Símtal og þakkir

Í gær vorum við "stjórnarfulltrúar" fjölskyldunnar staddar upp í búð hjá Fjólu systir. Mjög skemmtilegt hjá okkur. Tekin flott ákvörðun um að hittast í dag með alla þá afkomendur sem eru á landinu. Það þýðir að einungis vantar 1, flökkudrenginn minn Heart

Þar sem við stóðum þarna og skemmtum okkur, hringir síminn hjá múttu krúttu og ég heyri hin eina sanna hljóm frumburðar míns á hinum enda samtalsins. Mútta krútta ljómaði eins og sól, þegar hún heyrði rödd elsta barnabarnsins síns. Hún hafði ekki heyrt í honum í 110 daga. Þau létu móðan mása, skiptust á fréttum og upplýsingum, hlógu og voru svo glöð. Síðan fékk ég tólið og við töluðum þangað til símakortið hans var búið. Ekkert smá sem ég hlakka til að knúsa hann 2. ágúst!!!

Þetta samtal ásamt "stjórnarfundinum" setti af stað vangaveltur hjá mér. Ég fór að velta því fyrir mér hvílíkt ríkidæmi mamma og pabbi ættu. Ég komst að því sem ég vissi reyndar, að þó svo pabbi sé mikill sjúklingur þá hafa þau í sínu lífi eignast það sem er mikilvægast að mínu mati: hamingjusama fjölskyldu. Á föstudaginn eru 50 ár síðan þau eignuðust fyrsta gullmolann sinn og síðan hefur þeim fjölgað. Þau eiga í dag 4 gullmola sem allir eiga hver sína 3 gullmola og fleiri gullmolar hafa bætts í hópinn og í dag teljast formlega 20 gullmolar í safninu. Ómetanlega verðmætt safn þarna á ferðinni.

Barnalán hefur fylgt pabba og mömmu, en ekki verður annað sagt en að foreldralán hafi fylgt börnum þeirra. 

Að hafa átt foreldra eins og við systkinin eignuðumst er ómetanlegt veganesti inn í þennan heim.  Við vorum umvafin kærleika og öryggi. Við vorum hvött til dáða, á okkur var trúað og treyst.

Uppeldi okkar gaf okkur gott veganesti út í lífið. Það gerði það að við höfum staðið af okkur lífsins öldugang, staðið saman og gefið hvert öðru væntumþykju og stuðning.

Í dag er það pabbi sem nýtur þess að mamma er eins og hún er.  Hún mamma sem af ást og eðlislægri umhyggju hefur sinnt okkur öllum, sér nú um hann pabba og gerir allt sem hægt er til að gera honum lífið sem best við þær aðstæður sem lífið hefur skapað honum. Hún mamma er ótrúleg. Hún er snillingur í því sem hún gerir og tekur að sér. Hún hefur aldrei gefist upp þó á móti hafi blásið nú þegar hún er ein í lífsbaráttunni. Hún hefur ótrauð tekið að sér verkefni hennar og pabba hér í þessum heimi. Hún á allan stuðning okkar systkinanna vísan þegar á þarf að halda. Að eiga svona mömmu er ómetanlegt. Hvort við erum nógu dugleg að segja henni hvað okkur þykir gott það sem hún gerir alla daga, efast ég um. 

Í kvöld verður fjör, þá ætlum við að hittast og það frábæra er að einungis vantar einn í hópinn og það er ásættanlegt. Hann er úti að leika sér í hinum stóra heimi, safna reynslu fyrir lífið, vaxa og þroskast sem einstaklingur. Það er gott. Hann er elsta barnabarnið. Á sérstakan stað í huga afa síns og ömmu, því hann hefur verið svo mikið hjá þeim. Hann gekk með þeim í gegnum tímabil sem breytti miklu í lífi fjölskyldunnar.  Tímabilið þegar heilsan hans pabba hvarf frá honum. Það voru erfiðir tímar en þroskandi fyrir ungan dreng. Tímabil sem hefur mótað hann og verið með til að gera hann að þeim frábæra einstakling sem hann er.

Takk elsku mamma og pabbi fyrir allt það góða sem þið hafið gert fyrir mig og börnin mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Guðrún mín, það sem þú skrifar um núna er eins satt og ég er til.  Hún mamma þín er engri lík, er alltaf reyðubúin til þess að vera til staðar þegar á þarf að halda.  Hún er stoð og styrkur fyrir stórfjölskylduna, það hef ég séð. 

Góða skemmtun í kvöld og ef þú lest þetta fyrir kvöldið, þá skilaður kveðju til allra frá okkur Sigga.  Hafðu svo góðan tíma á okkar fagra landi. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 23.7.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er alveg yndisleg færsla ! til hamingju með að hafa svona gott fólk í kringum þig, það er gjöf.

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg færsla kæra vinkona.  Gott að vera í svona fjölskyldu.  Njóttu tímans með fólkinu þínu og ég hlakka til að knúsa ykkur Billa á morgun. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Hulla Dan

Hvað á það að þýða að græta mann svona á fallegum sumardegi???
Hún mamma þín er einstök og það ert þú líka.
Skilaðu heljarinar knúsi á hana og pabba þinn.

Hulla Dan, 24.7.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið og kvittið Áslaug, skila kveðjunni

Kær kveðja til þín Steina

Takk fyrir mig Ásdís mín og nú hlakka ég bara til að fá góðar fréttir

 Hulla, það gerir fegurðardísum gott að skæla smá

Guðrún Þorleifs, 25.7.2008 kl. 10:41

6 identicon

Nú var ég lengi að kveikja ;)
Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn þinn, Guðrún mín.
Megi gæfan fylgja þér ávalt og allstaðar !

Bibba 25.7.2008 kl. 17:47

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hmm, ég veit... og ég veit að þú veist að ég þekki mömmu þína.... og reyndar líka pabba, en konan, hún mamma þín, er náttúrlega bara einstök kona..... Ég vildi að ég gæti sagt það sama um pabba þinn, en ég þekki hann því miður ekki á sama hátt vegna veikinda hans. En ég þekki hana Pollý..... og miðað við það ástríki sem mamma þín býr honum, þá er þar einstakur maður á ferð líka.

Þú verður sko virkilega að knúsa mömmu þína frá mér og segja henni hvað mér finnst hún frábær!!

Það er líka yndislegt að hafa alist upp í ástríkri fjölskyldu og vita að maður nýtur ástar og stuðnings þar..... ég hef líka þau forréttindi

Lilja G. Bolladóttir, 26.7.2008 kl. 01:21

8 identicon

Verð nú að setja afmæliskvitt hér líka elsku stóra mín sem sagt fyrir 25 júlí sí jú

Fjóla systir 26.7.2008 kl. 12:47

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.7.2008 kl. 11:47

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

He he . .   Bibba mín og takk

Skila þessu Lilja

Fjóla mín, gaman að "sjá" þig hér
Takk fyrir Huld

Knús á ykkur, frá dekurrófunni

Guðrún Þorleifs, 29.7.2008 kl. 11:22

11 identicon

Elsku hjartans Guðrún Leifs og Pollýardóttir: Til hamingju með árin 50  við sendum þér fullt af kossum og knúsi úr firðinum fagra, nánar úr Hrannó nr.15 og frá Ægir frænda á sjónum ... 

Ég fylgist nú með ykkur í fjölskyldunni í gegnum síðuna þína, já ég veit að ég á að kvitta þegar ég kíkka á þig, geri það hér með.

Já mamma þín og pabbi eru yndisleg  og voru alltaf einstaklega samhent í öllu og  man ég hvað var alltaf gott að koma og gista í Núpabakkanum hjá ykkur í den. Það var nú alltaf mikið hlegið og mikið talað.

Knúsaðu þau alveg sérstaklega því okkur þykir svo óendanlega vænt um þau.

Guðný Ágústsdóttir 30.7.2008 kl. 22:16

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk, takk, elsku Guðný mín og gaman að vita af þér

Skila kveðjunum og sendi kærar kveðjur til baka

Guðrún Þorleifs, 31.7.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband