Það sem ég vildi sagt hafa

Smá blogg hér í morgunnsárið. Var að sjá að það er seinkun í dag á fluginu heim. Gott að ég ætlaði ekki lengra en til einkasonarins.  Wink Nú er þessu vikuferð runnin á endadag. Ég sem hef verið alsæl með "jólasnjóinn" í jólagjafainnkaupunum (keypti meira en hárnæringuna Lilja) sit nú uppi með afleiðingar veðursins, flugseinkunn. Gaman að þessu.

Ég hef verið að skondrast smá í búðum þegar ég hef hætt mér út fyrir hússins dyr. Konan er ekki búin til jöklafara, heldur uppáklædd sem borgarpæja úr útlandinu, mjög skynsamleg Wink 

Í gær fór ég í Krónuna að kaupa hrygg og góðgæti handa fjölskyldunni heima, 4 hlutir í allt þar á meðal poki með fylltum lakkrís. Þegar ég kom að kassanum var afgreiðslusnótin í erfiðleikum með að skanna strikamerkið á lakkrísnum svo hún togaði í pokann, hornið af pokanum rifnaði af og ég horfði undrandi á hana leggja þetta hjá hinum vörunum. Ég vil ekki kaupa poka sem þú hefur rifið sagði ég. Afgreiðslusnótin horfði skilningsvana á mig. Reynslunni ríkari vissi ég nú að hún var ekki heyrnalaus heldur útlensk svo ég segi skýrt á ensku (með íslenskum hreim eins og hinir) að ég sé ekki að kaupa rifin poka. Hún yppir öxlum og ég ítreka að ég sé ekki að kaupa pokann og nú bendi ég á hann. Afgreiðslusnótin yppir aftur öxlum, tekur rifna lakkríspokann og segir 4850. Nei segi ég, ég ætla ekki að borga fyrir lakkríspokann sem þú reifst og ert búin að taka í burtu. Loksins skildi hún það, mínusaði vöruna, tók við peningunum, stóð upp og gekk fram fyrir búðarkassann þar sem stóð ungur maður. Á meðan ég pakkaði þessum fáu vörum sleikti hún tanngarð hans þarna við hliðina á okkur viðskiptavinum búðarinnar, eða hvað er maður í búð. . .
Svakalega spennandi að fara í búðir á Íslandi. Þetta var bara ein saga af fleirrum LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hhehe þessi slær öllu við!!!! 

Ía Jóhannsdóttir, 24.10.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og ég sem er að fara í Krónuna á eftir...held ég taki bara Bónus á matinn í dag. Matarlystin gæti afvegaleiðst við það að verða vitni að tanngarðasleikingum.

Já svona er ísland í dag!! Góða ferð aftur heim elskuleg. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ja hérna hér, þetta er 'Island í dag

Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

vadu segaeeikisledsk....Tetta tídir hvad segiru er ekki íslensk...á íslnendku

Knús til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 07:52

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég meina íslensku

Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 10:16

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur inn í fallegan sunnudag

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 11:07

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heppin er ég engin Króna hér og hef ekki séð tanngarði sleikta hér í bæ. Ég hefði örugglega verið búin að kalla á verslunarstjórann á þessu andartaki.  Knús og kærleikskveðja til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband