Drap næstum manninn minn . . .

Eins og ég kom inn á síðasta bloggi, þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja ykkur frá því þegar maður búsettur á Hvolsvelli var næstum búin að drepa manninn minn án þess að vera til staðar á gjörgæsludeildinni sem minn eini sanni lá á.

Eftir að hafa haft hér góða bloggvinkonu í kvöldmat (át hana ekki) þá sé ég þið eruð fullar áhuga, enda "hryllingssögur" oft meira krassandi en kirkjuferðir.

Þannig var að í mars 2004 lenti hann Billi minn í svona líka ægilegu slysi. Ætla ekki að hrella ykkur á smáatriðum um það en get sagt ykkur að hann var mölbrotinn eins og síbrotamaður eða óbrjótanlegt glas.
Af þessum sökum var honum skutlað á gjörgæsluna hér í SDB. Þar lá hann í herbergi við vaktina hjá hjúkkunum. Eftir á að hyggja þá held ég að það hafi kannski átt sínar ástæður. Ég er samt stundum sein að fatta og er bara nýbúin að átta mig á alvarleika staðsetningarinnar. Tók samt styttri tíma en annað sem ég gæti sagt ykkur frá, en það verður þá seinna. 

Nú þegar minn lenti í þessu hroðalega slysi á föstudegi rétt fyrir morgunnkaffi, kom baklandið frá Íslandi á svæðið strax næsta dag. Ekki hægt að hafa mig og stelpurnar einar í þessum hörmungum. Baklandið var sonur okkar og múttan mín. 

Við heimsóttum hann á laugardeginum, ég og einkasonurinn. Maðurinn var þá þokkalega málhress enda gúffað í hann morfíni og álíka sulli. Þessi elska hefur alltaf haft létta lund og sennilega hefur honum fundist við mæðginin eitthvað niðurdreginn, því hann fór að segja okkur sögur af hinu og þessu sem var frekar spaugilegt og magnaðist brandara straumurinn eftir því sem við mæðginin hlógum meira. Já, það var bara alveg ferlega skemmtilegt að heimsækja þessa elsku á gjörgæsluna. Hjúkkurnar ráku inn nefið nokkrum sinnum og tékkuðu á ýmsum rörum sem úr honum stóðu inn og út , litu undarlega á okkur en sögðu ekkert.

Þegar ég kom heim úr þessari heimsókn var ég svo glöð og full af þakklæti. Maðurinn minn lifandi og húmorinn á sínum stað. Þetta mundum við komast í gegnum, engin spurning. Svo fór ég á netið. Þið vitið að lesa fréttir og þess háttar. Hvað sem á bjátar má maður ekki missa af því sem er að gerast í kringum mann. Í þessari frétta- og "að fylgjast með" gjörð minni rakst ég á pistil. Ég las pistilinn frá upphafi til enda, algerlega heilluð. Þarna sagði frá manni sem giftur er frábærri frænku minni og hetjulegri dáð hans við að bjarga ketti, sem lenti í klandri í þvottahúsinu hans, þegar hann var "einn" heima í húsinu þeirra á Hvolsvelli.(okkar gamla heimabæ) 

Hér getið þið lesið um hetjudáðina, áður en þið lesið lengra.


Ég verð að segja eins og var að mér fannst pistillinn alveg frábær, sá þetta ljóslifandi fyrir mér. (Enda ímyndunaraflið alveg í lagi) Þetta var líka svo hrikalega fyndið! Eftir smá stund rann svo upp fyrir mér ljós!!! Þennan pistil skyldi prenta út!
Næsta dag drifum við mæðginin okkur upp á gjörgæslu og enn var minn á gjörgæslustofu næst hjúkkunum. Pistillinn góði lá í vasa mínum. Ó, já nú ætlaði ég að þakka fyrir mig og soninn frá því daginn áður.
Minn elskulegi var brosmildur að vanda og lét vel af sér. Sárt og erfitt að hósta, því rifbeinin voru brotin á 8 stöðum og annað lungað samfallið. Annars góður þrátt fyrir sár eymsli í þumalfingri. Hjúkkurnar höfðu útskýrt fyrir honum að sum rifbeinin væru margbrotin og  tætt og því oddhvöss. Þegar þau hreyfðust til, þá ylli það honum sársauka og brotin slípuðust til við núninginn sem hósti og aðrar slíkar hreyfingar yllu. Æ, já, ægilega sárt!
Váááá...  hvað ég fann til með honum, en það var lítið sem ég gat gert, nema þá helst að gleðja hann, létta lund hans (sem var þokkalega létt) því dró ég upp úr veski mínu (eða vasa) pistilinn góða um köttinn og Jens og hóf lestur.
Það er skemmst frá því að segja að þetta virkaði eins og ég ætlaði. Elsku manninum mínum fannst þetta líka alveg hrikalega fyndið!
Ég hafði bara ekki gert ráð fyrir einu í þessu gleðiplani mínu. Maðurinn minn hló og hló en emjaði um leið af sársauka!!!

Dem... ég hafði ekkert pælt í að hann var margbrotinn maður. Ég bauðst strax til að hætta lestrinum þegar ég áttaði mig á alvarleikanum, en nei! Hann vildi söguna alla og það endaði með því að hann fékk allan pistilinn, allan hláturinn, allan sársaukann og undarlegt augnaráð frá vakthafandi hjúkku sem rauk inn í einni hláturs- sársaukadívunni og bætti á hann morfíni svo hann kæmist i gegnum þessa heimsókn.

OMG

Hvernig datt mér í hug að taka þennan pistil með?

Ef hann hefði nú dáið úr sársauka þarna, hefði það verið mér að kenna eða Jens?

100-0038_img.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Elsku frænka mín. Takk en og aftur fyrir matinn.
Þú ert náttúrulega ekkert í lagi! Eymingja Billi. Liggur þarna allur laskaður
og þú segir bara brandara.

Nú ætla ég að svara spurningum þínum.

Númer 1. Þér datt í hug að taka pistilinn með því þú er hvatvís og pínulítið
biluð :) Kannast við svona tilfelli.
Númer 2. Þér! Ekki spurning. Skil samt vel að þig langi til að klína því á Jenna.

Mikið af kossum úr sveitinni.

Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 23:00

2 Smámynd:

Jevla er þetta góð saga og reyndar þær báðar. Erfið spurning þarna í restina - held nú að þú hefðir neyðst til að taka sökina á þig. Eða hjúkkurnar sem ekki ráku þig út

, 3.1.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hulla, þú veist að lík börn leika best

Góður punktu Dagný! Auðvitað hefði ábyrgðin verið hjá hjúkkunum. Þetta var ég alls ekki búin að fatta

Guðrún Þorleifs, 3.1.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skrifum það á hjúkkurnar en mikið eru þetta frábærar sögur heheh... Aumingja Billi þinn, nær dauða en lífi en þú segir brandara heheh..

Ía Jóhannsdóttir, 4.1.2009 kl. 09:17

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ía, sem betur fer hafði hann þetta allt af, enda ýmsu vanur eftir ára langar samvistir við mig

Guðrún Þorleifs, 4.1.2009 kl. 12:09

6 Smámynd: Aprílrós

Ekki þer að kenna, heldur hjúkkunum ekki spurning ;)

Aprílrós, 5.1.2009 kl. 08:58

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Audvitum hefdi tad verid hjúkkunum ad kenna enda madurinn á gjörgæslu undir mikklu eftirliti.

Sagan gód og frábært ad tid hafid látid gledina ráda.Held reyndar ad tú sert akkurat tannig kona.

pS er med kvedju til tín.

Hrafnhildur vinkona mín sem býr í dk. kom á laugardaginn og vid ad spjalla um Fesbók og annad.Tá kemur í ljós ad tid erud gamlar vinkonur ad austan.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 09:23

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góð saga hjá þér, vonandi er eiginmaðurinn buin að ná sér að fullu. Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:39

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hjartanlega sammála þér Krútta      ... eftir að ég áttaði mig á þessum möguleika

Takk nöfnu skott og gaman að heyra að þú þekkir Hrafnhildi, takk fyrir kveðjuna. Búið þið nálægt hvor annari?

Stína mín, hann Billi minn er hálf góður eftir þetta allt

Guðrún Þorleifs, 5.1.2009 kl. 16:47

10 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

 Ljós til þín Ljúfust..

Sigríður B Svavarsdóttir, 5.1.2009 kl. 21:49

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 5.1.2009 kl. 22:54

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert frábær. Hjúkkunar!

Heiða Þórðar, 5.1.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband