Home alone . . .

Já já, bara alein heima með hundinn. Fjölskyldan út um hvippinn og hvappinn í mislangan tíma. Smá skrítið að vera svona ein heima en samt allt í lagi því það er bara stutt Wink

Það er þó ýmislegt sem kemur á daginn í mínu eðli þegar ég er svona ein. Ó, já. 

 

Nú eru það leyndarmálin sem afhjúpast.

 

Humm... bull

 

Bara að skapa stemmingu LoL

 

Málið er að ég hef komist að því að það er þokkalega gott fyrir mig að ég bý ekki ein!

Ég kann ekki að borða ein! Þar með er eitt leyndarmál afhjúpað Blush
Byrja daginn fínt að vanda með sheik. Svo er vatnið en síðan er bara allt í bullandi tjóni! Í gær borði ég 5 kleinur og þar með var næringu þess dags lokið. Já, sheik og 5 kleinur. í dag sheikinn og vatnið (er vatnssjúk) og síðan. . . úff nú er illt í efni Pinch pulsa með öllu og franskar. Að sjálfsögðu vatn með. Enginn kvöldmatur, en nú var ég lögst fyrir framan imbann með popppoka að horfa á einhvern þátt. Man ekki á hvaða rás, því ég "sappaði væk" þegar komu auglýsingar og nú finn ég ekki rásina aftur og allstaðar eru auglýsingar eða vonlausir þættir. Shocking Man núna af hverju ég horfi svona lítið á sjónvarp, ég hef bara ekki þolinmæði í þetta auglýsingavesen. Kannski ég ætti að krefjast þess að vera bara með eina rás? 

Já, eins og ég  sagði hér í upphafi, ég er ein heima og til að vekja ekki athygli þjófa og ræningja á því er ég bara með kveikt á kertum. Það kemur líka í veg fyrir að einhver álpist hér í heimsókn á meðan ég er í þessu leikriti mínu Wink

Nú, ég er frekar tæknivædd/sjúk kona er mér ljóst og til að fá útrás fyrir það er ég bara með kveikt á tveimur tölvum, var að slökkva á þeirri þriðju og sú fjórða er vandlega pökkuð niður í Nike tölvutöskuna mína. 

Það er orðið of seint að halda áfram að leita að þessum vitlausa þætti sem ég tíndi, því ég veit að nú er að hefjast danskur þáttur um sjötta skilningarvitið og sorry þar finnst mér Danir frekar lost, svo ég horfi ekki á þessa þætti.

En já, ég er með kveikt á tveimur tölvum því ég ætla að vera viðbúin þegar prinsessan í Ammríkuhreppi kemur heim úr skólanum á eftir, nú á að tala við krakkann Wink

Over and out

 

Still home alone Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 22.9.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Skil vel að þú sért með kveikt á mörgum tölvum- eins gott ef ná á sambandi við prinsessur í henni stóru Ameríku- vonandi náðist samband  Eigðu góðan dag  

Birna Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 05:38

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að þú átt nógu margar tölfur ekki veitir af að hafa lika til vara ef bilar

Kristín Gunnarsdóttir, 23.9.2008 kl. 09:03

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta tókst allt að óskum, ég gat vakað fram eftir kvöldi og var farin að hjálpa dótturinni með heimanám í gegnum tölvuna, bara skemmtilegt

Guðrún Þorleifs, 23.9.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband