Hið rólega líf. . .

Til að gera eitthvað af mér í þessum rólegheitum sem hér hafa ríkt undanfarið, ákvað ég að fara í að breyta síðunni. Ætlaði að nýta mér forritunarkunnáttu sem ég tel mig enn búa yfir til að eiga við liti í síðunni og sitthvað í þeim dúr. Það skemmtilega gerist að ekki vistast neinar breytingar og því fór ég að gera nýjan banner í tölvunni með bilaða grafíkkortinu, þar sem ég er með uppáhalds myndvinnsluforritið. Þetta gekk ansi vel miðað við að ég sá enga liti í réttum lit Whistling

Ætla rétt að vona að ég hafi meiri stjórn á því sem gerist hjá mér á þessu nýja ári Halo

Árið fer rólega af stað. Jólafrí til 7/1 en þá hefst skólinn aftur og nú er það "bara" skóli engin vinna líka, eða þannig. Miðað við þennan tíma sem ég mun nú hafa í að sinna skólanum ( Wink ) ætti námsárangurinn að vera í topp    ...eða það skildi maður ætla. Held ég finni mér eitthvað  til dundurs til að redda því, ekki gaman að vera nördin í bekknum  Devil

Annríkið í haust gerði það að verkum að öll líkamsrækt datt niður í 2 til 3 skipti kl 6.00 á morgnana og svo ef vel vildi 1 spinning tími í viku. Þetta kemur ekki vel út og því ætla ég að nýta þennan aukna frítíma í að undirbúa mig fyrir a.m.k. tvær stórar hjólakeppnir á komandi sumri. Sú fyrri er 31/5 og er 111 km hin er 28/6 og 187 km Síðan þarf að finna áframhaldandi markmið eftir það. Ekki dugar að detta í botninn á djúpulauginni á 2x25ára afmælinu í júlí Sideways
Eitt spinning maraþon er planað í lok janúar eða byrjun febrúar. Ég er sú eina sem vil 4 tíma maraþon, hin vilja 3 tíma svo ég bíst við að það verði niðurstaðan. Það er allt í lagi, ég ætla bara að æfa mig fyrir það Halo 

Jæja, þá er ég búin að vaða úr einu í annað fyrir þessa fáu sem enn nenna að koma hér inn Joyful
Held ég verði bara að finna mér nýja vini fyrst ég er svona léleg að viðhalda áhugaverðum samskiptum.

Hafið það gott og munið að njóta líðandi stundar.

Nú er nú Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú lúkkar fjandi flott mín kæra.  Ef þig vantar verkefni þá er hér kona sem hefði gott af því að hitta þig, ég sjálf.  Mundi örugglega hressa mig við. Heyrumst og skelltu mér inn í gsm skrána þína 8658698

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verðurðu ekki oftar á ferðinni hér á landi á nýju ári???

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt ár elsku bloggvinkona og takk fyrir skemmtilega og gefandi bloggvináttu á árinu sem er liðið. Megi nýja árið færa þér og þínum gæfu og gleði.

Huld S. Ringsted, 2.1.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir hrósið Ásdís mín, en ég ætlaði að vera með appelsínugulan bakgrunn og skærgræna yfirskrift Kannski vill einhvern tíman vistast hjá mér eitthvað af breytingunum ef ég reyni aftur

Númerið þitt er í gemsanum. Alles klar

Varðandi ferðir til íslands þá veit ég ekkert hvernig það verður því það er svo fj.. kalt þar og Billi hefur versnað svo ferlega í mjöðminni og kuldi er eitur Þess vegna var það afrek hjá honum að fara með okkur í skíðaferðina sem ég sagði frá á hinni síðunni minni. Nú er verið að spá í Tyrkland í febrúar og mig dreymir um stutta helgi með honum og stelpunum ásamt vinafjölskyldu okkar til Stettin í Póllandi nú í janúar. Reyndar væri ég meira en tilbúin að fara á þorrablótið á Landinu sem er síðustu helgi í janúar en nú er málum þannig háttað við höfum ekki gistiaðstöðu þar lengur og ekki tjöldum við ( nema því sem til er )

Nú fer ég bara að hringja í þig þetta gengur ekki, heil ritgerð í svar!

Huld mín, takk sömuleiðis góðar óskir til þín og þinna. Það hefur verið gott og gefandi að fylgjast með þínum skrifu.

Guðrún Þorleifs, 2.1.2008 kl. 11:15

5 identicon

Svakalega ert þú dugleg kona, ég pant vera í nýja bloggvinahópnum þínum

Það gæti kannski rekið mig af stað að fylgjast með þínum dugnaði ...

Maddý 2.1.2008 kl. 13:10

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir tilboðið Maddý, lýst vel á það Þá þarf ég ekki aftur að leita að síðunni þinni til að skoða fallegu myndirnar þínar.  Þetta er greinilega góð vél  í góðum höndum hjá þér!!!
Hlakka til að fylgjast með þér

Guðrún Þorleifs, 2.1.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Heiða Björk, bestu óskir til þín og engin spurning að nú verður vindurinn nýttur sem meðbyr Ég er svo milikil skútusiglari, svona þegar maður siglir Perlunni  minni út úr höfninni

Guðrún Þorleifs, 3.1.2008 kl. 07:05

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Glæsilegt. Ég dáist að ykkur sem geta drifið sig í svona framkvæmdir eins og hjólreiðakeppnir. Þetta gæti ég hreinlega ALDREI!!! ég er einfaldlega of latur til þess. Ætla þó að vera kominn með "six pack" á magann fyrir sumarið.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 3.1.2008 kl. 12:45

9 identicon

Flott markmið.   Go,  Guðrún !!!

Bibba 3.1.2008 kl. 13:57

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gunni Palli það er gott að við erum mismundi, ekki þætti mér gott ef ekki væru einhverjir sem nenntu að elda hollan og góðan mat

Bibba mín, hugurinn ber mann hálfaleið  þarf að stetja þetta á blað með vikuáætlun um hreyfingu annars virkar ekkert. 

Flott það sem þú ætlar að gera járnkerlinginn þín

Guðrún Þorleifs, 3.1.2008 kl. 15:24

11 Smámynd: Linda

Ég óska þér og þínum yndislegu og gæfuríku ári!!!  Guð blessi þig vina.

Linda, 4.1.2008 kl. 05:04

12 identicon

Flott nýja lúkkið!

Njóttu þess að vera í fríi!

Baldvin 4.1.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband