Friðarspillar???

Alveg hefur það verið með ólíkindum hvernig ferð Balda og Birnu hefur verið. Sem betur fer hefur ferðin í alla staði gengið vel hjá þeim. En... 
Það er nefnilega þetta skrítna sem fylgir sem en... Þegar þau yfirgefa staði fer allt á annann endann eða því sem næst. Sprengjur springa og órói í gangi. Þau hafa lofað að reyna skilja betur við staði en mér sýnist að það hafi ekki alveg tekist í Katmandu höfuðborg Nepal. Þar er nú allt á leið til...  ja, fer eftir stjórnmálaskoðun manns hvort allt sé á leið til andsk... eða til hins betra. 

Hér er frétt sem ég tók á mbl.is:

"Borgaryfirvöld í höfuðborg Nepal, Katmandu, hafa lagt bann við mótmælafundum og -göngum í hluta borgarinnar. Bannið tekur gildi í dag en eftir tvo daga mun nýkjörið þing landsins koma saman og lýsa yfir lýðræði en landið hefur verið konungsríki í rúmlega tvö hundruð ár.

Maóistar sigruðu í kosningum sem fram fóru í Nepal í síðasta mánuði og þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir sagði Prachanda, leiðtogi maóista, að fyrsta verk nýs stjórnlagaþings yrði að leggja niður 239 ára konungsveldi Nepals. „Það verða ekki gerðar neinar málamiðlanir varðandi konungsveldið," sagði Prachanda."

Baldvin hafði mjög gaman af því að kynna sér það sem var og er að gerast í Katmandu þegar hann var þar og var áhugi hans orðin slíkur að ég mælti með því að hann færi að hypja sig úr landinu svo hann færi ekki að taka þátt í þessum þörfu breytingum Wink
Í Nepal eins og mörgum fátækum konungsríkjum sveltur þjóðin á meðan konungsveldið veltir sér í ofgnót og alsnægtum.
Það er von mín að þessi stjórnarbreyting gerist hið fyrsta og að þessu stolta fólki takist að byggja upp ríki sem hlúir og eflir þegna landsins. Þetta duglega fólk sem byggir Nepal á allt gott skilið.

Baldi minn, hvernig er ástandið í Norður-Tailandi?
Drífa sig að nýta netið Smile

Megi þið eiga góðan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Það veður ábyggilega úr öskunni í eldinn.  Þeir innlima svo vesalings þjóðina inn í Kína og þá fyrst verður fjandinn laus.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Því hversu mikils virði er fullur magi ef maður má ekki hafa sjálfstæða skoðun á neiniu. Það er ýmugustur af Maoistum.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta getur auðvitað verið eins og pest og kólera. Verum bjartsýn og vonum að þessi þjóð beri gæfu til að komast alla leið til farsæls sjáfstæðis. Vona það besta. . . .

Guðrún Þorleifs, 28.5.2008 kl. 06:09

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Bara að kíkja á þig hérna, Guðrún mín. Þekki líklega ekki nógu vel til þess sem þú ert að skrifa um, til þess að tjá mig neitt, en sendi þér bara góðar sumarkveðjur til Danmerkur í staðinn!!

Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 00:48

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já, vesalings fólkið að lifa við þetta !!

fallegan dásamlegan laugardag mín kæra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Langaði bara að segja hæ, vildi ég væri komin til þín. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 19:22

7 Smámynd: Hulla Dan

Hvar ertu frænka???

Hulla Dan, 6.6.2008 kl. 19:19

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

hér er ég, hér er ég

Guðrún Þorleifs, 7.6.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband