Vaknaði í morgunn og langaði að snúa mér á hina hliðina, átti hana örugglega eftir. Slæm samviska kom mér fram úr. Allt var tilbúið fyrir átökin. Ég hafði munað eftir því að sækja æfingagallann út á grænu snúruna mína rétt áður en ég fór að sofa. Það þýðir að verknaðurinn fór fram í myrkri utan dyra og einnig hér innan dyra. Til hvers að vera að kveikja ljós þegar allt er komið í ró og maður veit hvar allt er? Raðaði mínum galla á stofuborðið, þá get ég hoppað í hann með lokuð augun þegar ég kem fram úr herberginu á morgnana. Liggur vel við minni leið inn í daginn. Í morgunn ætlaði ég bara að smella mér í gallann í morgunnskímunni, óþarfi að kveikja ljós. Þegar ég tek svarta NIKE bolinn heyrðist þvílíkur hávaði!!! Mér dauðbrá. Hljóp með bolinn út í dyr og hristi hann og snéri.(mundi ekki eftir svalahurðinni við hliðina á mér ) Það var bara of seint! Ferlíkið sem hafði geymt sig í bolnum mínum hafði sloppið út á leið minni í gegnum eldhúsið og nú hvein og söng í öllu þar. Þvílík risa ófreskja!!! Ég vopnaði BT með flugnaeitursbrúsa af stærstu gerð og nú átti ófreskjan ekki nokkra von. Hún lét í lægra haldi eftir mikla baráttu. Úðabrúsinn er tómur, ófreskjan dauð og ég hef tekið gleði mína á ný.
Allt er gott sem endar vel.
Finnst mér
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Miðvikudagur, 19. mars 2008 (breytt kl. 09:54) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Hahahaha
Það verða að fylgja myndir með svona færslu!
Baldvin 19.3.2008 kl. 09:27
Halló!!! Ég er rétt að jafna mig. Hugsaðu þér ef þú hefðir orðið hálf móðurlaus þarna
Spurning um að fá Gul til að teikna þetta fyrir þig 
Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 09:56
Arg!! í svona tilfellum vil ég hafa vetur allt árið
Huld S. Ringsted, 19.3.2008 kl. 20:18
já, það er málið Huld, muna að njóta árstíðarinnar
Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 21:18
Hummm mér rennur kalt vatn milli bols og baks... Hvað í ósköpunum var þetta???
Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 21:26
SKRÍMSLI!!!
Ógeðsleg fiskifluga af risa ættum
og þvílíkur hávaði sem hún gaf frá sér. Ómar enn í eyrum mér 
Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 21:37
Fiskifluga
og hrossaflugur 
Ég veit nú margt ógeðslegra...
T.d kóngulær
Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 21:48
HALLÓ Hulla!!! Athugaðu að þetta var ófreskju fiskifluga og hún var með magnara. Hún var alveg brjáluð!!! ( úr hræðslu??? )
Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 21:59
Ú þá er þetta náttúrulega allt annað mál.
Gerði mér bara enga grein fyrir að hún hefði verið með magnara!!!
Voðalegur hrillingur er að heyra þetta....
Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 22:25
Sorry, skulda víst ufsilon þarna uppi, í hryllingnum
Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 22:28
Í morgun þegar ég vaknaði átti ég enga hlið eftir svo ég fór á fætur, guði sé lof að hér voru engin skrímsli á ferð, nema þetta sem ég þekki og heitir Bjarni Ómar og er reyndar ekkert ógnvekjandi í mínum augum, lengur
knús
Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 23:09
Þið eruð skemmtilegar
Gleðilega páska
Guðrún Þorleifs, 20.3.2008 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.