú er bara finna eitthvað skemmtilegt að skrifa um hér á blogginu. Þarf að breyta viðhorfi mínu til rigningar og roks
Guðrún Þorleifs, 16.5.2007 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.