Sjóræninginn minn

Í dag er stór og mikill dagur hjá litlu prinsessunni minni. Í dag breyttist hún í sjóræningjaprinsessu! Hún vaknaði klukkan 5.30 til að gera sig klára Wink Svona umskipti taka tíma!

Tilefni þessara umskipta hennar er að í dag er hennar allrasíðsti skóladagur og nú eru engar bækur á borðum!  Í dag er dagur leiks og gleði. Allir krakkarnir klæða sig út, skreyta hjólin sín með borðum, blómum og flautum.

Hjólið skreytt

Við unnum við það í gærkvöldi mæðgurnar að skreyta hjólið. Það var alveg rosalega skemmtilegt og ég missti mig alveg í krumpupappírsrósagerðinni Joyful

Sjóræningjaflaggið fékk að fara með og á sætinu var hauskúpuhlíf.  Pabbinn kom líka með klemmu og smellti plastspjaldi á stellið.

Á stýrinu var flauta. Í körfuna var svo sett hávaðaflauta, svona þrýstikútsdæmi...

 

 

 IMG_2179

Hér er fákurinn fíni tilbúin í ævintýri með sjóræningjaprinsessunni Bandit

IMG_2181

  

Sjóræningjaprinsessann tilbúin!

Með í ferðinni var sjóræningjasekkur sem innihélt ferlegan feng,

6 kg af karamellum og 3 brúsa af rakkremi.

Karamellunum er hent yfir yngri nemendur og rakkremið notað til að að úða á yngri vini og systkyni.

Þykir skemmtilegt að vera á þeim lista Whistling

 

 

 

IMG_2178

 Síðan komu bekkjarfélagarnir Wizard

Byrjað var hjá þeim sem lengst býr í burtu og svo safnað saman á leiðinni þar til allir voru með.

Bryndís var síðust og því var þetta hávær hópur sem var hér klukkan 7 í morgunn.

Hávær og skrautlegur hópur! Whistling

 

 

 

IMG_2189

Svo hurfu þau hávær út í bjartan og hlýjan sumardaginn.

Mikið var ég fegin að ég fór yfir í Kökuhúsið og lét Hans og Grétu vita af væntanlegum látum.

En dagur ærslabelgjanna verður langur.

Núna eru þau að borða morgunnbrauð á skólanum. Morgunnverð þar sem áttundubekkingar hafa dekkað borð og þjóna þeim og þeirra kennurum til borðs. Síðan verður leiksýning. 

Að henni lokinni hefst fjörið í skólagarðinum með karamellukasti og rakkremssprauti.

Maður kemur ekki fínn í skólann þennan dag Tounge

Frá kl 11 til kl 13 er pása og að henni lokinni munu allir ærslabelgir Sönderborgar safnast saman niður við Slott, þeyta horn sín og flautur og láta bæinn taka eftir sér.

Seinnipartinn hjóla þau svo heim til bekkjakennarans síns og borða hjá henni. Að því loknu er bekkjarpartý heima hjá einni stelpunni og vonar maður bara að það fari vel fram. Sjóræningjaprinsessan mín er búin að fá skýr skilaboð um hvað hún má Wizard (Mútta svo pædagogisk) 

Allt í allt finnst mér þetta skemmtilegur siður, sem gefur góðar minningar.

Grin

 

 


Hálflasin í dagvistun - hversvegna?

Get ekki látið vera að velta því fyrir mér hvort hluti af þessu máli sé ekki sú staðreynd að foreldrar barna hafa einungis einn veikindadag á launum ef barnið veikist. Hann heitir "barnets første sygedag".  Strangt tiltekið er þetta fyrsti dagurinn sem barnið veikist og ef foreldri t.d. sækir barnið á leikskólann á venjulegum tíma og barnið er orðið lasið, þá er það fyrsti veikindadagurinn! Þar með eiga foreldrarnir engan dag til að vera heima með veiku barni sínu. Til að leysa þetta reyna foreldrar að "fela" svona veikindadag og tilkynna veikindi barnsins næsta dag. Ég skil það vel. Stundum hafa foreldranir tilkynnt sig veik þegar séð er að veikindi barnsins muni vara lengur en einn sólahring. Það er ekki góður kostur. Bakland  foreldra ungra barna er ekki alltaf sterkt eða til staðar. Allflestir eru úti á vinnumarkaðinum, þannig er þetta nútímalíf. Mín skoðun er að þjóðfélagið, reglurnar sem gilda, valdi meiru um þessa "lausn" en vilji foreldra til að dæla lyfjum í börn sín.Svo mörg voru þau orð . . .

 


mbl.is Nútímabörn fá pillur í stað umhyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að...

Þarf að fara að skipta um mynd hér í blogghausnum. Setti þessa mynd gagngert inn til að minna mig á hve gott er að hjóla í rigningu Grin Nú þegar styttist í hjólatúr ársins þá finnst mér vera komin tími á aðra mynd.

Ég er búin að hjóla minn lengsta túr fyrir Töse-Runden. Ég var smá stressuð áður en ég lagði af stað því síðasta æfingavika var mér strembin. Brekkurnar voru alveg að fara með mig og 40 km túrinn á miðvikudaginn var nánast martröð, þar sem ég var hóstandi, lafmóð og ólík sjálfri mér. Held að það hafi verið eh að angra mig í lungunum sem er á leið burtu núna. Allavega gekk þessi ferð vel og ég var að sættast aftur við smelluskóna mína. Hef ekki þorað að hjóla á þeim vegna ökklameiðsla sem ég fékk sl. haust. En eftir ferðina í dag er ég sigurvegari sem hlakkar til að fara og hjóla 112 km. Ég á mér minn draumatíma en því fer fjarri að um sé að ræða keppnismarkmið þar. Er svo laus við að vera með þennan íþróttaanda þar sem maður er alltaf að keppa við allt og alla. Minn stærsti og einasti keppinautur er ég sjálf og sú keppni er nóg fyrir mig Tounge

Framundan er róleg vika með stuttum hjólatúr, gleðinnar vegna.

Ég þarf líka að setja mér markmið fyrir líf mitt eftir 2. júní Joyful

Júní verður  samt annasamur mánuður, Báðar prinsessurnar í lokaprófum, yngri að ljúka grunnskólanum og sú eldri að taka stúdentsprófin. Því verður fagnað 29. júní með Gardenparty hér  heima Smile Einkasonurinn kemur líka í heimsókn og tökum við hann með okkur frá Köben um næstu helgi og fáum að hafa hann í viku. Svo er von á honum þegar systurnar klára. Það er hefð hér í DK að þegar stúdentinn kemur úr síðasta prófinu þá bíður fjölskyldan fyrir utan dyrnar og einn úr fjölskyldunni setur stúdentshúfuna á stúdentinn og svo er skálað í kampavíni Wizard Semsagt fjölskyldan er þátttakandi í þessu. Gaman að því Smile Þetta verður skemmtilegt!

 

 


Er tilviljun, tilviljun...

Er tilviljun, tilviljun?

Hvað er tilviljun?

Fór að velta þessu fyrir mér í gær. 

Er það tilviljun að sólin kemur upp í austri og sest í vestri?

Nei.

Hvað þýðir orðið "tilviljun" ?

Til að vilja?

Viljinn til?

Þá er það ekkert happa og glappa neitt, eða hvað?

 


Var það tilviljun þegar ég sá þessa hressu stelpu,

káta og glaða í tveggja tíma biðröð,

að gleði hennar smitaði út frá sér? 

Nei.

 

Var það tilviljun að þegar hringstiginn var alveg að síga niður undan gestafjölda,

 


þá kom þessi káta og glaða stelpa og  lyfti honum? 

 

Með öllum sínum viljastyrk og allri sinni lífsgleði,

tókst henni að koma stiganum á sinn stað.

Tilviljun?

Nei

LoL


Þess vegna:

Var að velta fyrir mér að kannski finnst sumum ég klikkuð að vera að skrifa svona um mínar hjólaæfingar. Út frá þeirri hugdettu fékk ég þá hugmynd að það væri rétt að árétta hversvegna mér finnst svona gaman að því sem ég er að gera og vel að skrifa mest um það, svona frekar en eitthvað annað.

Fyrir rúmum 5 árum var ég í hópi þeirra sem voru alltof þungir og höfðu ekki stjórnina í þeim málum. Það var ömurlegt ástand fannst mér. Ekki bara er maður ósáttur við útlit sitt, heldur eru ýmis heilsuvandamál sem fylgja. Hjá mér var það hækkaður blóðþrýstingur og síendurtekin magasár með tilheyrandi ónotum og sársauka. Þol mitt og þrek var lélegt og mér hraus hugur við að ástandið ætti bara eftir að versna! Ég taldi mig vera að borða þokkalega skynsamlega en ekkert virkaði, ástandið fór versnandi.

Ég var algerlega lost, þoldi ekki að vera svona, vildi ekki vera svona! Svo ég fór yfir öll mín mál og niðurstaða varð sú að ástæða þess að ég þyngdist svona voru síendurtekin magasár sem voru orðin fastur partur í tilveru minni. Ástæða magasáranna lágu í ytri álagsþáttum í mínu lífi sem ég gat ekki stjórnað. Á þessu varð ég að taka og vann með sjálfa mig og mín viðbrögð. Til að "laga" magann sætti ég mig við að taka magameðul tímabundið á meðan ég varað komast út úr þessum vítahring. Þegar ég var komin af stað með þessa vinnu mína var ég svo lánsöm að kynnast Herbalife. Ég gerði mér ekki grein fyrir því happi þá, en fór að nota sumt af vörunum frá Herbalife. Það kom mér ánægjulega á óvart hve mikið þessar vörur hjálpuðu mér og ég ákvað að fara alla leið og nota vörurnar sem næringar- og bætiefni fyrir mig. Það var í lok janúar 2003. Síðan þá hef ég notað næringardrykkinn sem grunn í minni næringu og tekið bætiefnin sem uppbót á það sem líkaminn þarf til að vinna sem best úr því sem hann hefur. Árangurinn kom fljótlega í ljós, mér fór að líða betur, léttist markvisst og þolið jókst samhliða aukinni hreyfigetu. Lífið varð mikið skemmtilegra. Ekki að ég hafi lifað neinu leiðinda lífi, þvert á móti. Breytingin var fólgin í minni líkamlegu líðan sem sannarlega gerði mig ánægðari sem einstakling.

Til að skilja þetta þarf eftirvill bara að upplifa þetta?

Að breyta lífstíl sínum varanlega eins og ég valdi að gera, hefur verið mitt happ. Það er ekki auðvelt og það er vinna. Vinna sem skilar árangri. Vinna sem skilar mér miklu. Í dag er Herbalife svo stór þáttur í lífi mínu og minnar fjölskyldu að við gætum ekki hugsað okkur dag án þessarar frábæru næringar, því sama hve vel þú vandar til næringarsamsetningar þinnar, getur þú bara engan veginn tryggt þér allt það sem líkami þinn þarf á að halda svo vel sé. Þess vegna er Herbalife nútímaleg lausn sem einfaldar það að lifa og nærast á hollan hátt.

Það sem er enn betra fyrir mig í þessu öllu, er sú staðreynd að ég á nú auðveldara með að sneiða hjá matvörum með aukaefnum sem ég þoli ekki. Ég þekki orðið líkama minn svo vel. Ég þekki muninn á því að líða vel í líkamanum og því að vera undirlögð af bjúg og verkjum í vöðvum og liðum.

Hefði ég ekki tekið ábyrgðina á sjálfri mér og minni heilsu á sínum tíma, veit ég að ég væri ekki að fara hjóla 112 km 2 júní nk.

Hvað gerir þú fyrir þig?


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband