Ákvað að setja inn myndir frá síðasta ferðalagi. Er þannig að ná í "skottið" á mér Mikilvægt að fjölskylda og vinir geti nú fylgst með hvert öðru þegar svo margir eru á brölti út um allt
Ferðin til Marakó lá í gegnum Heathrow. Já, nákvæmlega!!! Terminal 5 var áfangastaður þegar komið var frá Hamborg. Það var skrítin tilfinning að hafa lesið um töskuvandamálin þarna og lenda svo sjálfur í vandamálinu!
Ég var þó heppnari en margir. Taskan fannst eftir um 2ja tíma leit.
Úti urðum við að bíða 1 tíma eftir hótelbus (hefðum átt að taka taxa).
Þannig fóru 3 dýrmætir tímar í ekkert, en planið var að skjótast inni borgina og berja hana aðeins augum.
Hótelherbergið í Lon og don var lítið enda átti bara rétt að sofa þar yfir blánóttina.
Við fórum snemma á fætur og nú tókum við taxa út á flugvöll. Vel gekk að tékka sig inn og flugið til Madríd fór fínt upp og fallega niður. Alltaf gott mál þegar þannig gengur. Í Madríd þurftum við að bíða í vélinni meðan þeir sem ekki ætluðu lengra yfirgáfu vélin. Þegar það lið var farið var okkur smalað í rútu og nú hófst rútuakstur um neðanjarðargöng Madrídarflugvallar. Var ekið með okkur í ótrúlega langan tíma um þessi göng og ranghala. Á einhvern leiðarenda komum við og þar var okkur hleypt út. Ekki var erfitt að finna út hvert við áttum að fara, því allt var sett upp í pottþétt kerfi sem virkaði. Við komumst svo í vélina sem flutti okkur til Tanger.
Á Tangerflugvelli beið okkar einkabílstjóri á Landkruser
Hann ók okkur á 5 stjörnu hótel og þar var nú þokkaleg aðstaða.
Rúmgott og bjart herbergi.
Góðar "svalir", yndislegur gróður og fínn hiti
Við skelltum okkur strax í göngutúr í góða veðrinu.
Byrjuðum í garðinum við hótelið.
Utan við garðinn var ströndin og seglskúta á ferð
Því lá leiðin niður á lystbátahöfnina, hvað annað?
Veður var þannig að ekki var vandamál að stúta einum köldum utan dyra
Maturinn var ekki neitt sem olli vonbrigðum frekar en annað þarna . . .
Netið var hægvirkt en við gátum kíkt á mbl.is.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Þriðjudagur, 8. apríl 2008 (breytt kl. 21:29) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Ok! Ég þanngað
Sitt hérna skjálfandi á beinunum, því allir eru farnir að sofa og ég NENNI ekki að reyna að við að kveikja upp. Tekur minst 2 tíma hjá mér.
Þrái hita og sól og er ekki vel að fatta afhverju er ekki löngu komið sumar hjá okkur.
Ætti kannski að flytja nyðureftir.
Hulla Dan, 8.4.2008 kl. 21:35
Hulla, sammála!!! Það er of kalt hér núna. Þurfti að skafa rúðurnar í morgunn Vona að það verði ekki svona á Íslandi!!! Þegar við hittumst skal ég kenna þér að kveikja upp. Held að þá verði komið svo gott veður að þú munir ekki hafa þörf fyrir þekkinguna Vesen á þér að vera að þvælast svona til Köben
Guðmundur, þetta var heilmikil upplifun fyrir okkur. Kom okkur á óvert hve gríðarleg uppbygging er þarna komin í gang. Það var magnað að koma þarna.
Guðrún Þorleifs, 9.4.2008 kl. 06:39
Yndislegar myndir, gott að ferðin gekk svona vel. Hafðu það sem best mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 10:21
Ásdís mín, gangi þér vel á morgunn
Guðrún Þorleifs, 9.4.2008 kl. 16:11
yndislegt !!! ohhh sumar og sól !
Blessi þig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:15
Steina mín, eigum við ekki að trúa því að brátt verði hjá okkur sumar og yndisleg sól
Kær kveðja til þín
Guðrún Þorleifs, 9.4.2008 kl. 16:41
Æææðislegar myndir...... ég sit núna á næturvakt, er syfjuð og mér er kalt, en gott ef ég fékk ekki smá hlýju í kroppinn við að lifa mig inn í myndirnar þínar
Lilja G. Bolladóttir, 12.4.2008 kl. 01:41
Flottar myndir! Ég hef einu sinni komið til Marokko, frábær staður
Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.