Hvatning

Einu sinni fór ég í búð og þar sá ég kort sem ég ákvað að kaupa. Alltaf gott að eiga kort. Þetta kort hef ég svo átt og rekist á það annað slagið í dótinu mínu. Ég læt það ekki frá mér en í dag ætla ég að deila með ykkur því sem stendur á kortinu.

Hvatning

Þegar eitthvað fer úrskeiðis
eins og stundum gerist,
þegar vegurinn sem þú ferð eftir
virðist allur upp í móti.
Þegar afraksturinn er lítill
en væntingarnar miklar,
þegar þig langar til að brosa,
en neyðist til að andvarpa.
Þegar áhyggjurnar
verða þrúgandi,
þá hvíldu þig
en gefstu ekki upp!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta er sko fallegur texti, held þetta sé til í sungnu lagi á íslensku.  Knús á þig darling og þína familyu.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er satt og gott að lesa.

Kærleikskveðjur til þín yfir til jótlands

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 08:12

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góður texti.  Það var gaman að hitta manninn þinn um daginn og vonandi gefst tækifæri á að spjalla oftar.

Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hverju orði sannara. Gott að muna þetta á hverjum degi.

Gunni Palli kokkur

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.11.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Dóra

sammála .. góður texti og góður boðskapur..

kærleiksknús Dóra

Dóra, 19.11.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Hulla Dan

Já já. Hvíldin endalausa.

Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband