Takk . . .

Takk kæru bloggvinir fyrir góðar jólakveðjur og hamingjuóskir.

 

Ég hef lítið verið í bloggheimum undanfarið. Ég er búin með námið mitt og nú tekur við tími sem er óskrifaður eins og morgunndagurinn. Engin drög að handriti komin. Eitt er þó víst, í þessu óskrifaða handriti mínu verður gleði og ró.

Við höfum í fyrsta skipti haldið jól án þess að hafa öll börnin okkar hjá okkur. Skrítið, en ekki slæmt. Skrítið því það er yngsta barnið sem varð fyrst til að halda jól án okkar. Það gaf okkur góða tilfinningu að vita að hún er hjá fólki sem er svo gott við hana og henni líður vel hjá. Gott því hún fékk tækifæri á að heimsækja danska vinkonu sína sem líka er skiptinemi í USA milli jóla og nýárs. Ótrúlega skrítið allt samt, þó þetta sé gott. Barnið okkar 17 ára ferðast ein með flugi milli fylkja í USA og klárar sig flott í gegnum svona ferðalag.

Miðju barnið okkar er aftur að fara til Suður-Ameríku. Hún fer af stað í byrjun janúar og ætlar að vera rúma 3 mánuði í ferðinni. Síðast var hún "bara" 6 vikur og var strax ákveðin í að fara aftur. Nú er að koma að því. Hún ætlar að ferðast um mið- og norður hluta Suður-Ameríku. 

Einkasonurinn heldur sig trúfastlega í Köben síðan hann kom úr sinni Asíu ferð í lok júlí. Frábært að hafa hann svona nálægt sér. Ferðirnar á milli SDB og Köben eru nú fleiri en áður og er það ánægjulegt svo ekki sé meira sagt.

Við hjónagrjónin erum ekki með nein skipulögð plön en hefði ég fundið hoppferð milli jóla og nýárs í sólina í suðri værum við þar núna. En við búum við það frelsi að hafa stutt til allra átta og góðan bíl sem ber okkur öruggt um hraðbrautir og sveitaslóða. Það er bara spurning um að fá góða pössun fyrir hana Laugu okkar. Hefur aldrei reynst vandamál því við þekkjum svo mikið af góðu fólk.

Já, nú er bara að sjá til hvað mér dettur í hug og hvað ég framkvæmi. 

Ætla samt pottþétt að mála einn engill.

Ekki spyrja afhverju. Það er bara eitthvað sem mig langar að gera og ekki láta ykkur detta í hug að hér sé upprenndi pensilsnillingur á ferð því þannig er það ekki.

GN

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hlý kveðja til þín frá Fróni.  Hafðu það sem allra best Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Aprílrós

Já það fækkar í koti hjá manni.

Aprílrós, 28.12.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Bestur kveðjur frá Hellu...

Agnes Ólöf Thorarensen, 28.12.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Börni fljúga smátt og smátt úr hreidrinu og manni bregdur vid.Erum samt glöd med hvad tau eru frísk og hamingjusöm.

Drífdu tig í sólina mín kæra ,gerdi tad sama ef ég hefdi tök á núna.

Knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 07:27

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njótið restar Guðrún mín.

Ía Jóhannsdóttir, 28.12.2008 kl. 10:21

6 Smámynd:

Þau eru sem sagt ferðaglöð og sjálfstæð börnin þín  Það er svo sem ósköp gott í aðra röndina þegar ungviðið flýgur úr hreiðrinu. Gefur nýjar víddir í lífið

, 28.12.2008 kl. 11:20

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðar kveðjur til þín í yndislegu norðrinu Sigríður

Krútta mín, það er bar hið besta mál að það fækki. Mér finnst það merki um að börnin manns hafi fengið sjálfstæði í farteskið

Takk fyrir Hellukveðjur Lóa mín og mikið fjör er hjá þér með þessar litlu snúllur

Guðrún sannarlega best þegar allir eru frískir og glaðir. Er ekki búin að gefa upp á bátinn smá sólarferð. Hún kemur til okkar einn daginn.

Ía mín takk og sömuleiðis. Ég er enn í þessum mikla jólagleðifíling sem "hrjáð" hefur mig síðan á Íslandi síðast. Mjög skemmtilegt. Kannski er þetta bara lífsgleði?

Dagný, það er rétt, þau eru ferðaglöð og sjálfstæð börnin mín. Það  er alveg frábært hvað þau geta og gera

Guðrún Þorleifs, 28.12.2008 kl. 12:58

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu það sem allra best Guðrún mín. Kærleikskveðjur

Kristín Gunnarsdóttir, 28.12.2008 kl. 13:30

9 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Blessuð Guðrún og Billi og Lauga.  Óska ykkur gleði á nýju ári og megi heppni og hamingja leiða okkur áfram á árinu 2009. 

Ég þekki það að börnin stækka og þurfa alltaf minna og minna á manni að halda.  Fyrir mér er það erfitt, en reyna að fremsta megni að sýna það ekki.  Ég var svo lengi heima með börnunum, kanski vil halda of lengi í þau, en vona nú samt að ég sleppi þannig að þau fái um frjálst höfuð að strjúka.  En þótt maður nú geri það, þá er maður alltaf mamman eða pabbinn ef eitthvað bjátar á.  Það alla vega gerir okkur mikilvæg fyrir þau.  Það er gott.  Ég held að þú þekkir það af eigin raun Guðrún.

Bið að heilsa ykkur öllum.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 28.12.2008 kl. 21:35

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól til þín og þinna Guðrún mín

Huld S. Ringsted, 28.12.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband