Á þessu átti ég ekki von og hef stundum efast um fréttir þessa efnis. En nú er ég reynslunni ríkari. Síður en svo skemmtileg reynsla en ég ætla samt að deila henni með ykkur því mér finnst eins og þetta geti ekki staðist lög um viðskiptahætti.
Þannig er að ég hef um nokkurt skeið verið með símaáskrift hjá símafélaginu
Mér hefur líkað það vel. Í síðustu viku fékk ég sent frá þeim áhugavert tilboð um nettengingu og ákvað að taka því tilboði. Ég fór í gær til að ganga frá því. ég var beðin um vegabréf eða ökuskírteini. Eins og áður sýndi ég ökuskírteini. Það gekk ekki, þar sem það var íslenskt. Var mér sagt að ég þyrfti að framvísa dönsku vegabréfi eða ökuskírteini, ella landvistarleyfi. Þar sem ég er norðurlandabúi þarf ég ekki landvistarleyfi, einnig gildir íslenska ökuskírteinið mitt hér, um ríkisborgararétt skipti ég ekki. Ekki gat ég fengið neina skriflega yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna þessarar höfnunar, en sagt að þeir vildu velja sína viðskiptavini sjálfir.
Nú er það mín spurning til ykkar:
- Eru þetta lögmætir viðskiptahættir?
Ég velti því fyrir mér hvaða staða getur komið upp fyrir okkur sem búum erlendis, ef símafyrirtæki taka almennt upp þessa stefnu. Mér hrýs hugur við því og finnst þetta frekar líkjast "rasisma" en vali á viðskiptavinum.
Hver er staða erlendra ríkisborgara búsettum á Íslandi, þegar kemur að því að kaupa símaáskrift og nettengingu?
Er spurt um íslenskt vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða landvistarleyfi?
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Lífstíll | Miðvikudagur, 10. desember 2008 (breytt 11.12.2008 kl. 13:08) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Úff, þetta er ljótt að heyra, hélt að þetta væru meira svona kjaftasögur, þetta getur engan vegið verið löglegt, farðu með þetta í blöðin. Kveðja úr pestabæli okkar hjóna
Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 22:20
Já þetta er bara svona... því miður... knús dóra
Dóra, 10.12.2008 kl. 22:54
Því miður veit ég bara ekkert um reglurnar hér á landi í sambandi við útlendinga og þá hvort skiptir máli hvaðan þeir eru.
Er bara alls ekki að skilja þetta, ertu ekki búin að vera hjá þeim í einhvern tíma? Vissu þeir þá ekki að þú værir íslensk? Maður fer nú að verða forvitin um yfirstjórn þessa fyrirtækis.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 10.12.2008 kl. 23:56
Ég er búin að leita eftir umsögn frá Talsmanni neytenda og ég segi eins og þú Ásdís, hélt þetta væri stormur í vatnsglasi.
Ég er ekki sátt við svona viðskiptahætti, því hvað ef önnur símafyrirtæki taka þetta upp?Dóra, "svona er þetta bara" er ekkert sem er tekið gilt hjá mér
Anna, ég kynnti mér reglurnar hjá Vodafone og þar er ekkert í þessa átt.
Ég er með 3 síma í áskrift hjá fyrirtækinu og hef ýmist verið beðin um ökuskíteini eða sjúkrasamlagskort. Nú er búið að "herða" reglur sem mér er sagt að hafi "alltaf" gilt hjá þeim.
Bloggaði við svona frétt í nóv.
Guðrún Þorleifs, 11.12.2008 kl. 06:33
Var búin að heyra álíka sögu frá DK. Höfnun um nýjan síma vegna þess að viðkomandi var Íslendingur! Hef ekki heyrt um svona vesen hér hjá okkur eða í öðrum nærliggjandi löndum.
Ía Jóhannsdóttir, 11.12.2008 kl. 08:54
Þetta er hreint út sagt einelti í garð okkar Íslendinga. Ég hef sjálf skipt um símafyrirtæki hér heima og aldrei þurft að sýna neitt því til staðfestingar að ég væri íslensk og ég væri ég.
Svo segja þeir að við séum frændur þeirra, þvílík vitleysa.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 11.12.2008 kl. 12:44
Mér finnst mikilvægt að fara með þetta mál áfram, því ég tel að fyrirtækið sé að brjóta lög á okkur, sem ekki þurfum landvistarleyfi í DK. Ég hef enn ekki fengið svar frá Talsmanni neytenda en hvort hann er rétti upplýsingaaðilinn fyrir mig veit ég ekki.
Ég hef enn efasemdir um að þetta beinist eingöngu gegn okkur Íslendingum því samkvæmt þeim munnlegu upplýsingum sem ég fæ frá fyrirtækinu, þá ætti þetta líka að eiga við Norðmenn, Svía og Finna. En eins og ég segi, fyrirtækið lætur ekkert frá sér skriflegt um þetta. Spurning hvað er áhrifaríkast að gera.
Ef öll símafyrirtæki í DK taka þessa stefnu upp, þá verðum við ansi einangruð í landinu. Sími og internet er orðið svo sjálfsagður hluti af okkar daglega lífi að tilvera án þess, er afkáranleg í nútímasamfélagi.
Guðrún Þorleifs, 11.12.2008 kl. 13:00
Ég hef heyrt svona sögur.. Það er sorglegt hvernig komið er fyrir okkur Íslendingum. þér er þó ekki hótað að senda þig úr landi? þannig fer fyrir sumum. Ljós og kærleikur til þín Ljúfan.
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:24
allir Nordurlandabúar eru jafnháir hvar sem er á nordurlöndunum. Vid megum flytja á milli og fá thá vinnu sem vid viljum og stendur til boda.
vid eigum líka jafnan rétt á lánum og thess háttar, sósíalhjálp og atvinnuleysisbótum. Best væri ad hafa samband vid Forbrugerrådet í DK.
Gangi thér vel.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 13:36
stundum verdur madur bara ad fá ad upplifa hlutina - til ad trúa. Trúi öllu illu gagnvart Íslendingum í DK - er sjálf í baráttu vid bankann minn- baráttu sem ekki vard til fyrr en allt fór til "andskotans" (afsakadu ordbragdid) á Ìslandi.
Saga mín er ad líkjast lygasögu sem jafnvel Extra-bladid væri stolt af ad birta á sinni forsíðu og þyrfti enga "gúrkutíd" til !
Hef búid i DK í 9 ár og aldrei upplifad annad eins og undanfarna mánudi- ég gef allavega Dönum falleinkunn í framkomu við Íslendinga -eftir fall Íslands gagnvart umheiminum.
Kær kvedja og eigdu gódan dag- med eda án síma :)
Birna Guðmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:48
Hafðu samband við Íslenska sendiráðið og Neytendasamtökin dönsku. Og líka i Se og Hör í Danmörku.
Jafnvel að skrifa til umboðsmanns Alþingis eða utanríkisráðuneytis hérna.
Ekki láta þá koma svona fram við þig. Þú ert Íslensk og mátt vera hreykin yfir því. Berðu höfuðið hátt og líttu niður á þá. Þeir eiga það skilið.
Vertu stolt.
Sigrún Jóna 11.12.2008 kl. 15:01
Sigríður, einungis við getum snúið þróuninni við. Takk fyrir hlýjar kveðjur.
Gunni Palli, satt er að við eigum öll að vera jafn rétthá og þess vegna vek ég máls á þessari mismunun. Hef líka íhugað Forbrugerraadet.
Birna, hefði nú sannarlega þótt betra að vera laus við þessa lífsreynslu. Fékk svona tilfinningu eins og við gætum bara einangraðst frá umheiminum. Voða óþægilegt þegar maður er svona mikill netnotandi í sínu daglega lífi Sorglegt að heyra að bankinn þinn svíki þig vegna upprunans. Gangi þér vel.
Sigrún, ég þarf að skoða þetta. Tíminn minn er bara að mestu við verkefna vinnslu sem líkur þann 18. nk. en þetta er prinsip mðál hjá mér.
Takk öll fyrir.
Guðrún Þorleifs, 11.12.2008 kl. 15:52
Ráð mín til þín, ekki láta þetta viðgangast, sendu frétt um þetta og athuga t.d. hver þín réttindi séu og talaðu við sendiráð Íslendinga í Danmörku. Svona lagað má bara ekki líðast. Myndum við gera svona við Dani í þrengingum ?
Áslaug Sigurjónsdóttir, 11.12.2008 kl. 16:35
Áslaug, sammála þetta á ekki að viðgangast, en einhvernvegin hef ég þá skoðun að sendiráð séu ekki fyrir okkur almenna borgara, nema til að fá vegabréf. Finnst þau reyndar vera tímaskekkja í nútímasamfélagi, afæta á skattpeningana. Leiðréttið mig ef þetta er rangt.
Held að svona yrði seint sýnt á Íslandi, en hvað veit maður hvað verður? Ekki átti ég von á svona viðhorfi
Guðrún Þorleifs, 11.12.2008 kl. 16:50
Ef sendiráðið er ekki að vinna með okkur Íslendingum, þá áttu bara að hafa samband við Kastljós eða Ísland í dag. Ég mana þig, sendiráðið á að aðstoða okkur í erfiðleikum, ef ekki almennt, þá hvað ekki í dag.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:36
Bæti hér við að hann Siggi frændi þinn er ekki glaður að heyra svona meðferð á frænku sinni.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:37
http://www.grundloven.dk/
Kapitel IX
§ 87
Islandske statsborgere, der i medfør af loven om ophævelse af dansk-islandsk forbundslov m.m. nyder lige ret med danske statsborgere, bevarer de i grundloven hjemlede rettigheder, der er knyttede til dansk indfødsret.
Hinsvegar er 3 skítafyrirtæki, svo þú ættir bara að snúa þér annað.
bauni 11.12.2008 kl. 20:50
Takk fyrir þetta "bauni". Hvað meinar þú með skítafyritæki? Ég hef góða reynslu af þeim að öðruleiti, sem ekki verður sagt um t.d Telia.
Guðrún Þorleifs, 11.12.2008 kl. 20:57
Þessi virðist skilja það sem við segjum á síðunni, svo hann skal bara tala sama mál og við. Hann svarar líka síðast á íslensku, og ég segi bara við hann, du er dum i hovedet og skalt gå til hospital.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:47
Áslaug, málið er að hann vísar beint í Grundloven, sem er fínt, svo talar hann líka svona góða íslensku. Held að hann þurfi ekkert á sjúkrahús með þetta
Guðrún Þorleifs, 11.12.2008 kl. 21:55
Hæ hæ Guðrún mín ... það sem ég átti við hér að ofan var þegar ég sagði : þetta er bara svona... þá misskyldi ég þetta svona rosalega... því ekki alls fyrir löngu var skrifað um svona hér og hjá sama fyrirtæki.. Og hélt ég að þú værir að vitna í það.. og las ekki allt niður ... úff var að flýta mér... Sorry.
En svona á auðvita ekki að viðgangast.. Málið er að Daninn er ekkert að svara of fljótt ef hann svara þá... ef þú ferð með þetta lengra... allt er svo erfitt þegar á reynir .... það er reynt að flækja allt svo mikið fyrir okkur ... að manni langar að öskra og það hátt...
En reyndar þegar ég segi líka þetta er bara svona þá er ég bara þreytt kona sem er öryrki í Danmörku sjálf að berjast fyrir rétti mínum og dóttir minnar og reyndar annarra öryrkja hér... í Danmörku. Og verður ekkert ágengt...
Maður er bara orðin svo sár og svekktur á þessi ástandi 13 dögum fyrir jól að það hálfa væri nóg... Við komum að lokuðu alls staðar ... það liggur við að það sé sagt við okkur komdu þér út og skelltu fast á eftir þér... Svona er bara framkoma Dana við okkur.
Vildi bara koma þessu að.. Það er örugglega fullt af Íslendingum búin að lenda í þessu..
Kærleiksknús til þín og gangi þér vel Dóra Esbjerg
Dóra, 11.12.2008 kl. 22:38
Ég er með sama símafyrirtæki og hef ekkert undan þeim ad klaga. Leidinlegt ad þurfa ad vera med leidindi til ad fá ad nota sjálfsögd réttindi sem allir á Nordurlöndunum hafa - sama hvar í Skandinavíu þeir búa. Láttu ekki fara svona med þig - leitadu réttar þíns. Sendirádid ætti allavega ad sína sóma sinn í ad hjálpa í svona málum. Taladu allavega vid þá. Vid erum stolt af ad vera Íslendingar - sama hvar vid búum og engin breyting verdur á því- sá hlær best sem sídast hlær!! Ekki satt ?
Birna Guðmundsdóttir, 12.12.2008 kl. 03:25
Áslaug, skilaðu kveðju til frænda míns, hann er frábær frændi.
Dóra, ég veit þú segir satt og aðstæðurnar þínar ættu ekki að fyrirfinnast. En... getur þú ekki nýtt þér þessa klásúlu úr Grundloven sem hann "bauni" kom með?
Skoðaðu það.
http://www.grundloven.dk/
Kapitel IX
§ 87
Islandske statsborgere, der i medfør af loven om ophævelse af dansk-islandsk forbundslov m.m. nyder lige ret med danske statsborgere, bevarer de i grundloven hjemlede rettigheder, der er knyttede til dansk indfødsret.
Hér fá Danir hjálp svo og allir þeir sem framvísa landvistarleyfum.
Kæra Dóra ég vona sannarlega að þér leggist e.h. gott til.
Ég fylgist með baráttunni þinni og óska þér alls góðs.
Birna, nákvæmlega. Ég hafði heldur ekkert undan þeim að klaga þegar ég fékk mér síðast síma hjá þeim, um miðjan nóvember. Í vikunni á eftir eru komnar hertar reglur, saman ber blogg hér frá 26/11.
Það má reyndar koma fram að ég fékk netið með undanþágu, þar sem ég var kúnni fyrir og þeir höfðu sent mér þetta tilboð. Það er bara ekki nóg fyrir mig, því þetta eru rangir viðskiptahættir. Ég á börn sem búa hér með íslenskan ríkisborgararétt. Ég vil ekki að þau og aðrir lendi í svona. Að auki hefur mér hingað til líkað vel við fyrirtækið og hef kosið að líta þannig á að hér séu þeir á villigötum vegna þekkingarleysis. Ætla þeim ekki slæmt fyrr en annað sannast. Vil að þeir leiðrétti þessa mismunun sem komin er inn í kerfið hjá þeim.
Guðrún Þorleifs, 12.12.2008 kl. 05:49
Ætla að skoða þetta með þessi lög.. maður endar með að verða að pappír maður er búin að lesa og benda á svo mörg lög ... En alltaf kemur eitthvað sem segir að þetta sé svona en ekki svona.. Bara ótrúlegt.
annars er rosalegt þekkingarleysi hjá kommúnunni og mörgum fyrirtækjum með Ísl ... Og margir Danir vita ekki hvar Ísland liggur.. Bara ótrúlegt..
Gangi þér vel Guðrún mín og takk fyrir góð orð í minn garð.
Eigðu góða helgi.. kærleiksknús hér frá Esbjerg Dóra
Dóra, 12.12.2008 kl. 07:58
Guðrún mín, ég mundi ekki hika við að fara með þetta lengra. Ég ætla mér að prenta þessi lög her að ofan og mun nota þau þar sem ég þarf. Ég er buin að reina alt sem ég get og kem alsstaðar að lokuðum dyrum, ætli það endi ekki með að Íslendingar verði sendir heim með frímerki á rassinum, maður á von á öllu frá dönum í dag. Ég bara spyr hvað höfum við venjuleigir íslendingar gert til að þurfi að koma fram við okkur á þennan hátt. Ég er viss um að það er ekki komið svona fram við dani á íslandi. Kærleikskveðjur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 11:51
Endilega nýttu þér þessa lögjöf, ef hún gæti hjálpað þér Kristín. Það virðist komin upp undarleg staða sumstaðar hér í landinu. Vonandi gengur það yfir fyrr en síðar. Sannarlega eru Danir sem og aðrar norðurlandaþjóðir ekki meðhöndlaðir svona á Íslandi. Á ég kannski að segja enn þá? Kreppan er rétt að byrja hér í DK samkvæmt spám.
Bestu óskir um farsæla lausn þér til handa.
Guðrún Þorleifs, 12.12.2008 kl. 12:10
Sæl og blessuð frænka mín. Það er ýmislegt sem maður fær að heyra áður en eyrun detta af manni! Þetta er ljóta málið og ég vona að þú fáir leiðréttingu hið bráðasta. Hér kyngir niður snjó og verðhækkunum, ásamt uppsögnum og auknum vandamálum. Ég held að þið séuð að mörgu leyti heppin að búa ekki á Íslandi eins og ástandið er. þakka þér falleg orð og áskoranir á eftir að skrifa oftar. Baráttukveðjur og haltu þínu striki. Bless í bili. Dædý frænka.
Dædý 19.12.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.