Símanúmer . . .

Rosalega gott að hafa símanúmer hjá þeim sem maður þarf að hringja í. Hér áður fann maður símanúmerin í símaskránni. Já, eiginlega las ég símaskránna þegar ekkert annað var að lesa. Læri símanúmer hjá stór fjölskyldunni. Já, líka í litla þorpinu sem ég dvaldi í á sumrin. Kunni flest númer þar. Svo breyttist þetta og ég hætti að lesa símaskránna, fór að nota netið, fann númerin þar. Svo kom minnið í símana og síðan gemsa dæmið. Hætti að muna númer og kann fá númer í dag. Dáldið slæmt verð ég að segja. . .  Gemsinn minn, sem tók við af þeim er drukknaði í apríl, daginn sem ég var að fara til Ísl. og var þar með númeralaus kona í vanda, var í viðgerð. Sótti hann sæl í gær, því það var erfitt að vera með lánssíma með engum af mínum mikilvægu símanúmerum. Gleði mín yfir að fá símann minn aftur dvínaði þokkalega þegar ég uppgötvaði að símafélagið hafði ekki haft fyrir að setja númerin mín inn aftur eftir uppfærsluna!!! 

Já, svo nú þarf að senda mér sms með nafni svo ég geti haft samband, ekki fer ég að leita á netinu að númerum Pinch

Ásdís, 

Hulla,

Hjördís,

Linda, 

Stína,

Fjóla,

Elísa,

Dagga,

og þið hinar LoL

já, ég er ekki einu sinni með ísl símann minn því hann fékk að fara til Íslands . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ tad er svo leidinlegt og spælandi ad lenda í svona nokkru.

Læt tig hafa minn síma ef tú skildir vera einhverstadar á ferdinni í nágrenninu og langadir í kaffisopa.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 14.11.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kærleiksknús til þín yfir á eyjuna

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

ÆÆ, aumingja þú..... ég þekki þetta samt ekki þar sem ég hef eiginlega öll númer í höfðinu þótt ég hafi þau líka í símanum..... hef samt lent í svona minnisstíflu, þar sem maður man ekki einu sinni hluta af ákveðnu símanúmeri, og hvað gera bændur þá?

Gangi þér vel í símanúmeraupplýsingasöfnuninni

Lilja G. Bolladóttir, 16.11.2008 kl. 19:56

4 identicon

Hæ.. er nú heldur ekki með þitt nr. þar sem heimanr mitt er óvirkt og ég nota bara vinnusímann :) Vinnusíminn minn er 8460621

Hjördís 17.11.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband