Ég vildi bara láta ykkur vita að ég ætla að skreppa í bæinn.
Ég ætla að líta á heiminn.
Eftir blogglestur morgunnsins
geri ég fastlega ráð fyrir að sjá fullt af appelsínugulu allstaðar
Reikna með að að hitta og sjá mikið af jákvætt þenkjandi og glöðu fólki
sem ætlar að vera með í að gera þennan heim betri
Að sjálfsögðu fer ég á ástkæru hjólinu mínu
Síjú!
Bloggar | Miðvikudagur, 28. mars 2007 (breytt kl. 07:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú er hjólasísonið að byrja hér í DK. Þá er ég ekki að tala um venjulegar hjólreiðar. Nei, nei, nei!
Ég er að tala um raiserhjólatímabilið. Hér hjóla menn ekki á raiserum á veturnar, af og frá! Þá er montainbiketímabilið. Þetta er ég allt að læra...
Ég er sem sagt dottin inn í heljarinnar hjólaæfintýri hér í DK og sér ekki fyrir endan á fjörinu.
Þetta byrjaði allt sakleysislega eins og oft vill verða með breytingar í lífi manns Ég hafði um þriggja árabil baksað við að hlaupa. Mest hljóp ég úti í skógi. Villtist í byrjun oft en það gaf þá bara lengra hlaup. Svo kom að því að mér fannst framförin enginn og það var þá sem ég fór í spinning. Alger snilld!
Allann síðasta vetur spann ég og spann. Þetta var bara eitthvað fyrir mig og í lok spinningsísonsins í byrjun maí tók ég mitt eigið þriggja tíma einkaspinningmaraþon ( þekkti engan sem var nógu sprækur til að hjóla með mér ) Þegar sumarið var komið, nennti ég ekki að vera inni í sal og púla og fór því að hjóla smá á götuhjólinu en ekkert að ráði, var ekki mikið að fíla hjólið mitt.
Svo gerðust breytingarnar! Bæng!!! Við hjóninn féllum kylliflöt 4 ágúst síðastliðinn fyrir raiserhjólum Minn maður keypti nýlegt hjól og svo fórum við að hjóla. Til skiptis á raisernum og götuhjólinu hans. Geggjað fjör og við búin að búa hér í rúm 7 ár og fyrst að fatta þetta
Maður verður eiginlega að vera smá töffari þegar maður þeysist á þess háttar hjóli um hjólastíga landsins ;)
En áður en ég vissi af var ég orðin hamingjusamur eigandi míns eigins töfrapriks!
Já, það er varla hægt að kalla þetta tæki hjól. Alla vega er þá hjól og hjól bara ekki að sama! Ég fékk þetta líka glæsilega hjól, sérsmíðað fyrir mig af þýskum hjólaálfum. Því líkur draumur að hjóla á þessu hjóli! Ég kemst svo hratt á því að það kæmi mér ekki á óvart að löggan stoppaði mig einn daginn
Já, ég er byrjuð að hjóla og nú er málið að komast sem oftast út að hjóla
Svo ef þú kemur í heimsókn og ég er ekki heima þá er ég út að sigla eða hjóla
Bloggar | Þriðjudagur, 27. mars 2007 (breytt kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag er ég í miklum siglingaham.
Hlakka rosalega til þess að sjósetja Perluna og láta hana bera mig út á hafið.
Sigla frá landi,
rugga á hægum öldunum,
með vind í seglum,
njóta kyrrðarinnar,
hlusta á þögninina,
njóta þess að vera í núinu,
sjá fegurðina,
synda í sjónum,
staldra við og
fyllast lotningu yfir meistaraverkinu
Bloggar | Mánudagur, 26. mars 2007 (breytt kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér á moggablogginu er fjör. Mikið og fjölbreytt efni lítur dagsins ljós og skoðanir eru margar. Iðandi blogglíf Eitt finnst mér vera að gerast hér sem er nýtt, allavega fyrir mér, held samt að þetta sé "sögulegt"... Bloggvinakerfið hér er að valda því að moggabloggarar eru að safna sér saman um ýmis mál. Sameinast um að hafa áhrif, dæmi: þrýstingur moggabloggara á Landlæknisembættið og Lyfjaeftirlit að taka lyfið Flunitrazepam af lyfjaskrá. Nýjasta í þessu er að þrýsta á svör stjórnmálamanna um ákveðinn málaflokk. Þá þykir mér gaman að lesa hve hvetjandi og jákvæðir moggabloggarar eru við bloggvini sína, reyna í gegnum bloggið að hvetja, hrósa, hugga og uppörva.
Sagði einhver að bloggið væri bæra afþreyjingariðja án tilgangs???
Bloggar | Miðvikudagur, 21. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig hefur ótti þinn við skoðanir annara hindrað þig í lífi þínu?
Hvað gætir þú gert ef þú óttaðist ekki skoðanir annara?
Góðar spurningar og krefjandi.
Getur maður gengið út frá því að ef maður vildi gera gagn í þessum heimi að helmingur fólks í kringum mann mundi meta það að verðleikum og hinn helmingurinn mundi líta niður á það sem þú gerir og dæma þig? Hvað svo sem tölfræðihlutfallinu líður þá er það staðreynd að þetta eru þeirra skoðanir og enginn þeirra getur í raun kallast sannleikur.
Þegar við leyfum öðru fólki að sjá hvað við getum þá myndar það sér skoðun á okkur. Undir það þurfum við að vera búin. ( t.d. við sem bloggum )
Fólk í kringum okkur er sjaldan svo eftirtektarsamt um aðra að það átti sig á öllu sem er að gerast hjá hverjum og einum. Það verður til þess að skoðanir viðkomandi eru byggðar á ófullkomnum grunni. Sumir munu vera jákvætt innstilltir og gera þig að meiru en þú ert, á meðan aðrir eru neikvæðir og gera minna úr þér en efni standa til. Það liggur sterkt í eðli manna að dæma aðra. Það virðist ekki liggja eins sterkt í eðli okkar að láta aðra vita af því sem vel er gert.
Hvað sem þessu líður þá finnst mér vert að hafa í huga að sá sem dæmir hart segir meira um sjálfan sig en þann sem hann dæmir. Hinir sem eru jákvæðir, eru líklegri til að þora að fara eftir sannfæringu sinni og trú.
Svo mín niðurstaða er sú að skoðanir annara á maður ekki að taka persónulega, en get ég látið það vera??? Getur þú það???
Bloggar | Mánudagur, 19. mars 2007 (breytt 20.3.2007 kl. 08:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson