Nú er ég komin fram úr sjálfri mér og dönsku tímatali. Ég er sem sagt án klukku farin að vakna kl 6.30 hvort heldur er frí eða ei Sumartíminn skellur ekki á fyrr en um næstu helgi og þá verð ég í Berlín. Það er í sjálfu sér allt í lagi að vakna svona snemma alla daga ef ekki væri fyrir það, að ekki er svo mikið að gera svona snemma dags. Ræktin opnar ekki fyrr en kl 8 og 9 á svona spesíal dögum og aðrir íbúar hússins sofa svefni hinna réttlátu og ekki vert að vekja þau með hávaðanum í mér
Ég er sem sagt búin að vera að mæta í ræktina í fríinu. Alla daga, ójá!!!
Á Skírdag skellti ég mér með Stínu nabo í ræktina. Við náðum fínni sveiflu þarna og drengpjakkarnir hennar héldu þetta þokkalega út. Getur bara ekki verið gaman að þurfa að hanga svona fyrir atorkusama pjakka. Við bókuðum okkur í spinningtíma sem verður á eftir. Þar með er ég vonandi búin að brjóta þann múr. Vona bara að mér líki þjálfarinn. Er samt raunsæ og veit að ég verð að stilla kröfunum í hóf. Engin er sem Daggan sem nú er orðin Reykjanesbæingur.
Ef ekki væri fyrir það að Stína nabo ætlar með mér, væri ég búin að afpanta tímann. Ekki er veður þannig að ég færi í hjólatúr í staðinn. Hér geisar mikið vorhret á glugga (bílrúðum).
Framkvæmdir með herbergi prinsessunnar eru á lokastig. Hún er flutt inn en aðeins vantar að setja síðustu hönd á innstungur fyrir rafmagn og sjónvarp. Það kemst í lag í dag. Þá er einnig fyrir hugað að fara í smá innkaupa leiðangur og mubla upp hjá henni. Kröfurnar eru ekki stórar bara eina hillu Vona að við finnum hina einu sönnu hillu.
Heppnin var með mér í gær, ég fann húsnæði til að geyma skápinn, skrifborðið, hilluna og annað skrifborð. Hjúkket. Kem þessu vonandi frá mér seinni partinn. Þá er kannski von til þess að ég nái að laga til í stofunni, sem litið hefur út eins og Flóamarkaður með allt þetta dót/drasl sem fylgir svona framkvæmdum
Ég er komin með upp í kok nóg af húsaendurbótum Verst að eftir er að einangra herbergið hjá Ingunni Pingunni og alveg eins líklegt að það fái að bíða haustsins því nú fara útiverkefni að vera aðkallandi.
Never ending story....
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Laugardagur, 22. mars 2008 (breytt kl. 07:04) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Djöf.. ertu dugleg kona!!!
Talandi um að þín stofa líkist flóamarkaði... þá er stofan mín (fyrir utan besta sófa í heimi) hreinlega keypt á flóamarkaði Mubblubúð dauðans.
Hulla Dan, 22.3.2008 kl. 16:20
Ha ha ha... Mubblubúð dauðans, nákvæmlega!!! Nú fatta ég afhverju mér líkar ekki á flóamörkuðm Of "margir" þar
Guðrún Þorleifs, 22.3.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.