
Hér ríkir mikill léttir. Já við erum öll léttari. Ekki af því að við höfum verið í megrun, nei nei sussum svei, ekkert þannig. Þarf ekki, við erum svo fín. Okkur er létt því loksins tókst bandaríska sendiráðinu í Köben að útbúa visaáritun fyrir Bryndísi, áður en startdagurinn rann út! Alveg ótrúlegt ferli, humm... eða kannski ekki ????
Nú er það ljóst að Bryndís kemst af stað í sina ævintýrareisu á föstudagsmorguninn. Hún þarf sem betur fer ekki að ferðast ein þrátt fyrir seinkun. Hann Daníel, sem við þekkjum ekki, fer líka á vegum STS til Chicaco ( hvernig er þetta skrifað? ) Þau verða samferða alla leið í terminal 1 CHC þar sem leiðir skilja, því hann er greinilega ekki að fara til Browning

Til að jafna okkur á brottför Bryndísar, ætlum við að eyða helginni í Köben hjá Balda og Birnu. Þau verða reyndar að vinna alla helgina en ... sóóóó????? Miðjubarnið hún Ingunn, verður bara að vera ein heima, passa hundinn og húsið og mæta í vinnu. Þannig er það þegar maður er miðjubarn. Kannski breytist það smá þegar hún verður eina barnið á heimilinu??? Þ.e.s. ef við verðum heima til að sinna henni???
Jú, jú ,við eigum efti að hafa það kósy, horfa á grínmyndir, borða popp og veltast um í notalegheitum í herberginu hennar Bryndísar, sem við ætlum að breyta í sjónvarpsherbergi á meðan hún er í US og A. Það eru auðveld heimatök við því nú eru í herberginu 3 sjónvörp



Já, mamma og þið hin, ég varaði ykkur við. Þetta er ruglblogg og þannig má það líka vera með gríni og alvöru blandað saman eftir uppskrift sem ekki verður látin af hendi svo glatt.
Getið nú. Hvað er grín og hvað er alvara.....
Farin. . .
að velta fyrir mér hversvegna hér er enginn gestagangur miðað við á hinni síðunni og þó er sama bullið oft birt á báðum stöðum


Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 3. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leit á stjörnuspánna mína hér á mbl.is og ákvað að hún væri skrifuð til mín
Ljón: Horfðu fram hjá smáatriðunum og sjáðu það sem skiptir máli. Þú hefur meiri stjórn yfir aðstæðum en þú gerir þér grein fyrir. Æfðu þig seinna í dag.
Tek þetta þannig að nú sé ég að ná stjórn á einhverju af því sem er að gerast í sendiráði USA í Köben, má ekki minna vera en baks mitt fari að skila árangri.
Mikið líður mér betur að hafa áttað mig á þessu. Um leið og prinsessan er send af stað til Tortryggnislandsins(vonandi á föstudaginn) þá ætla ég að eyða helginni með mínum ekta manni í Köben, kíkja á einkasoninn og tengdadótturina Ó já ekki væri leiðinlegra að finna eina frænku og kíkja á merka atburði
Er vís með að hoppa af á heimleiðinni til að taka eina flugferð suður á bóginn og sjá hvort ég finn ekki fósturbarnið. Gæti verið að það sé að ganga upp líka
Heyrði í snúllunni í vikunni í gegnum gemsa sem ekki var hennar eða mömmu hennar, bara e.h. númer í Tyrkjalandinu. Hún bíður alllavega spennt eftir að ég komi
Nú er best að snúa sér að náminu og bíða eftir tilkynningu frá sendiráðinu um að afskipti mín hafi komið Visamálinu á rétt ról
Pollróleg en kát, þökk sé stjörnuspánni sem ég vel að trúa í dag.
Munið við veljum okkur viðhorf
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 3. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eru reglurnar þegar gefið er út visa á USA? Þurfa að líða 2 sólahringar frá því visað er gefið út þar til má fara?
Er bara alveg búin að fá nóg af því að koma svona umsókn í gegn. Vildi að prinsessan hefði valið sér annað land en tortryggna USAlandið Furðulegar reglur um dagsetningu upphafsdags dvalar og þær hafa valdið því að ekkert er að ganga upp. Finnst þetta eitt allsherjar bull!!!Gæti notað tíma minn í skemmtilegri hluti en að bíða klukkutíma í símanum eftir að fá samband við starfsmann í sendiráðinu, skrifa meil og ítreka með símtölumm, að ekki sé minnst á allt ferðalagið til Köben svo hægt sé að vera á staðnum til að sækja um þetta "merkilega" plagg
Er samt í smá æfingu, því ég er búin að hringja svo oft í Iceland Express og bíða þar í símanum til að fá svör sem ekki skila neinu enda er ég alveg búin að missa álítið á þessu fyrirtæki!!! En ég gef mig ekki og ætla að halda áfram uns ég fæ skrifleg svör frá þeim. Er nefnilega búin að senda þeim meil 4x vegna flugseinkanna í ágúst og svo virðist sem þeim þyki ekki ástæða til að svara!
Pollróleg
Ferðalög | Þriðjudagur, 2. september 2008 (breytt kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
. . . vil bara segja ykkur ágætu lesendur að ég er alveg með skótískuna í Köben á hreinu!
Þegar ég hristist til Köben í rigningunni um daginn þá var ekki ég samt ekki svo illa farin þegar ég kom í borgina að ég næði ekki að skjóta sjónum á það helsta sem er í gangi í tískuheimi Köben Það sem stendur upp úr í þeirri skoðun sveitakonunnar eru stígvél. Helst há, reimuð að framan eða með spennu á hliðinni. Ef þau eru þannig þá kosta þau 599,- og því töff. Ef þau eru lág einlit með glimmer og kosta 200,- þá eru þau ekki eins inn. Mér sem heimsótti virðulegan höfuðstaðinn berfætt í táskóm þótti þetta afar skemmtileg uppgötvun og sé alveg fyrir mer að ég fjárfesti í einum svörtum uppháum með spennu á hliðinni á 599,- stígvélum á þriðjudaginn .... þegar ég er búin að senda prinsessuna í aðra heimsálfu. Henni fannst þetta bara ekki flott, en þar sem mér finnst þetta ferlega fyndið og sé mig í anda í íslensk hannaðri ullarsveiflupeysu af flottustu gerð með flotta íslensk hannaða ullarhúfu af töffaðri gerðinni, bruna um á Bensanum í þessum líka stígvélumá milli húsa í suðursólarsveitaborginni SDB
Kannski ég ætti þá að fá mér hest og vera umhverfisvæn. Allavega væri ég komin með stígvél næstum við hæfi.
Ó jeeeeeeee
Næstu fréttir af ljónynjunni verða líklega þær að hún hafi keypt sér tvenn pör af stígvélum or not ......................................
Lífstíll | Föstudagur, 29. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Í nótt dreymdi mig draum.
Í morgunn þegar ég vaknaði, mundi ég enn drauminn.
Þegar ég var búin að skutla B.T. í vinnuna var ég enn að hugsa um drauminn.
Þar sem það er engin skóli í dag er ég að hugsa um að segja ykkur frá þessum draumi.
Nú skaltu ekki halda að þetta sé merkilegasti draumur ársins eða dagsins, alls ekki ! ! !
Láttu þér ekki detta í hug að hann hafi einhverja merkingu og það sé þess vegna sem ég skrifa hann.
Láttu þér ekki detta í hug að ég skrifi hann hér svo þú getir ráðið hann fyrir mig.
Nú skal ég segja þér hvers vegna ég skrifa hann. Ég man hann og finnst hann smá fyndin. Geri samt ekki ráð fyrir, nér ætlast til að þér finnist það. Ég hef sérstakan, einstakan smekk á húmor og hlæ því stundum ein
Nú er ég næstum búin að gleyma draumnum og verð því að skálda.
Í nótt dreymdi mig að ég var stödd úti í sveit hér í Dk með mínu fólki, Við vorum á stað sem mér fannst Hulla frænka eiga. Hún var ekki þarna en væntanleg. Þarna var hægt að kaupa grænmeti og við ákvæðum að versla smá því grænmetið var girnilegt. Meðal annars var búið að rífa niður gulrætur með grófu rifjárni og hægt að kaupa þær eftir vigt. Ég ákvað að fá mér gróf rifnar gulrætur og svartar ólívur. Þegar kom að því að borga þetta hjá stúlku sem var að vinna þarna þá var húnafar ókurteis við mig og ég leit á hana steinhissa, átti ekki von á þessu. Þá sagði afgreiðsludaman: ef þú ert eitthvað óánægð þá getur þú bara hætt við að kaupa þetta. Ég leit á hana og sagði að það hvarflaði ekki að mér að hætta við þessi en kaup en aftur á móti hefði ég áhuga á að ræðu þau við hana Hullu frænku mína. Þetta var greinilega rosa hótun því afgreiðslustúlkan fölnaði og draumurinn var búin eða allavega man ég ekki meira. . .
Já Hulla mín, mig bara dreymir þig á næturnar, svo ég held að við ættum að fara að hittast og fá okkur gulrótarsalat með ólífum
Lífstíll | Föstudagur, 29. ágúst 2008 (breytt kl. 06:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson