Senn líður...

Líður og bíður.

Hér hefur fátt verið skrifað.

Því minna sýnt.

Margt til frásagnar en þagað þunnu hljóði. 

Enginn spurt frétta.

Ferðir farnar og komnar,

fram og til baka,

alla leið.

Bloggvinir horfið af lista.

Aðrir eru, en eru samt ekki.

Sakna nágrannans úr Bökkunum,

bara tíndur.

Ferlegt.

Eiginlega bara hreint ekki sniðugt.

Aðrir hafa komið inn í heimsókn ,

nýir.

Nýtt er líka fínt.

Fyrir hvern er bloggað?

Mig?

Þig?

Veit það ekki.

Bara búin að bulla svona í 7 ár.

Þar og hér.

Hér og þar.

Furðulegt athæfi.

Getur samt gefið gott.

Á nú 1 góða vinkonu í gegnum bloggið.

Ótrúlega merkilegt það.

Fann krúttlega frænku hér út í sveit.

Rík.

Les hjá ljúfu fólki.

Les hjá gamansömu fólki. 

Nenni ekki að lesa leiðindi.

Finnst lífið of skemmtilegt.

Fínt að dansa á tánum við fiðluleik,

ef maður getur það...

Já, svei mér ef það er ekki að koma haust og ég ekki sagt neitt Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, að dansa á tánum við fiðluleik, það getum við sko sannarlega.  Ekki sama hver spilar á hana.   veit stundum ekki hversvegna ég er á þessu bloggi, en það er gaman að skiptast á skoðunum og hitta skemmtilegt fólk, ég hef alltaf svolítið gaman að stríða sumum.  Þú verður þarna áfram og ég hérna það er gott og gaman. Knús og hrós á þig og þína  kæra vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Hulla Dan

Þú bloggar t.d fyrir okkur Ásdísi  
Hlakka til að hitta ykkur (89%) á föstudaginn.

Svo verðum við að fara að plana smá kaffi hitting...

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hulla mín, feitabolluhátíðinn er á laugardaginn

..og já kaffihittingur nú orðið möst, verð nú bara að segja það.

En... fyrst þarf ég að halda hátíðina, fara kannski til Tyrklands í næstu viku (hefur þú heyrt þetta áður?) senda örverpið til USogA og svo...

Guðrún Þorleifs, 19.8.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Hulla Dan

Laugardaginn... já þá ættu líkurnar að fara upp í 92% sem er nú nokkuð gott.

Ég er að byrja á næturvöktum núna á fimmtudaginn. Þú skellir þér bara á meðan til Tyrklands (heyrt þetta áður)
Örverpið til US-BLA  svo hefuru bara samband mín kæra...

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Líst vel á líkurnar  

Verðum í bandi.
Hvernig fer með Tyrkland kemur í ljós, nú er "mútterin" tínd og ekki fer ég ef ég finn hana ekki. Er eins rassálfur í hlutverki Karls Blomkvist í augnablikinu.

Guðrún Þorleifs, 20.8.2008 kl. 08:09

6 Smámynd: Hulla Dan

Týnd??? Hvernig má það vera?

Veit ekki hver karl Blokvist er  en þekki rassálfa.

Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 10:31

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hún er spes, þess vegna er þetta nú svona.

Karl Blomkvist er einn af afkvæmum Astrid Lindgren. Hefur þú ekki lesið allar bækurnar henanr??? 

Guðrún Þorleifs, 20.8.2008 kl. 11:05

8 Smámynd: Hulla Dan

Jú hélt það.
Ertu að tala um Kalla???

Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 11:26

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já, fullu nafni Karl Blomvist. Höfum þetta virðulegt

Guðrún Þorleifs, 20.8.2008 kl. 12:39

10 Smámynd: Hulla Dan

Ohh Kalli!!!

Hvérnig í ósköpunum átti ég að vita hvað hann héti fullu nafni

Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 13:35

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hvað er í gangi guðrún mín !!! þetta er eins og lífið fólk kemur og fer og kemur stundum aftur og stundum ekki !

knús og kærleikur á þig í suðursveitinni !!!

steina 

ekki eruð þú og hulla ulla að tala  um karlson på taget ??? 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 15:38

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Nákvæmlega Steina mín, bara að pæla í þessu. Stundum veit ég ekkert hvað ég er að gera hérna
Humm . . . Karlson på taget? Minnir nú að bókin heiti Karl Blomkvist, hún varð aldrei eins vinsæl og margar af öðrum bókum Astrid Lindgren. En svei mér ef honumgekk ekki betur að upplýsa mál en mér

Guðrún Þorleifs, 21.8.2008 kl. 16:43

13 Smámynd: Hulla Dan

Bókin heitir bara "Kalli á þakinu", og mig minnir að bók nr 2 hafi heitað " meira af Kalla á þakinu"
Átti þær báðar og reyndi að láta mér þykja kjötbollur góðar um tíma því að það var uppáhalds maturinn hans

Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 06:25

14 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vááá hvað erum bókmenntalegar

Reyndi að kvitta hjá þér áðan en misstókst. Dem...

Guðrún Þorleifs, 22.8.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband