Var að kvarta yfir því við vinkonu mína að mig vantaði föt; Nei, nei sagði hún, áttu ekki Burkuna?
Jú einmitt það er til Burka hér á heimilinu. Reyndar hefur hún ekki verið notuð nema einu sinni og þá í tengslum við skólaverkefni en Burka er þetta samt.
Ég sá, svona þegar ég fór að hugsa málið að þetta er málið. Ég tek hana með mér í næstu ferð til Íslands og nota hana þar. Veit ekki hvernig gengur með að keyra því það er alveg heklað fyrir augun. Auðvitað get ég bara látið aka mér en ég þarf að aka rútu þarna, svo ég held að það sé best að ég æfi mig á venjulegum bílum fyrst í umferðinni. Þið vitið læri leiðirnar þannig að ég rati þær blindandi.
Eftir því sem ég hugsa betur um þetta þá sé ég að þetta er flíkin í kreppunni. Kirtillinn í kreppunni eða eitthvað þannig. Þarna gæti ég lagt nýja línu í kreppufatnaði sem gæti einfaldlega bjargað heimilunum í landinu því ekki er ríkisstjórnin að gera það.
Já munið hugmyndin er mín og ef þið sjáið fagra konu í ljósblárri Burku í borginni fögru, þá megið þið alveg vinka, því þetta er kannski bara hún ég.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 9. mars 2009 (breytt kl. 22:30) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Snilld. Ég verð að fá svona!
Vilma Kristín , 9.3.2009 kl. 22:31
Skil það vel Vilma. Ég hef þig í huga. Setjum svona innan á vasa fyrir kisur handa þér
Guðrún Þorleifs, 9.3.2009 kl. 22:36
Burkan er fallegur höfuðklæðnaður en því miður gætirðu orðið fyrir fordómum múslímahatara kjósir þú að ganga með hana. Láttu það samt ekki á þig fá.
Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 22:57
Hilmar, það gæti orðið ný reynsla Fauk alveg í mig um daginn þegar ég var á Ísl. og mætti 2 konum með slæðu
En ég mundi reyna að halda mínu striki sjónlaus/lítil og reyna að stýra með engar ermar. Fara út að boðra og humm... já í sundlaugina en þá nota ég ódýra sundbolinn sem ég keypti í Árbæjarlauginni. Auglýsi hér með að þar er hægt að kaupa sundbol á 2500 krónur og þeir eru bláir sem er frábærlega flott við Burkuna mína. Held samt að ég verði ferlega heft og þetta búa konur við úti í hinum stóra heimi.
OMG
Guðrún Þorleifs, 10.3.2009 kl. 00:08
Múslímskar konur ganga með slæðuna að þeirra eigin vilja Guðrún. Kvennakúgun í Íslam er mikill miskilningur og hefur þeim fordómum verið dreift af hatursfullum og fáfróðum einstaklingum.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 01:19
Hilmar þarna erum við ekki sammála.
Mín skoðun, eftir að hafa nú í tæp 10 ár búið þar sem einnig búa margir múslímar, er sú að þetta sé of oft innræting og það er ekki eigin vilji.
Ég þekki þetta í návígi, því dætur mínar hafa gengið í bekk með stúlkum með múslímskan bakgrunn. Þá er móðir fósturbarnsins míns af múslímskum ættum og hennar líf hér í DK hefur að stórum hluta farið í frelsisbaráttu frá sinum múslímsku bræðrum, sem hafa viljað ráða yfir henni í krafti trúar sinnar. Þú segir að kvennakúgun í íslam sé mikill misskilningur. Því er ég ekki sammála. Menn hafa nýtt sér trúna til að kúga konur í þessum samfélögum þar sem menntun kvenna er nánast enginn. Og af því ég er nú komin í smá ham þá ætla ég að fara í viðhorf karla til kvenna. Í skólanum þar sem ég vann fyrstu 5 árin var um 40% nemenda innflytjendur og stærsti hlutinn með múslima bakgrunn. Þetta olli ýmsum vandræðum í skólastarfinu, svo ekki sé meira sagt. Drengirnir virtu ekki kvenkennara sína, feðurnir virtu heldur ekki kvenkennara, þegar leitað var til heimilanna vegna vandamála úr skólanum. Drengirnir áreyttu stúlkur sem ekki báru slæður. Stundum mjög gróft og alvarlega. Feðurnir mættu á fundi vegna þessa mála, en vörðu drengina sína í krafti þess að stúlkurnar biðu upp á þetta, með því að hylja ekki líkama sína!!! Þetta gerðu þeir í trúarsannfæringu sinni!
Ég veit að Íslamstrú er ekki sem slík, grunnleggjandi sem kvennakúgun. En meginþorri þeirra sem aðhyllast þessa trú hafa notað hana þannig. Það sé ég hér í SDB í DK. Það er mín skoðun að þegar þú flytur í nýtt land þá virðir þú það samfélag og þau samfélagsgildi sem þar ríkja. Við viljum að þetta sé gert á Íslandi. Viljum að hinir nýju íbúar aðlagist og verði hluti af flórunni, sem verður litríkari en ekki að nýju íbúarnir loki sig af og skapi eigið samfélag með eigin gildum og viðhorfum sem fara á skjön við það samfélag sem þeir lifa í. Það er það sem hefur gerst hér í DK. Það er hluti ef því stóra vandamáli sem Danir glíma við. Undirrótin liggur í múslímskum trúarviðhorfum. Þeirra fordómum ekkert síður en Dana.
Ég skil vel það viðhorf dönsku lögreglunnar að vilja ekki slæðuklæddar konur í lögreglulið sitt.
Hugmyndin mín um að skottast um borgina fögru í Burku er létt grín en ef ég gerði þetta í alvöru, myndi sannast að enginn sæi eða vissi hver ég væri, ég gæti ekki ekið, gæti ekki snætt á veitingastað o.s.f.
Væri sem sagt í fjötrum þessara "trúar" klæða
Það eru ekki fordómar, það er staðreynd.
...og nú er þetta orðið miklu lengra en ég ætlaði í upphafi og ég segi bara aftur : innræting og eigin vilji er ekki það sama
Guðrún Þorleifs, 10.3.2009 kl. 09:31
Það er rétt hjá þér að margir múslímar hafa misnotað trúna en þeir hafa jafnan verið fordæmdir af samtökum múslíma.
Danmörk er eitt dæmi um land sem hefur tekið illa við innflytjendum. Þar hefur þeim verið holað niður í ghetto og ekki gert kleyft að taka þátt í samfélaginu. Til er stjórnmálaflokkur í Danmörku sem gerir út á múslímahatur og er hann í ríkisstjórn landsins. Ég tel að samskipti dana og múslíma séu að mestu góð en flokkurinn hefur torveldað samskiptin engu að síður og ollið múslímum reiði og leiðindum.
Mikilvægt er að fólk sætti sig við að búið sé í fjölþjóðlegu samfélagi þar sem fleiri en ein menning ríkja en allir fari þó að landslögum. Ég veit ekki hvort lögreglan í Danmörku bannar konum með slæður að ganga í lögregluna en ef svo er þá er um að ræða mismunun sem stangast á við lög.
Það er alveg ljóst Guðrún mín að þú ert enginn rasisti en margar kenningar þínar eru engu að síður beint úr bókum öfgamanna. Okkur ber að varast slíkar kenningar og stuðla frekar að fjölbreyttara og skemmtilegra samfélagi þar sem allir fá að taka þátt burtséð frá litarhætti eða trú.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:59
Hey - þarna komstu meðða Ég var einmitt að bölsótast út í fataskápinn minn sem flóir útúr af engum fötum a.m.k. engum sem ég passa í Nú bara hönnum við vestræna burku og markaðssetjum sem kreppuklæðnað. Þá þarf heldur ekkert að horfa í það hvort maður fitnar eða mjókkar
, 10.3.2009 kl. 21:57
Hilmar í stuttu máli er ég ekkert með neinar kenningar af síðum bóka öfgamanna! Hver ertu eiginlega að halda slíku fram? Svo vil ég benda þér á að lesa pistilinn aftur, hann fjallar ekkert um slæður, heldur Burku og það Burku sem er búin til eftir Afganistanburkum. Þar er kvennfrelsið í hávegum haft ekki satt?
Svo ef þú hefur ekkert að gera, þá væri frábært hjá þér að flytja til Nörrebro og kynnast samfélaginu þar í smá tíma. Það er mjög lærsómsríkt að koma í það hverfi, svo ekki sé meira sagt. Pia og hennar flokkur á ekkert sameiginlegt með mínum skoðunum, aftur á móti hefur Venstre haft múslima í sínum röðum, mann sem um margt hefur verið að gera frábæra hluti en "rekst" illa í flokki, líka sínum eigin.
Amen á eftir efninu.
Dagný, þetta er málið! Eftir að hafa lesið kvittið þitt, þá fékk ég þvílíka hugljómun og sé nú fyrir mér sannkallaða vetrarflík! Hún yrði unnin úr íslenska lopanum sem ég dái. Þar sem þessi flík mundi ekki henta vel ef sumarhiti mun áfram vera um 30° á landinu mín fagra, þá þyrfti að hanna aðra sem hentaði því betur. Sennilega bara pjötlur enda eiga konur að geta gengið um fáklæddar ef þeim hugnast svo.
Þetta verður sett í áframhaldandi efnisvinnslu.
Guðrún Þorleifs, 10.3.2009 kl. 23:57
Ástandið í Nörrebro má rekja til stöðugra árása AK81 Hells Angels á innflytjendur. Á mínu bloggi geturðu lesið 2 greinar um samtökin sem ég skrifaði í síðustu viku. Samtökin myrtu t.d. tyrkja fyrir ekki svo löngu.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 01:13
Guðrún og Hilmar, þið hafið bæði mikið til ykkar máls. Guðrún, ég bjó líka í DK í næstum sjö ár og annan eins rasisma eins og Dananna hef ég aldrei fyrr eða síðar upplifað. Heilu kynslóðirnar eru heilaþvegnar af rasisma í garð múslima og þetta er staðreynd.
Hilmar, auðvitað má rekja ástandið á Nörrebro núna til átaka Hells Angels, en þú veist það vel að það hefur sjaldan ríkt friður á Nörrebro þannig lagað. Þar hafa ráðið ríkjum klíkur múslimskra gangsra-gengja, sem selt hafa og dílað með eiturlyf og þetta vita einfaldlega allir sem búa í Kbh. Sem sagt líka staðreynd.
Lilja G. Bolladóttir, 11.3.2009 kl. 04:06
;)
Aprílrós, 11.3.2009 kl. 07:21
Lilja, það er mín reynsla að fordómarnir eru einnig rosalegir að hálfu múslima í garð dana. Gríðarleg lítilsviðring á dönsku samfélagi.Það er bullandi tortryggni og fordómar á báða bóga því miður. En þetta er ekkert svart/hvít halelúja eða helvíti. Svo einfalt er málið ekki.
Hæ Krútta mín takk fyrir innlitið
Guðrún Þorleifs, 11.3.2009 kl. 09:15
Tek undir það Lilja að rasismi margra Dana er svakalegur og hefur náð að breiðast út undanfarin ár og ógnar þeim góðu samskiptum sem eru að mestu á milli dana og innflytjenda. Hugarfarsbreytingar er þörf hjá stjórnvöldum til að stöðva frekari rasisma.
Sumir múslímar eru e.t.v. fordómafullir í garð Dana en þeir hafa þó engin samtök til að bera út hatrið ólíkt rasistunum sem hafa Dansk Folkeparti.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 18:59
Sæl og . blessuð frænka. Ég hef ákveðna skoðun á þessum burkumálum. Það er af og frá að ég trúi því að múslimskar konur velji sér þennan klæðnað sjálfar. Basta ! Ég hef það alveg á hreinu að ég er á móti grímuklæddu fólki í hvaða mynd sem er. Jafnvel greifinn af Monte Cristo nýtur ekki náðar gömlu glyrnanna minna. Ekki heldur Zorro, æfintýrapersóna Isabelle Allende. Ég er alfarið og endanlega á móti því að fólk sprangi um göturnar grímuklætt. Alveg sama hver á í hlut, afkomendur mínir sem kalla sig akvinista eða eitthvað álíka eða,KU KLUX KLAN í hvítum lökum, sem eltu blökkumenn út og suður, drápu og kvöldu í alla staði. Hver fjandinn er að þessu fólki ? Á dögunum, heyrði ég þá furðulegu yfirlýsingu að drengur einn mér mikið skyldur, bæri grímu fyrir andliti, þar sem hann vildi ekki vera andlit svokallaðrar byltingar. Ja há og amen, eins og séra Sigvaldi sagði forðum. Skrýtin rökfærsla. Skammast fólk sín þá fyrir að viðurkenna það sem það stendur fyrir ? Eiginlega finnst mér þetta mjög ótraustvekjandi. Hvað óttast þetta fólk, að standa og falla með skoðunum sínum ? Bæ í bili, meira seinna, Dædí.
Dana Kristín Jóhannsdóttir 11.3.2009 kl. 20:24
Takk fyrir innlitið frænka
Ég skil þig
Hafðu það sem best
Kær kveðja
Guðrún Þorleifs, 11.3.2009 kl. 21:30
Sigríður B Svavarsdóttir, 12.3.2009 kl. 00:17
Góðan daginn. Góðar umræður hér um Burkuna.
Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2009 kl. 08:28
Kveðja til þín Sigga
Ía, greinilega margt sem maður getur dundað sér við meðan heilsan kemur til manns aftur
Annars er ég í skýjunum. Fór í ræktina mína í gær og hjólaði smá og aftur í dag Var sko alveg hætt að fara þangað því ég átti ekki orku í það enda blóðtankurinn hálf tómur Nú er allt á réttri leið og það er ljúft.
Vona að þinn bati gangi vel. Hafðu það sem allra best.
Kær kveðja
PS.
Ætla að skreppa í Flensborg og athuga með slæðu, á jú Burku
Guðrún Þorleifs, 12.3.2009 kl. 10:10
Nafna mín tad er bara fjör hérna og allt út af Burkunni tinni sem stendur á gínu heima í stofu...svona er tetta skemmtilegt hvad ordid getur spunnist.
No komment á umræduna...
eigdu gódan dag mín kæra.
Gudrún Hauksdótttir, 12.3.2009 kl. 12:30
Já nafna, pældu í ruglinu! Að ætla að fara siða mig og fræða hér á síðunni er alveg með ólíkinum
Að bæta við þessa umræðu, væri að bera í bakka fullann lækinn
Þeir sem mig þekkja vita að ég er gallhörð á mínum meiningum þó ég flíki því lítið hér
... og þakka þér fyrir ég átti góðan dag. Margt sem varð til þess. Stærsta ástæðan liggur á linknum mínum á fésinu
Guðrún Þorleifs, 12.3.2009 kl. 20:34
Hæ, aftur frænka, ég finn hvergi netfangið þitt og ekki heldur símanúmerið, mér skilst að þú eigir leið til, landsins á næstunni, vil mjög gjarnan hitta þig. Ég ætla að hafa tilbúnar upplýsingar handa þér og þínum. Þó að ég hafi hætt á fésbók, vil ég samt hafa samband, og hef raunar lofað syni þínum, minningum um afa þinn. Blessuð sendu mér þetta, svo ég geti haft samband, bæ í bili. Dædí. sendu á netfangið sem ég gaf þér upp, mitt virkar ekki.
Dana Kristín Jóhannsdóttir 12.3.2009 kl. 22:09
Mig langar í svona!
Hélt reyndar að þetta héti gúrka, en það er sennilega bara eitthvað sem mamma hefur logið að mér
Hva fékkstu þessa???
Fást þær í mörgum litum?
Hlakka til að sjá þig snúllfríður engilblíð.
Hulla Dan, 16.3.2009 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.