segja ykkur frá nokkru sem skiptir máli.
Ég hef áður komið inn á það að mér finnst mestu skipta að fólkið mitt hafi það gott. Það er ekki að ástæðulausu að ég er meðvituð um það.
Í dag ætla ég að segja ykkur frá einni ástæðunni.
Fyrir fimm árum eignaðist ég bróðurson. Fæðingin gekk vel og drengurinn fínn. En fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt sem skyldi. Drengurinn blánaði allur upp og tóku læknarnir hann frá foreldrunum til frekari rannsóknar. Rannsóknin leiddi í ljós að guttinn var með alvarlegan hjartagalla. Lyfjagjöf til að eiga möguleika á að koma honum til Boston var nauðsynleg en engan vegin öruggt að hún virkaði. Sem betur fer virkaði hún.
Litli guttinn var skírður skemmri skírn strax þennan sama dag. Betra er að hafa nafn þegar langt er upp í ferð sem engin veit hvernig endar.
Í Boston varð betur ljóst að hjartagallinn hans var mikill og sjaldgæfur. Aðgerðir til að bjarga lífi þessarar litlu hetju voru ekki umflúnar. Þökk sé gríðarlegri færni lækna og hjúkrunarliðsins þarna tókust þær vel, vonum framar. Litla hetjan sýndi þvílíka baráttulund og var svo duglegur í gegnum þetta allt.
Það var erfiður mánuður sem leið á meðan hetjan okkar barðist fyrir lífi sínu með frábærri hjálp. Þetta var aðventumánuðurinn og gleðin yfir þeim frábæra árangri sem þarna náðist, er nú hluti af minni aðventugleði.
Þetta er ein af hetjunum mínum. Gutti sem með tilvist sinni minnir mann á hvað skiptir máli.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Lífstíll | Fimmtudagur, 27. nóvember 2008 | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Já kraftaverkin gerast stundum. Takk fyrir linkinn. Flott hjá þér.
Ía Jóhannsdóttir, 27.11.2008 kl. 20:18
Hvað er fallegra og heilbrigðara en að sjá svona lítinn gutta skoppast á trampolíni? Lífsgleði barnanna mættum við sko alveg taka okkur til fyrirmyndar.
Ég veit, og þú veist, að lífið er hverfult, en skyldu allir vita það??
Bestu kveðjur frá Lilju, í Breiðholtinu
Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 20:59
Gleðifréttir eru þær bestu fréttir sem við fáum, og já ég er sammála að gaman að sjá hetju sem barðist fyrir lífi sínu og ákvað að gefast ekki upp strax á fyrstu dögum lífs síns, og sjá hann svo nokkrum árum seinna hoppa og skoppa á trampólíni og allstaðar.
Gangi þér vel og knús á frænda þinn og þig að sjálfsögðu líka
Aprílrós, 28.11.2008 kl. 08:06
Já það er svo yndisleg hvað er hægt að gera til að bjarga og tæknin svo öflug í dag
Dóra, 28.11.2008 kl. 08:14
Takk fyrir fallega kraftaverkasögu - ég upplifði líka svona kraftaverk á Vökudeildinni á LSH, einmitt í aðdraganda jólanna fyrir 4 árum
, 28.11.2008 kl. 09:26
Kraftaverkin gerast þegar við trúum á þau.
Ljós til þín Ljúfust
Sigríður B Svavarsdóttir, 28.11.2008 kl. 16:17
það er svo yndislegt að heyra svona sögur, lífsins sögur.
takk kæra jótlandskona !
Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.