Ferlega finnst mér pirrandi þegar eitthvað pirrar mig...
Fór að velta því fyrir mér í gærkvöldi þegar ég velti mér pakksödd í bælið að ég var ekki sátt við viðhorf fósturbarnsins til þess að kommúnan lét peninga upp í hjól handa henni. Hún tók það sem sjálfsagðan hlut og sagði að hún hefði nú verið búin að bíða alveg nógu lengi. Þetta fór í mig, pirraði mig, truflaði mig.
Sannarlega samþykkti kommúnan fyrir rúmi ári pening til hjólakaupa á eftirskólanum sem hún var á þá. Það hjól var aldrei keypt og mamman búin að taka barnið úr skólanum um þetta leiti í fyrra og fara með hana til Tyrklands og skilja hana þar eftir, mállausa á því máli. Sem betur fer hafði barnið hæfileika til að læra málið og er í dag vel spjallfær á málinu. Þegar við tókum hana í fóstur bað ég um að þetta hjólavilyrði yrði fundið svo hægt væri að fá hjól handa henni, það gerðist nú fyrir jólin. Upphæðin er full lág til að hægt sé að kaupa gott hjól fyrir og þagði ég því um þetta og fór svo á stúfana að leita að hjóli þegar útsölur hófust nú í febrúar. Það tókst að finna rétta hjólið, gera allt klárt fyrir afhendingu á afmælisdaginn. Sannarlega er snótin ánægð með hjólið sitt, en henni finnst bara alveg sjálfsagt að kommúnan borgi hjólið og það pirrar mig. Í morgunn þegar ég vaknaði fannst mér ég hafa lausn. Ég sagði henni að það væru mjög fáir sem fengju hjólin sín borguð af kommúninni og að því væri við hæfi að hún sendi þeim teikningu sem sýndi hana á hjólinu, svo fólkið sem tók þessa góðu ákvörðun fyrir hana, gæti sé hve glöð hún væri með nýja hjólið. Það var gert og nú liggur hér tilbúin teikning af ungri snót sem er á fleygiferð á nýja hjólinu sínu.
Nú get ég snúið mér að næsta pirring.
Sannarlega gott að vera hér heima í vetrarfríi og leysa pirring. Einn pirringurinn er að moggastjörnuspáin sagði í gær að ég gæti fegrað heimili mitt án þessa að það kostaði neitt. Eftir að hafa litið yfir heimilið sem er eins og eftir sprengjuárás þar sem framkvæmdir til endurbóta eru í gangi, ákvað ég að setja á mig varalit og fara bara í heimsókn í gærmorgunn. Þegar ég kom heim um hádegisbilið hafði ástandið ekkert lagast, enda enginn til að laga það. Þá ákvað ég að úr því að þetta væri svona slæmt þá sæi ekki högg á vatni þó ég rifi allt niður í eldhúsinu og gerði klárt fyrir málningu í dag. Gerði það og nú held ég að við þurfum að fara út að borða í kvöld líka, ja, nema einhver bjóði okkur í mat? Íkornafjölskyldan eða elgurinn?
Úff, hvað var ég að pæla svona kvefuð eins og ég er?
Hefur kvef áhrif á skynsamahugsun????????
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 12. febrúar 2008 | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
góð lausn með dömuna ! frábær frásögn með varalitinn,eiginlega eins og strúturinn sem setur höfuðið í sandinn og heldur að hann sé ósýnilegur !
Bless í dag kæra kona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 12:59
Takk fyrir innlitið kæra Steina. Hversu oft hagar maður sér ekki eins og strútur? Oftar en maður vill viðurkenna??? Held það . . .
Guðrún Þorleifs, 12.2.2008 kl. 14:24
He, he þú ert yndisleg, bara varalita sig og labba út, hefði sko gert það líka. Flott lausn hjá þér að láta stelpuna teikna mynd til að gefa þeim hjá kommunen, kvef hefur áhrif á allt, viðhorf og skynsemi og öndun. Pirringur getur verið gagnlegur, maður kemur ýmsu í verk í þannig ástandi. Knús á þig vina mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 15:35
Þetta var frábær lausn hjá þér, á báða vegu. Vona að þetta hafi verið flottur varalitur
Er alltaf að sakna míns Danmerkurslífs þegar ég les bloggið þitt - allt þetta með að raka garðinn, anda að sér vorloftinu og .... uhmmm, ég er bara farin að ímynda mér hluti sem mér finnst að þú hafir sagt.... líklega er þetta bara dejavu af hinni huggulegustu gerð. I like it
Lilja G. Bolladóttir, 12.2.2008 kl. 19:14
Ekki spurning, kvefið hefur þessi áhrif. En flott hvernig þú tæklaðir þetta með hjólið
Knús og kveðja
Huld S. Ringsted, 12.2.2008 kl. 21:23
Ásdís mín, þetta er líklega spurning um að virkja pirringinn jákvætt Þú veist, þá verður lífið skemmtilegra
Lilja, ég hef það fyrir víst að þessi varalitur er alvöru dæmi! Fyrst smyr maður varalit á sig og svo er penslað yfir með forláta gloss. Heilmikil athöfn og kona er megaflott
Huld, kvef gerir mig stórskrítna, humm... eða skrítari ég er ekki byrjuð að mála elshúsveggin og ganginn litla, bara pensla utan með og holufylla, samt er ég búin hér í morgunnsárið að rífa niður myndir af tveimur veggjum í stofunni og bletta í þá. OMG ...held ég ætti að koma mér í mála áður en meira liggur undir
Takk fyrir innlitið og kvittin
Guðrún Þorleifs, 13.2.2008 kl. 07:27
góða nótt !!
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:23
Hæ skvís langaði bara að kasta á þig kveðju hafðu það gott kær kveðja Heiða fjöryrki
Heiða Björk 16.2.2008 kl. 22:23
Tkk fyrir innlitið Steina
Ljúft að "sjá" þig hér Heiða. Sakna þín á blogginu. Ertu ekki örugglega að æfa fyrir Esjuna?
Knús til ykkar
Guðrún Þorleifs, 18.2.2008 kl. 09:39
ó jú ég er sko að æfa mig, hversu langt ég fer kemur í ljós í sumar hlakka mikið til að sjá þig og fleiri þramma upp Esjuna
Heiða Björk 18.2.2008 kl. 19:01
Híhíhí....eldrauður vonandi??? Varaliturinn??
Alveg sama hvað ég meika mig og púðra og pjátrast mikið ...fyrrverandi heimili mitt sem nú er pestarbæli veikra íslendinga batnar ekkert. En svona til að benda á það jákvæða..þá er allt þetta ryk í öllum hornum ekki ryk heldur fínasta púður frá Lancome!!!
Knús í vorið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2008 kl. 23:53
Gott að orð standa Heiða og komdu þér á anað blogg og láttu mig vita þegar þú ert komin þangað. Miss you Mundu að það skiptir engu máli upp á hvað hæð maður fer. Maður FER
Katrín mín, það hefur sennilega verið vandamálið, liturinn var of aðgerðarlaus og þvi breyttist ekkert. Nú hef ég frétt að klikkuðum rauðum lit fra Armani og mun nú leita hans. Kanski finn ég hann þegar ég fer til Berlínar, ekki er hann hér í sveitaborginni minni
Að lesa um heilsubælið þitt, heldur mér frá búferlafluttningum að sinni enda ættum við ekki von á góðu miðað við þitt ástand þar eð við höfum dregið að okkur danskar dakteríur í bráðum 9 ár.
Mikið er ég fegin að heyra þetta með púðrið. Var einmitt að undrast þetta þegar ég fór inn í umbreytingaherbergið í morgunn til að lofta út og varð svona líka hvít á öxlunum. Ég hélt þetta væri ryk úr gipsplötum og að lyktin sem mætti mér þegar ég kom úr ræktinni rúmlega 7 væri límlykt.
Æ, dem. . . ég er ekki nógu forfrömuð frú enda bara trippi
Takk fyrir innlitið og kvittin allar
Guðrún Þorleifs, 20.2.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.