Upp á líf og dauða . . .

Vaknaði í morgunn og langaði að snúa mér á hina hliðina, átti hana örugglega eftir. Slæm samviska kom mér fram úr. Allt var tilbúið fyrir átökin. Ég hafði munað eftir því að sækja æfingagallann út á grænu snúruna mína rétt áður en ég fór að sofa. Það þýðir að verknaðurinn fór fram í myrkri utan dyra og einnig hér innan dyra. Til hvers að vera að kveikja ljós þegar allt er komið í ró og maður veit hvar allt er? Raðaði mínum galla á stofuborðið, þá get ég hoppað í hann með lokuð augun þegar ég kem fram úr herberginu á morgnana. Liggur vel við minni leið inn í daginn. Í morgunn ætlaði ég bara að smella mér í gallann í morgunnskímunni, óþarfi að kveikja ljós. Þegar ég tek svarta NIKE bolinn heyrðist þvílíkur hávaði!!! Mér dauðbrá. Hljóp með  bolinn út í dyr og hristi hann og snéri.(mundi ekki eftir svalahurðinni við hliðina á mér Blush) Það var bara of seint! Ferlíkið sem hafði geymt sig í bolnum mínum hafði sloppið út á leið minni í gegnum eldhúsið og nú hvein og söng í öllu þar.  Þvílík risa ófreskja!!! Ég vopnaði BT með flugnaeitursbrúsa af stærstu gerð og nú átti ófreskjan ekki nokkra von. Hún lét í lægra haldi eftir mikla baráttu. Úðabrúsinn er tómur, ófreskjan dauð og ég hef tekið gleði mína á ný.

Allt er gott sem endar vel.

Finnst mér Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha

Það verða að fylgja myndir með svona færslu! 

Baldvin 19.3.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Halló!!! Ég er rétt að jafna mig. Hugsaðu þér ef þú hefðir orðið hálf móðurlaus þarna Spurning um að fá Gul til að teikna þetta fyrir þig

Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Arg!! í svona tilfellum vil ég hafa vetur allt árið

Huld S. Ringsted, 19.3.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

já, það er málið Huld, muna að njóta árstíðarinnar

Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Hulla Dan

Hummm mér rennur kalt vatn milli bols og baks... Hvað í ósköpunum var þetta???

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

SKRÍMSLI!!! Ógeðsleg fiskifluga af risa ættum   og þvílíkur hávaði sem hún gaf frá sér.  Ómar enn í eyrum mér

Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 21:37

7 Smámynd: Hulla Dan

Fiskifluga  
Ég veit nú margt ógeðslegra...
T.d kóngulær  og hrossaflugur

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 21:48

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

HALLÓ Hulla!!! Athugaðu að þetta var ófreskju fiskifluga og hún var með magnara. Hún var alveg brjáluð!!! ( úr hræðslu??? )

Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 21:59

9 Smámynd: Hulla Dan

Ú þá er þetta náttúrulega allt annað mál.
Gerði mér bara enga grein fyrir að hún hefði verið með magnara!!!
Voðalegur hrillingur er að heyra þetta....

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Hulla Dan

Sorry, skulda víst ufsilon þarna uppi, í hryllingnum

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 22:28

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í morgun þegar ég vaknaði átti ég enga hlið eftir svo ég fór á fætur, guði sé lof að hér voru engin skrímsli á ferð, nema þetta sem ég þekki og heitir Bjarni Ómar og er reyndar ekkert ógnvekjandi í mínum augum, lengur  Bunny Face  Easter Bunny  Chickknús

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 23:09

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þið eruð skemmtilegar

Gleðilega páska

Guðrún Þorleifs, 20.3.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband