Vorfílingur í DK

109-0913_IMG

Það fer ekki hjá því að vorið setji sinn svip á viðhorfin og panleggingarnar Grin    Vorið er frábær tími, allt að lifna úr vetrardvala. Í gær sá ég fyrstu laufin vera að springa út. Alveg frábært Smile Krókusarnir hafa fyrir nokkru sett litríkann svip sinn á umhverfið og fuglarnir eru glaðir með veðráttuna, það heyrist á gleðisöng þeirra Whistling Brátt eru páskaliljurnar líka útsprungnar. Hér stendur fyrir dyrum að slá garðinn áður en í óefni fer... Tounge

Þetta þýðir m.a. að það styttist í siglingatímabilið hér. Úff, hvað ég hlakka til þegar við getum skellt okkur um borð í Perluna, lagt frá landi og haldið út á hafið í frelsið og kyrrðina sem fylgir því að sigla á seglskútu. Love it InLove

 


Frábært!

Í dag náði ég í meðmælin mín. Búin að draga þetta von úr viti því ég er ekki að fara að nota þau.

... Held ég Whistling

Þetta voru alveg rosa meðmæli og í kvöld þegar ég ætlaði að fara að sýna uppáhalds nágrönnum mínum herlegheitin á pappír, fann ég ekki umslagið Blush Alveg dæmigert fyrir mig síðustu þrjú árin...

Nú, en uppáhalds nágrannakona mín hefur mikla trú á sínum manni og hún sagði við hann: "Af hverju labbar þú ekki um húsið og finnur umslagið?" Hann gerði það og viti menn!!! Hann kom með umslagið sem ég hafði lagt á fáranlegan stað, af minni (nú) alkunnu snilld!!!

Þarf ég að taka framm að maðurinn er íslendingur??? 


Boðlegt?

 Á deildinni sem hann pabbi minn er á, var maður sem var giftur en barnlaus. Þegar kom að því að konan hans þurfti líka á dvalarheimilisvist að halda, fékk hún ekki pláss þar sem hann var. Nei, hún fékk pláss í vesturbænum, hann var austast í austurbænum. Þau áttu engin börn til að berjast fyrir þeim. Konan var hressari en maðurinn, ef hún vildi heimsækja manninn sinn þurfti hún að hafa starfsmann með sér frá sínu hæli. Nú, er maðurinn dáinn, málið dautt???

Hrædd um að svona sé ekki einsdæmi... 


Getum við lært af dönum?

Fyrir um þremur árum fór hópur dana úr heilbrigðiskerfinu hér á Suður-Jótlandi til Íslands. Tilgangur ferðar þeirra var að kynna sér hvernig sjúkrahúsin á höfuðborgasvæðinu voru sameinuð og rekinn. Þagar danirnir komu til baka voru þeir fullir hrifningar og fannst þeir hafa lært mikið á þessari ferð. Ég veit ekkert um það, finnst sjúkrahús mál hér ekki spennandi.

Mér hefur dottið í hug undanfarna daga að hugsanlega gætu íslendingar lært af dönum í sambandi við aðbúnað eldri borgara. Þar eru danir svo langtum framar en íslendingar. Hér í DK er fólki ekki hrúgað inn á herbergi með með sér bráðókunnu fólki. Reynt er að gera fólki kleyft að vera sem lengst heima í eigin húsnæði og er öflugt net, heimilishjálpar, matarsendinga og hjúkrunar í gangi um hvern einstakling. Þegar fólk síðan þarf að dvalarheimilisvist að halda, fær það sérherbergi með smá aðstöðu. Hve langt ætli það sé í að við höfum þannig aðbúnað fyrir alla okkar eldri borgara sem þurfa á þessari þjónustu að halda??? 

Ég tek undir orð Hrefnu, aldraðrar vinkonu minnar þegar hún segir að hún sé á hæli, margir móðgast og reyna að leiðrétta mann. Segja ábúðarfullir: þetta er dvalarheimili Shocking En mér finnst þetta hælisvist fyrir marga og alger martröð að þurfa að heimsækja aðstandendur í þetta ástand!

Hvað er til ráða???

Sideways


Sunnudagur í DK

Vorið er komið hér í DK, bæði samkvæmt dagatali og veðri. Þetta þýðir m.a. að nú fer "raiserhjóla" tímabilið í gang. Trú þessu erum við búin að taka töfraprikin okkar út og byrjuð að hjóla. Reyndar svindluðum við og þjófstörtuðum tímabilinu milli jóla og nýárs, með því að taka 70 km hjólatúr á grennsuna ( þýsku landamærin). Við erum nú ekki íslendingar fyrir ekki neitt og eigum því erfitt með að aðlaga okkur að svona tímabilum Wink En hjólafjörið er hafið hér hjá okkur! Við uppgötvuðum samt ekki þetta sport fyrr en eftir rúmlega sjö ára búsetu hér Whistling

Einni hefð höfum við reynt að fylgja hér í DK en það er stóra DGI helgin aðra helgina í mars. Þetta er alveg stórmerkileg helgi. Þannig er að danir hafa alveg rosalega sterka hefð fyrir leikfimi. Dætur okkar skelltu sér í leikfimi hér strax þegar við fluttum. Sú eldri er enn að. Þetta hefur þýtt að við höfum farið og horft á miklar leikfimisýningar hér þessa umræddu helgi árlega. Þetta er oft mjög flott og gaman að sjá hvað æska landsins er að gera. Í ár vorum við svo upptekin af nýja hjólaáhugamálinu okkar að við mættum ekki fyrr en seinni partinn í gær sunnudag til að horfa. Ætluðum bara að horfa dótturina og hennar hóp. Vegna seinkunnar voru að fara á gólfið, þegar við komum, hópur manna og kvenna. Já, það var voða gaman að sjá þau en algerlega óskiljanlegt fyrir mig að fatta að einhverjir karlar á aldrinum 30 til 75 ára séu tilbúnir að sýna eitt skref til hægri og eitt skerf til vinstri, arma upp arma niður o.s.fr. Gott hjá þeim, en ég er nú feginn að minn maður vill frekar hjóla Grin Þegar kom að hóp dótturinnar var stoltið alveg að fara með mann! Krakkinn bara að standa sig svona flott. Já, hún er nú ekki íslendingur fyrir ekki neitt Wizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband