Sumarið hefur liðið hratt. Þannig er lífið þegar það er gaman og mikið um að vera. Ég hef verið vananum trú og verið á faraldsfæti. Þannig hefur það einnig verið með aðra í þessari fjölskyldu.
Til að tipla á því sem á daga hefur drifið í stuttu máli ákvað ég að setja inn myndablogg.
Alltaf gaman af myndum
Til að tipla á því sem á daga hefur drifið í stuttu máli ákvað ég að setja inn myndablogg.
Alltaf gaman af myndum
Prinsessan lauk náminu í höllinni þann 29/6 og rétt náði að koma heim, borða kvöldmat, sofa smá og pakka síðan niður í tösku því nú var ferð hennar heitið til Íslands í sumarvinnu.
Áður en sólahringur var liðinn höfðum við foreldrarnir sótt barnið okkar og sent það áfram.
Áður en sólahringur var liðinn höfðum við foreldrarnir sótt barnið okkar og sent það áfram.
Litla Rósin okkar átti sér einn draum áður en hyrfi til suðurs í lengri eða skemmri tíma,
það var að fá að þvo glugga!!!
Mig undraði þessi ósk, en skýringin var að í skólanum var hún látin þrífa eldhússkáp á meðan strákarnir fengu að því glugga. Að sjálfsögðu fékk hún þá ósk uppfyllta.
Nú eru hér krúttlegir taumar á öllum gluggum en þeir fá að vera aðeins lengur, bara sætt.
það var að fá að þvo glugga!!!
Mig undraði þessi ósk, en skýringin var að í skólanum var hún látin þrífa eldhússkáp á meðan strákarnir fengu að því glugga. Að sjálfsögðu fékk hún þá ósk uppfyllta.
Nú eru hér krúttlegir taumar á öllum gluggum en þeir fá að vera aðeins lengur, bara sætt.
Svo fórum við í ferðalag. Ó, já smá óvissa í upphafi ferðadagsins. Héldum að við værum að far með flugi til Tyrklands kl 19 um kvöldið. Héldum það alveg til kl 14 þá var ljóst að það var ekki svo. Plan B var tekið í notkun, fötum og þörfum hlutum skellt í bílinn og haldið af stað eftir hraðbrautum Þýskalands. Gaman að skoða þýskar hraðbrautir og trén með fram þeim. Fórum til Trier og þaðan til Lux. Skelltum okkur á gott hótel og tókum púlsinn á stöðunni. Bæði vorum við ekki sátt við að vera að fara í þetta bílaferðalag, vorum í huga okkar á leið til Tyrklands. Til greina kom að fara út á flugvöll og kaupa ferð til þangað en frá því var horfið, því við þurfum að fara þangað á einhverjum tímapunkti. Eftir innhverfa og úthverfa íhugun á haus og í sólbaði var ákveðið að fá það besta út úr Þýskalandsökuferð. Sniðgengum við því allt sem heitir hraðbrautir, skoðuðum ókunn þorp, gistum í vínræktarhéruðum, kynntumst Carmen og rauðvíninu hennar.
Létum okkur fljóta niður með Rín sem launaði okkur með því að færa okkur að Rínarfossum.
Stórkostlegt að koma þangað. Við vorum rosalega hrifin af fossunum og umhverfinu. Röltum yfir til Sviss og héldum svo til Bodensee. Fengum gistingu á hóteli með útsýni yfir vatnið, til Austurríkis og Sviss. Bara flott.
Eftir það lá leiðin til Kempten og þar fundum við veiðivini sem eiga hótel. Þar fengum við svítu og var dekrað svo við okkur, að við vildum ekki heim.
Í Kemten er stutt í fjallgöngur og létum við það tækifæri ekki ónotað, skelltum okkur tvisvar í brattar og háar brekkur. Þvílíkt útsýni!
Eftir frábæra daga í Kemten brunuðum við heim í einni lotu á laugardegi enda fákurinn góður.
Þar fengum við góða gesti sem dvöldu hjá okkur uns til ég skellti mér til Íslands á miðvikudeginum. Kannski segi ég seinna frá því í máli og myndum. Þessi færsla tók 2 daga með pásum, því myndirnar vilja ekki hlaðast inn hjá mér.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Föstudagur, 22. ágúst 2008 | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
"Röltum svo yfir til Sviss"
Þú ert algjör...
Gaman af svona myndum...
Knús og kossar
Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 20:10
Huld S. Ringsted, 22.8.2008 kl. 23:35
Bodenzee er í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum. Gaman að lesa þessa færslu, hafðu það gott darling.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.