Þá er fyrstu æfingavikunni lokið og best að fara yfir gang mála.
Svona leit þetta út:
9/4 23 km á léttu tempó
11/4 13 km létt með hjólahópnum mínum
11/4 39 km puð upp brekkur og hraði með Hjólaklúbbnum C hóp
13/4 34 km millihraði í byrjun, hratt í lokin. Æfði mig í að hanga í næsta hjóli fyrir framan.
14/4 17 km hratt tempó, æft að hanga aftan í næsta hjóli.
Samtals km í vikunni: 126 km
Þessi vika gekk ágætlega allt þar til ég lenti á kantsteini og endaði hjólatúr dagsins í hrúgu á gangstétt niður við strönd.
Nú fer hjólið í viðgerð og hnéin með pástur. Nýju fínu hjólabuxurnar verða sendar til álfkonunnar góðu sem mun sauma saman bæði götin á hnjánum.
Þetta var upplifun! Ég sem hafði verið að pæla í að hjóla á hlýrabol í góða veðrinu var þakklát skynsemi minni sem varð yfirsterkari og því var ég í langermapeysu Hafði eitthvað með það að gera að vinkona mín hafði nýlega tekið á móti tveimur hjólaslysum og haft á orði að það hefði verið ótrúlet hvað fólkið var krjálað þrátt fyrir góðan fatnað.
Þarf að spá betur í þetta. Ég var svo upptekinn við hanga í dekkinu hjá mínum manni að ég var of sein að uppgötva að innkeyrslan á hjólastíginn frá götunni sem við vorum á, var frekar mjó og ég lenti því á fullri ferð á kantsteininum við hliðina. Bæng!
Nú er ég reynslunni ríkari.
Á morgunn hefst svo ný æfingavika og ég tek bara hjólið hjá mínum manni og held áfram með planið
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 15. apríl 2007 (breytt kl. 08:26) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Endurtek !! farðu varlega, íþróttaslys eru ótrúlega algeng, ég t.d. lamdi stórutá í þegar ég var að labba um íbúðina í gær ekki mikil líkamsrækt á þessu heimili, kallinn enn á hækum og ég hölt.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 15:41
ljós frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 16:33
Ásdís, þú veist nú líklega að það er stórhættulegt að vera heima. Flest slys gerast í heimahúsum Vonandi er maðurinn þinn á góðum batavegi og ég efast ekki um að þínni helti fylgi sársauki, erum með svona mjaðmavesen hér á heimilinu, eftir alvarlegt slys. Ég fer varlega, gleymdi mér og tók svo vitlausa ákvörun Gerist...
Takk Steina min
Guðrún Þorleifs, 15.4.2007 kl. 17:31
Iss þú átt eftir að hjóla blindandi í mark..láttu bara undirvitundina um málið. Þannig kemst ég oft á milli staða keyrandi..algerlega úti á túni og man ekki baun hvernig ég komst akandi milli staða því ég var einhversstaðar allt annarsstaðar. Undirvitundin mín er miklu betri bílstjóri en ég
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.