Er mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hvernig ég get haft yfirsýn yfir ferðalög fjölskyldunnar nú í mars og apríl. Um er að ræða lengri og skemmri ferðalög. Sum ferðalögin vara fram í júní og lok júlí en þá eru önnur ferðalög tekin við hjá þeim er heim voru komnir.
Ég er að tala um 2 ferðir til Berlínar, 1 til Noregs, 1 til Suður Ameríku, 1 til Asíu, 1 til Afríku og 1 til Íslands + Íslandsferðir í sumarfríinu. Ég er svona með allar á hreinu nema þessa Berlínar ferð prinsessunnar. Vona að ferðin sé ekki þegar við BT erum í Afríku. Þetta er skólaferð en mér finnst betra að vita hvenær hún er farin, get bara ekki munað það... Þegar við erum í Berlín verður hún í Noregi. Þegar við förum til Afríku fara Baldi og Birna í sína 4 mánaða reisu til Asíu og Mið-Ameríku. Ingunn fer svo í sína Suður-Ameríku ferð þegar ég kem frá Íslandi í apríl, svo ég næ að kveðja hana. Við verðum síðan á Íslandi þegar Baldi og Birna enda sína ferð hér í DK í lok júlí. En hvar Berlínaferðin hjá prinsessunni er það bara man ég ekki ..og hvenær hún fer til Ameríku það vitum við ekki. Enn sem komið er sýnist mér að það sé alltaf einhver heima til að passa hundinn
Ég þarf líka að skipuleggja mig út af náminu. Þarf að vera með verkefnaskil viku á undan planinu svo það er nú eins gott að láta páskana ekki bara fara í súkkulaðiát og hjólatúra
Held að nú sé komin tími á að fara teikna smá eða gera plan?
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bækur, Íþróttir | Þriðjudagur, 11. mars 2008 (breytt kl. 17:31) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Það er þá ekkert að það á að ferðast í sumar. Okkur langar til Köben og London en eina sem er ákveðið eru tónleikaferðir til Reykjavíkur í júlí og ágúst, annað er óplanað. Kær kveðja í danska vorið.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 15:16
Vona sannarlega að þú komist til Köben og London Við erum nú 5 hér í famelíunni og það skemmtilegasta í þessu öllu er að sonurinn er að flytja til Köben þegar hans heimsreisu líkur. Ekkert smá ánægð með það Hjá mér verður þetta full töff, 3 ferðir frá 27 mars til 20 apríl með skólanum. Eins gott að halda vel á spöðunum fyrst maður vill ekki missa af neinu
Knús og góðar kveðjur til ykkar á Selfoss
Guðrún Þorleifs, 11.3.2008 kl. 15:37
Já já. Á aðeins að skella sér í frí
Ég fer kannski í lególand
Hulla Dan, 12.3.2008 kl. 06:40
Hulla, þetta er týpiskt ég, allt að gerast í einu og svo logn held ég . . .
Lególand er frábært á góðum degi þegar ekki er alltof margt fólk. Mig langar að sigla til Ærå í sumar. Það er geggjaður staður hér rétt hjá. Elska að koma þangað og skoða aftur og aftur það sama
Guðrún Þorleifs, 12.3.2008 kl. 08:44
Þetta er nokkuð svakalegt en við skötuhjúin höfum ekki í huga að fara til mið-Ameríku í þessari ferð. Það er kannski ekki skrítið að þú ruglir þessu eitthvað saman. Við töluðum jú um það einu sinni. Ferðaplanið er eitthvað í þessa áttina:
Ísland - Indland - Nepal - Víetnam - Cambódía - Thailand - Malasya - Singapore - Danmörk
Lagt af stað 3. apríl og komið til Köben 31. júlí. Samtals 18 vikur.
Þetta er allt að bresta á, vegabréfsáritanir til Indlands komnar í hús, förum í síðustu sprautuna á morgun og síðast en ekki síst, kominn með linsuna í hendur sem ég ætla með í ferðina.
Einkasonurinn 12.3.2008 kl. 13:23
Æi... Baldi minn. Í dag sagði ég manninum í bakpokabúðinni að þú værir að fara til Perú eða??? Bara muna að fara ekki til Nýja Sjálands
Hlakka til að sjá afrakstur nýju linsunnar BBB var í stífkrampasprautu á mánudaginn og hún er enn í henglum eftir hana!!!
Guðrún Þorleifs, 12.3.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.