Pæling á

 

Það er margt skrítið í þessum heimi og margt sem maður skilur ekki. Sumt finnst manni, að maður skilji og án efa skilur maður það á sinn hátt. Einhver annar getur skilið það á sinn hátt, sem jafnvel er allt öðruvísi... Ekkert eitt er alltaf rétt og ekkert eitt er endilega "rétta" lausnin. Dags daglega finnst manni að maður skilji og viti það sem maður þarf að vita. Það gefur innri ró og orku til að takast á við það sem þarf að gera.

Þegar þessi þæginda tilfinning er rofin getur margt gerst. Fer eftir mörgu í kringumstæðunum.

Tökum dæmi:

Venjuleg fjölskylda, þar sem foreldrarnir hafa sína vinnu, börnin ganga í skóla og lífið er í föstum skorðum. Allir mæta á morgnana á tilsettum tíma, hafa venjur sem eru gegnum gangandi, fara á íþróttaæfingar og sinna áhugamálum ýmis konar, koma heim og lífið keyrir í farveg sem er kunnuglegur, hann endurtekur sig í megindráttum virka daga. Þetta gefur ómeðvitað öryggi, er með til að skapa grunn að vellíðan og gleði. Fjárhagurinn er í jafnvægi því báðir aðilar eru í vinnu og hafa fasta innkomu og eftir henni eru útgjöld fjölskyldunnar sniðinn. Kannski gera tekjurnar ekkert nema að sleppa, en samt, út frá þeim er hægt að planleggja. Það gefur stöðugleika sem skapar öryggi. Öryggi sem maður hugsar ekki endilega um. Það er þarna.
Ef eitthvað verður til að raska þessu, hefur það víðtæk áhrif. Að sjálfsögðu fer það m.a. eftir eðli röskunarinnar hver breytingin verður.
Ég hef verið að velta fyrir mér lífsreynslu sem við fjölskyldan lentum í árið 2004. Ástæðan er sú að þá raskaðist okkar líf og við lentum í fjárhagslegri kreppu vegna alvarlegs slys sem einn fjölskyldumeðlimurinn lenti í.
Nú raskast líf margra íslenskra fjölskyldna í kjölfar fjármálakreppunnar. Hin daglegi rytmi er rofinn vegna uppsagna, áhyggjur vegna versnandi skuldastöðu heimilanna setja sitt mark á fólk og svona má lengi telja upp áhrif sem velta hinu daglega lífi fólksins sem fyrir þessu verður. Þegar svona er komið getur verið erfitt að sjá lausnir og oft þarf að taka þungbærar ákvarðanir. Fyrir mér er mikilvægt að fólk muni að hornsteinninn í lífi hvers og eins, er fjölskyldan og þar þarf að hlúa að og njóta samvista sem best.

Nú er ég ekki beinn þátttakandi að þeirri fjármálakreppu sem ríkir á Íslandi. Það gerir búseta mín í DK til margra ára að verkum. En til eru ýmiskonar kreppur og eins og ég sagði hér að ofan, tel ég að við höfum lent í afar erfiðri kreppu árið 2004. Kreppu sem nú er að ljúka hjá okkur en hefur markað allt okkar líf, valdið áhyggjum, skapað erfiðleika, breytt forgangsröðun og verðmætamati. Þegar litið er til baka finnst mér við hafa lært mikið, við stöndum þétt saman sem fjölskylda, erum sterk.
Við erum loksins komin á þann punkt að geta andað léttara. Við erum hér, getum margt og njótum þess. 

Okkar kreppu er lokið og ég trúi að nú sé bjart framundan. Eins mun aftur birta í íslensku þjóðfélagi. Ég hef svo mikla trú á hæfileikum fólksins í landinu okkar. Hæfileikum til að sigrast á erfiðleikum og verkefnum sem eru á fárra færi.

Áfram Ísland!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill já alveg magnaður, þörf pæling um það hvernig maður nýtir sér erfiðleikana til þroska. Vona að Íslendingum takist það í ríkum mæli.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Snilldarpistill!  Ég hef líka trú á fólkinu i landinu okkar en mikið asskoti er allt svart þessa dagana og hver fréttin skrautlegri og ótrúlegri.  Annars er ég hætt að vera hissa.

Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sannarlega eru fréttir dagsins í dag ekki góðar ef sannar reynast. Hrikalega á ég erfitt með að trúa því að menn vinni svona markviss skemmdarverk. Kannski ætti ekkert að koma á óvart lengur?

Guðrún Þorleifs, 3.11.2008 kl. 18:44

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódur pistill og gott innlegg í svartnættid sem ríkir hjá mörgum.

Ég veit ekki hvort madur er hættur ad vera hissa ,held reyndar ad madur sé svo dofinn ad tad sé fátt sem hefur áhrif meyra.

fadmlag til tín .

Gudrún Hauksdótttir, 4.11.2008 kl. 08:20

5 Smámynd: Hulla Dan

Snillingur eins og alltaf.

Risa knús til ykkar

Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 10:59

6 identicon

Sæl vertu frænka mín góð, og bestu þakkir fyrir móttökurnar í sumar. Ég er þessa dagana að burðast við læra á tölvuna en er bæði óþolinmóð og með tækjafælni á mjög háu stigi. Það tók langan tíma fyrir mig að læra á eldavélina mína,  Lárus minn var margbúin að reyna að kenna mér á hana,  en venjulega þegar ég fór að elda varð ég að kalla á hann til að kveikja.   Það er meira en skiljanlegt að aumingja karlinn minn væri orðin hundleiður á þessu brölti mínu.  Þá hitti ég mann sem býr hér í húsinu sem ég tjáði þessi vandræði mín. Þögull hlustaði hann á þessa fáránlegu frásögn stóð á fætur,  kallaði á mig og bað mig að sýna sér hvernig ég færi að sem ég og gerði. Ég hamaðist við að ýta á takkana (ég held að þeir séu kallaðir snertitakkar, þú skilur allt tölvustýrt) en ekkert gekk, að lokum lagðist ég ofan á hendurnar á mér með öllum mínum þunga sem er ekkert smáræði, en ekkert gekk, vélahelvítið var bara ísköld og tók öllum mínun tilraunum af eistöku fálæti og kulda. Hvað gerir þú ef Lárus er ekki heima spurði nú þessi góði granni mig, nú ég býð eftir að hann komi heim svaraði ég hreinskilnislega, en ef að Lárus er ekki heim t.d. í útlöndum?  Nú þá kaupi ég tilbúin mat svaraði ég og hita hann upp í örbylgjuofninum(ég lét þess ekki getið að mér hefði tekist að eiðileggja einn ofn, það var víst af því að ég setti einhvern fjandann í hann sem ekki mátti og kveikti í honum). Nú þarf ekki að orðlengja það að þessum ljóssins engli tókst að kenna mér á vélafjandann og get ég nú eldað án blótsyrða stuna og hrópa.Þakka þér fyrir áskorunina um að opna bloggsíðu, þú mátt trúa að gamla heksið gladdist, það eru raunar komnar fleiri og ég sé nú til, góðir hlutir gerast hægt.þnæst á dagskrá er að læra að senda imail og gæti ég trúað að það tæki næstu mánuði ef ekki ár. þbestu kveðjur í bili frænka. Dædý.

Dana 4.11.2008 kl. 16:33

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið Ég læt mig hlakka til kæra frænka

Guðrún Þorleifs, 4.11.2008 kl. 21:02

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta eru þarfar hugsanir á þessum tímum, og minnir okkur líka á að það er til ýmislegt verra en fjárhagskreppa. Sú er vissulega erfið en ekkert samanborið við veikindi ástvina eða missi þeirra. Og það þurfum við að minna okkur á. Fjölskyldan okkar og heilsan er það besta sem við eigum...... þótt fáir peningar vissulega geri lífið mun erfiðara.

Takk fyrir góðan pistil og Kan du ha' det godt, du....  

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband