Í gær barst okkur tölvupóstur og hann ýtti við mér, gerði mig reiða. Reiða vegna þess að svo virðist sem auðveldara sé að sanna lygi en sannleika. Ég veit ekki afhverju ég er að blogga um þetta, kannski til að fá hugsanir mínar á blað, tjá mig um þetta, þar sem ég sit hér ein heima? Maður velur hvað maður les Set hér fyrir neðan færslu sem ég skrifaði eftir sjokkerandi símafund árið 2005. Í þeirri færslu er líka vísað í færslu sem ég skrifaði um slysið.
------------------------ Þegar B. lenti í slysinu gaf hann svo fljótt sem kostur var skýrslu hjá lögreglu. Það var um 10 dögum eftir slysið. Hann var á lögreglustöðinni í tæpa 3 tíma og gaf skýrslu af því sem gerðist. Afar erfitt fyrir hann með öll beinbrotinn og krankleika eftir slysið. Á þeim tímapunkti lá fyrir lögregluskýrsla sem tekinn hafði verið af eiganda fyrirtækisins sem B. vann hjá og Pe.sem var að vinna við hliðina á B.uppi á þaki. Innihald í þessum skýrslum kom okkur fyrst fyrir sjónum 7/6 sl(2005), þegar við áttum símafund með lögfræðingi TIB (fagfélag Billa). Í þeirra vitnisburði kemur meðal annars fram að vinna við að rífa þakplöturnar hafi átt að fara fram frá stillans! Hvaðan kemur svona fullyrðing? Hvernig gátu þeir sagt svona? Þetta var ekki í samræmi við aðstæður. Munið hvernig ég lýsti aðstæðum hér fyrr. Hvað var Pe. þá að gera uppi á þaki með B. og hvernig átti að standa í stillans sem bara gat verið inni í húsinu og losa þakplötur utan frá? Þegar lögfræðingurinn las þetta upp fyrir B., var bæði B.og mér brugðið. Hvað er að gerast? Hvernig er hægt að segja svona þegar aðstæður voru þannig að það var ekki hægt? Hvernig er hægt að segja svona, þegar þetta var ekki það sem sagt hafði verið við B.áður en þeir héldu upp á þakk að vinna? Hver getur staðið í stillans inni undir þaki og losað þakplötur sem festar eru utan frá? Hvað er að gerast, hugsuðum við. Þetta passar ekki, þetta er ekki hægt, þetta var ekki svona!!! Þá sagði lögfræðingurinn rólega: jú, ef þú lítur á mynd 6 í skýrslunni frá vinnueftirlitinu, þá sérðu stillansinn og hann er rétt hjá þar sem merkt er við að þú hafir fallið niður. Af hverju stóðstu ekki í stillansinum? Nú brá bæði B. og mér. Hvað er konan að tala um? Á hún að fara með þetta mál fyrir réttinn og hún bullar bara??? ÓMG!! Svo litum við á umrædda mynd og nú brá B. aftur og ég sá hvað honum leið og byrjaði bara að titra inni í mér. Ástæðan??? Jú, B. hann þekkti ekki myndina sem átti að vera af slysstaðnum! Vinnueftirlitið hafði verið á staðnum eftir slysið og tekið myndir af slysstaðnum og aðstæðum. Á einni myndinni var ör sem átti að benda á staðinn þar sem B. féll niður. Það var bara eitt þak þar... Það passaði bara ekki sagði B., þar sem ég féll í gegn voru tvö þök sem mættust í skotrennu sem ég stóð í. Humm... nú skyldi lögfræðingurinn og við ekkert. Það var ljóst að hér var eitthvað sem ekki passaði. En hver var að ljúga og hver var að segja satt og hvernig var hægt að taka svona myndir af slysstaðnum sem ekki líktust þeim aðstæðum sem voru þegar slysið varð???? Ja, svona eins og B. hafði upplifað þær. Þetta var ekki gott. Nú fór að skýrast afhverju eigandinn og Pe. sögð að vinna hefði átt verkið úr stillans. Svona út frá myndunum séð þá var það rökrétt. En það passaði bara ekki við það sem í raunveruleikanum gerðist hjá B.. Hvar var myndin af gatinu í þakinu??? Þessu gati sem myndaðist þegar B. féll niður í gegnum etenítplötunar sem skáru hann á andliti og höfði.. Hvar var ÞAKIÐ sem B. féll niður í gegnum??? Af myndunum sem við höfum nú fengið ljósrit af er ljóst að átt hefur verið við slysstaðinn áður en vinnueftirlitið kom á staðinn. Hvernig við sönnum það er ekki ljóst. Það eina sem er ljóst er að sönnunarbyrðin liggur hjá B... Núna skilur B. betur hvað I. og Pe. voru að meina þegar þeir heimsóttu hann daginn eftir á gjörgæsluna og sögðu að þeir hefðu þurft að halda áfram með verkið...
|
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 23. janúar 2008 (breytt kl. 14:54) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
fara í mál. fylgja sannfæringu sinni.
það gerði ég.
Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 13:45
gangi ykkur vel í þessari baráttu ykkar.
Bless kæra kona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 18:25
Ég mundi ekki gefast upp, en ég skil að þið séuð tvístígandi, þetta er ljóta málið. Ég veit að þið takið rétta ákvörðun.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:19
Ekki gefast upp, ekki láta þetta lið komast upp með þetta þegjandi og hljóðalaust. Þetta er rosaleg lesning og hlýtur að vera ömurlegt að kljást við svona en þeim mun meiri ástæða til að halda áfram að berjast!
Gangi ykkur vel í þessu máli Guðrún mín
Huld S. Ringsted, 23.1.2008 kl. 21:33
Berjast ekki spurning!!!!!!!!!
Ekki hægt að láta asna og fífl fíflast með líf fólks.....Berjist og náið fram rétti ykkar og lífi.
Ömurlegt hvernig sumt fólk getur hagað sér....iss og piss!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 02:54
Gangi Ykkur vel og ekki gefast upp.
Sannleikurinn kemur alltaf í ljós seinnt um síðir.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 13:36
Það hlýtur að vera hægt að sanna það að átt hafi verið við þakið eftir slysið og fyrir myndatökuna, það þarf að fara yfir alla þætti málsins á réttum grunni en ekki skv vitlausri mynd, það hlýtur að vera ykkar krafa að myndin verði leiðrétt!
Ekki gefast upp, berjist áfram, látið teikna upp staðinn eins og B upplifði hann, lygin á aldrei að sigra, það er lögmál!
Maddý 26.1.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.