Heimsókn

Fórum og heimsóttum þessa fjölskyldu í gær:

IMG_2458

Þau sögðu ekki margt að þessu sinni...

 

 

Gaman að hafa góða gesti: 

IMG_2465

Það eru fleiri en ég sem hafa gaman af að tína plómurnar  Joyful

 

Lifið heil Heart


Í dag

óska ég sjálfri mér til hamingju með daginn Wizard Ég er svo ferlega ánægð með að eiga afmæli í dag. Veðrið er frábært og ég er búin að vera á fótum síðan um sjö í morgunn. Fékk herbate og gjöf í rúmið InLove Bara æðislegt!!!

Ég er svo ánægð með þennan dag, vegna þess að ég er svo sátt með mig. Ég hef þá tilfinningu að undanfarin 5 ár hafi ég heilsufarslega farið batnandi. Mér hefur tekist að breyta lífsstíl mínum þannig að ég hef meiri orku en áður. Ég er bara rosa spræk og finnst það skemmtilegt. Ekkert magavesen, háþrýstingur, hausverkur, liðverkir eða önnur óáran hrjá mig í dag! 

Ef ég hugsa til dagsins þegar ég varð 36ára. Úff... Ég fór fram um morguninn, leit í spegil og þá hugsaði ég: "hingað og ekki lengra"!!! Það tók mig langan tíma að finna það sem hentaði mér og vinna á lélegu formi og heilsu. Nú er annað upp á teningnum. Leit í spegil í morgunn og brosti til þessarar lífsglöðu konu sem ég sá þar og þekki orðið svo vel Kissing

Kæru bloggvinir ykkur er hér með boðið í te eða kaffi í tilefni dagsins Wizard

Stærsta og dýrmætasta gjöfin sem ég fæ í dag, er heimsókn systur minnar og mágs InLove Mér finnst alveg magnað að þau skuli vera að koma í dag og ég hlakka svo til að ég get ekki beðið...

 

Knús til ykkar 


Húrra, húrra, húrrrraaaaa....

Húrra, húrra, húrra... 

 

Hann er hetja

og hann er hetja

úla úla úla 

(sungið) 0  

 

Elskulegur mágur minn,

Þorsteinn Haukur Þorgeirsson,

náði þeim einstaka áfanga föstudaginn 20. júlí sl.

að fylla 4 áratugi. Í tilefni þessa afreks,

hélt hann til veldis Dana og og fagnaði þessum merka sigri.

Við hér á Als vottum honum samhug okkar vegna þessa tímamóta í lífi hans.

Við höfum nú fyrir víst, að hann komst klakklaust í gegnum þetta,

þökk sé danska bjórnum. 

Hann lengi lifi!

Húrra,

húrra,

og

så det store 

HÚRRA!!!

 


Verðlag og fl.

Í dag þurfti ég að skreppa í búðir. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt og í raun hundleiðist mér það. Má ekkert vera að slíku veseni Wink En  nú vantaði minn mann skrúfur í danska byko og mig mold í danska eden. Í danska byko fann ég skrúfurnar og þegar ég var á leið að kassanum sá ég óvart, lítið krúttlegt grill sem lækkað var um helming. Keypti það. Gott að eiga nýtt grill þegar við erum búin að byggja pallinn Halo Ég meina það, við erum enn Íslendingar þrátt fyrir þessi 8 ár.
Svo fór ég í dönsku blómabúðina. Kaupa mold á rósina sem ég þarf að færa út af væntanlegum palli og því að verið var að setja glugga í þar sem hún stóð og því bara tæmið að flytja hana. Nú það eru stundum tilboð í DK og nú sá ég 3 hortensíur fyri 100 kall. Keypti þær. Vantaði  2 en konan á móti á afmæli á morgunn, gef henni þá þriðju Halo Svo voru 2 Lísur á tilboði. Öll blómin mín voru drukknuð og svo...       8 blóm fóru með mér heimJoyful
 

júlí 013
Já, ég bara fyllti skottið úr því ég var byrjuð. Grillið innst, skottið stórt Wink
Kostaði?
800 kr danskar Whistling
Sæi mig gera sömu innkaup á Íslandinu mínu kæra fyrir þennan pening  Sideways

Í dag...

Ætla ég að segja ykkur smávegis í máli og myndum frá því sem ég hef verið að gera og ætla að gera.
Þar sem sólin skín hér í dag, þá er ég i essinu mínu.
Elska bara sól og gott veður Heart
 
Úti í garði á ég 7ára Plómutré. 
Nú eru plómurnar óðum að verða þroskaðar.
Mér finnst svo ótrúlega frábært að eiga þetta tré.
Finnst svo magnað að að eiga tré sem gefur svona mikið.
Tréð er ekki stórt, en þvílíkt magn af plómum sem það ber!
 
 IMG_2433
Ég ætla að búa til plómuhlaup.
Er lunkin við það Joyful
 
Þegar ég hef tínt þroskaðar plómur af trénu mínu ætla ég að mála sökkulinn á húsinu mínu.
Við höfum í rúm þrjú ár verið að breyta og bæta við húsið.
Alltaf nóg af verkefnum þar.
 
Áður en ég fer að mála, kem ég við hjá rósunum mínum.
 
IMG_2436
Þær eru svo fallegar, því í ár hef ég haft tíma til að hlúa að þeim og passa þær.
Það skilar árangri sem gleður augað og hugann. 
 
Í lokin er hér mynd af mínum manni Heart
Hann er alveg ótrúlegur.
Þrátt fyrir alvarlegt slys í mars  2004 hélt hann sig við planið okkar um að breyta og stækka hér við húsið og við byrjuðum í júní sama ár.
Hann sýndi og sannaði þar, að hugurinn dregur mann hálfaleið.
Mölbrotinn og illa farinn gaf hann ekkert eftir.
Af einstakri þrautseigju beygði hann sig undir þá staðreynd að verkhraðinn var langt frá því sem áður var. Tók þessu af einbeitni og vilja sem komið hefur honum í gegnum erfiðar breytingar og gert hann að sigurvegara í þeirri baráttu.
 
IMG_2415
Það var engin tilviljun að þessi maður lifði af tæplega 6 metra fall af þaki niður á steinsteypt gólf,
þar sem hann lenti á lestarsporum sem stóðu um 2 cm upp úr gólfinu.
Hér er hann að skipta út annarri útidyrahurðinni hjá okkur.

 
Þetta var brot úr mínu lífi.
Njótið dagsins, stundarinnar, andartaksins.
Lífið er þess virði að njóta þess núna.
Því megum við aldrei gleyma. 
 
Farin út í garð
Heart
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband