Gleðilegt nýtt ár til ykkar ágætu bloggvinir.

Blogg nennan er ekki mikil þessa dagana og því skelli ég hér kveðju á ykkur í einni hendingu.

Ég átti ekki til orð yfir öllum fínu kveðjunum ykkar hér í innra kommentakerfinu. Takk fyrir þær!

Ég er svona týpa sem sendi seint og fá jólakort. Sama virðist einnig eiga við um mig í bloggheimagjörðum.
Ætli það sé ekki merki um að ég sé heilsteypt og/eða samkvæm sjálfri mér? Eða kannski bara letiblóð? Blush

Í rauninni hef ég ekkert að segja, en af því ég er nú farin að blogga undir löglegu Hagstofuskráðu nafni finnst mér ekki úr vegi að minna á bloggtilvist mína.
Ætla nú samt ekki að linka bloggið við frétt. Gerið það afar sjaldan. Á samt moggablogglegan rétt á því núna. Halo

Ég er smá að spá i hvort ég ætti að segja ykkur frá því þegar maður staddur á Hvolsvelli var næstum búin að drepa manninn minn sem lá á gjörgæslu hér í SDB.
Veit ekki hvort það gæti verið áhugavert, því ég lenti ekki í fangelsi og minn lifði gjörninginn af.

Flókið?
Nei, alls ekki Sideways

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

út me sprogid mín kæra.Hálfnad verk tá hafid er og ekki sjens ad tú fáir ad hætta vid.Kannski erfitt eda hvad??

Hjartanskvedjur frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halló enga hálfkveðna vísu vinkona!

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Koma svo, vill heira þetta alt. Gleðilegt árið kæra Guðrún

Kristín Gunnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 16:27

4 Smámynd:

Bíddu nú við! Ekki hætta við hálfkveðna vísu  

, 3.1.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Aprílrós

Já segi það líka með ykkur

Aprílrós, 3.1.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Dóra

Já og ég líka .. bannað að gera mann svona forvitin..     

Dóra, 3.1.2009 kl. 18:51

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bíð spennt með stelpunum

Ásdís Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 19:19

8 Smámynd: Hulla Dan

Halló!!!

Takk fyrir okkur. Endalaust huggulegt og hefð sennilega verið miklu huggulegra ef ég hefði ekki verið búin að aulast til að taka að mér
aukavaktir akkúrat á frídögunum mínum :S

Og segja svo frá kona!!!

Knús á ykkur.

Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband