Obbobbbbb . . .

Nú vona ég að sumarið komi með hraði!

Í vorfíling skellti ég mér út í garð og ákvað að greinastífa kirsuberjatréð. Fékk munnlegar leiðbeiningar, um það síðastliðið haust. Ekki var verkkvíða fyrir að fara né heldur áhyggjum af árangri. Eins skynsöm og ég er beið ég þar til BT var farin í hjólatúr til Jótlands. Það var á dagskrá hjá mér að þjálfa tvíhöfða og þríhöfða ásamt armlyftum. Fannst mér þessi garðvinna passa vel inni það plan. Kirsuberjatréð okkar er 8 ára. Þegar við plöntuðum því ásamt plómutrénu, voru þetta 2 væskilslegar spírur sem maður átti ekki von á að lifðu sambúðina með okkur. Annað kom á daginn og hafa þessar spírur nú tekið hamskiptum og eru að fylla bakgarðinn. 

IMG_2386

Þar sem við ætlum ekki að búa í frumskógi var sú ákvörðun tekið að setja Kirsuberjatréð í þá hæð að við gætum sett yfir það net og þannig komið í veg fyrir að fuglarnir stælu á einni nóttu allri uppskerunni og lægju svo dauðir hinum megin við hekkið. Munið þið?

Já, nú er ég búin að klippa og saga kirsuberjatréð okkar. Þetta var mikil æfing. Margir vöðvar sem þurfti að þjálfa.

 

Nú er tréð okkar tannstönglar.... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ,æ,æ.... að maður gæti bara átt svona gersema úti í garði hjá sér. Ég man þá tíð, að við fórum út og tíndum perur og ber í nestisbox sonar míns árla hvern morgun - meira að segja plómur áttum við þegar sumrin voru góð, og svo heslinetur á haustin...... En eplin af okkar trjám voru sjaldnast annað en "madæbler".....

Ég er bara ennþá á Fróni, og ennþá að öfunda þig og spá í það, af hverju ég dríf mig ekki út aftur í allt "af slappelsed" og "hyggeaftenen"

Lilja G. Bolladóttir, 8.3.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu þá ekki með strengi á ólíklegustu stöðum??? hér voru engin tré söguð í dag, en við fórum út að viðra okkur, yndislegt veður.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég kannast hins vegar alveg við það að fá harðsperrur af ólíklegustu hlutum..... ég hef fengið harpsperrur af því að setja sumarblóm í potta (af því að ég þurfti að beygja mig svo mikið), og þegar ég fer í keilu með syni mínum nokkrum sinnum á ári.... þá fæ ég alltaf strengi í allan hægri framhandlegginn plús aftanvert vinstra lærið  Maður má greinilega ekki við mörgu eftir að maður kemst yfir þrítugsaldurinn.........

Lilja G. Bolladóttir, 8.3.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég er ekki með strengi neins staðar og í fyrramálið fer ég í tölvuna og læri Einmitt, fór ekki í spinnig í dag. Veit ekki hvernig feimna ég á að byrja á nýjum stað Hrikalega erftitt að byrja á nýjum stað og vera svona góð

Lilja ég held ég ætti að fara í keilu, er ferlega góð  eftir nokkur "skot" .

Guðrún Þorleifs, 9.3.2008 kl. 01:48

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Blessi þig á sunnudagskvöldi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 16:59

6 Smámynd: Hulla Dan

Stundum dettur mér í hug að okkar garður sé á sterum
Ólíkt heima (á 'Islandi) þar sem ekkert óx í okkar garði... þá vex allt hér 4x hæð sína á hverju sumri. (þarna koma ættar ýkurnar aftur inn) Hef ekki undan að klippa og brenna hérna. Er að hugsa um að leyfa bara garðinum að vaxa villt þetta sumarið...

Strengir??? Alvöru kvennfólk fær ekki strengi.
Alvöru kvennfólk lærir auðvitað að hreyfa sig þannig að allir vöðvar séu vel varðir fyrir hvers konar áreiti
Þökkum guði fyrir karlmennina okkar.  

Hulla Dan, 9.3.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið Steina og kærar kveðjur til ykkar.

Hulla, á Íslandi óxs gras og mosi í garðinum okkar. Ef ég horfði á tré eða blóm, dó það mjög fljótlega . . .  Ég er búin að blogga þvílík þyrnirunnaklippingablogg hér. Mér líður eins og Jóa með Baunagrasið, full mikill vöxtur og ekkert drepst  

Guðrún Þorleifs, 9.3.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er græn af öfund (en ekki með græna fingur)  mikið væri ég til í að eiga þess kost að vera með kirsuberjatré, ég veit ekkert betra en kirsuber

Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 22:16

9 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þetta er ýmist í ökla eða eyra.Vona að það fari að vora  hér í Hellutown..

Agnes Ólöf Thorarensen, 9.3.2008 kl. 23:20

10 identicon

Hej, já tad er rétt, Thorey flytur hingad til DK í júní.

Maria 10.3.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband