Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

mikið . . .

Er hér enn.

Voða mikið fjör og mikið að gera við ýmiskonar nám. Nú er því að ljúka og þá mun ég halda heim í danska vorið. Verður spennandi eftir frábært veður hér. 

Hef ekki haft tíma til að kíkja á ykkur bloggvini mína og vona ég að það fyrirgefist Wink Bæti úr því þegar ég kemst heim í rólegheitin. Held að það verði rólegt hjá mér Whistling Styttist samt í næstu ferð Wizard

Hafið það gott Heart

Kveðja,

"þreytta"


Allt eða ?

Fyrirsögnin enn einu sinni að vefjast fyrir mér og þrátt fyrir góð ráð, hendi ég þessari inn í byrjun, vitandi það að hún kemur ekkert til með að hafa nokkurn skapaðan hlut með bloggfærsluna að gera.

.

.

.

Ég á vinkonu.

Reyndar fleirri en ein.

En þessi sem ég ætla að segja ykkur frá, eða eignlega ekki, er alveg "dettið niður dauð flott" skvísa.

(Hún hjálpaði mér að gera Afganistanburkuna sem breyttist í slæðu og ...)

Já, aftur að efninu. Hún átti afmæli fyrir 10 árum og þá var eitt STÓRT vandamál þegar bjóða átti til veislu!

Hún þekkti mig ekki nógu mikið til að bjóða mér!

Hrikalegt fyrir hana en satt.

Síðan hefur verið bætt úr þessu.

Sem sannur vinur "dettið niður dauð flottu skvísunnar" hef ég ákveðið að hún verði ekki fyrir þessum vonbrigðum aftur.

Því hef ég ákveðið að drífa mig í ammalið.

Tek 2 flug.

Fyrsta flugið frá SDB til KBH verður prinsessuflug. Ég mun sitja í flugstjórnarklefanum hjá flugstjóranum Halo

Þegar ég lendi vélinni í KBH fæ ég einkafylgd yfir í Utanlandsflug og mun ekki þurfa að sjá um töskurnar mínar! 

Á eftir að redda mér í KEF en sæt eins og ég er þá ætti ekki vera vandræði að fá einhvern til að taka fyrir mig töskurnar af bandinu Wink Reikna alveg eins með að yfirmaður öryggisþjónustunnar geri það ( er ekki svoleiðis þarna?)

Í bænum bíður mín eðalvagn og þvílík íbúð!

Panoramaútsýni!!!

Já, þetta verður alger prinsessuferð.

Því tók ég dekurdag í dag!

Var ekið í glæsivagni til Flensborgar þar sem ég dýfði mínum nettu fótum í vatn og fékk meðhöndlun við hæfi.

Verkið var kórónað með naglalakki og munstri á hverja einustu tánögl.

"Ég legg ekki meira á þig" (Stella í orlofi)

Jú, auðvitað legg ég meir á þig.

Hendurnar fengu sitt og nú hef ég þvílíkt flottar hendur og neglur, sem allar bera listaverk snillings.

Jebb....

Fékk líka þvílíka athygli á Naglstofunni að ljónynja hefði verið sátt LoL

Já, ég er að verða klár fyrir afmælið hjá "dettið niður dauð flottu skvísunni".

Föt?

Já....

Humm...

Burka?


Lausnin mín

Var að kvarta yfir því við vinkonu mína að mig vantaði föt; Nei, nei sagði hún, áttu ekki Burkuna?

Jú einmitt það er til Burka hér á heimilinu. Reyndar hefur hún ekki verið notuð nema einu sinni og þá í tengslum við skólaverkefni en Burka er þetta samt. 

Ég sá, svona þegar ég fór að hugsa málið að þetta er málið. Ég tek hana með mér í næstu ferð til Íslands og nota hana þar. Veit ekki hvernig gengur með að keyra því það er alveg heklað fyrir augun. Auðvitað get ég bara látið aka mér en ég þarf að aka rútu þarna, svo ég held að það sé best að ég æfi mig á venjulegum bílum fyrst í umferðinni. Þið vitið læri leiðirnar þannig að ég rati þær blindandi.

Eftir því sem ég hugsa betur um þetta þá sé ég að þetta er flíkin í kreppunni. Kirtillinn í kreppunni eða eitthvað þannig. Þarna gæti ég lagt nýja línu í kreppufatnaði sem gæti einfaldlega bjargað heimilunum í landinu því ekki er ríkisstjórnin að gera það.

burka1.jpg

Já munið hugmyndin er mín og ef þið sjáið fagra konu í ljósblárri Burku í borginni fögru, þá megið þið alveg vinka, því þetta er kannski bara hún ég.


Det kan . . .

Sit hér í rólegheitum í hverfinu órólega. Skrapp meira að segja niður á Nörreport að versla. Allt rólegt. Ekkert að gerast fyrir utan eðlilega hreyfingu á fólki og bílum, fram og til baka.

Gott mál.

 

Skellti mér á fyrstu æfinguna eftir uppskurðinn. (hér er ekki niðurskurður) Ákvað að taka innanhússæfingu þar sem enn er kalt í lofti þó vorið sé sannarlega á leiðinni. Valdi að taka eina góða æfingu í IKEA. Gekk fínt, fyrir utan smá verki og einbeitingarskort. Það gerir samt ekkert, get bara farið aftur í IKEA seinna og einbeitt mér betur þá Smile Kannski þegar búðin er lokuð, svo ekki verði gengið svona utan í mig og á mig. Er svo "sart" í augnablikinu og kannski líka ögn "langsom" og "ved siden af".

Það er frábært að geta leyft sér að fylgja svona skyndihugmynd og drifið sig af stað þangað sem mann langar. Síðast þegar við tókum svona snögga ákvörðun skelltum við okkur til Berlínar að sjá maraþonið þar. Frábær ferð líka.

Ég hef svo í hvíldarhléum mínum skipulagt aðrar ferðir. Það er jú nauðsynlegt fyrir ferðafuðu að ferðast og sjá heiminn nær og fær.  Ætli ég kjósi ekki bara á Íslandi, svona til að vera viss um að mitt atkvæði komist á réttan stað. Halo

Já kæru bloggvinir, lífið er ævintýri sem á að njóta. Núið er nú Wink

Ja det kan mærkes at man liver.

 


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband