Í morgunn vakti Billi athygli mína á rósaknúbb sem virtist ákveðin í því að springa út þrátt fyrir að nú væri veturkonungur genginn í garð. Þegar hann ríkir er ekki tími nýútsprunginna rósa. Litli rósaknúbburinn okkar virtist ekki hafa heyrt um þessa staðreynd eða látið hana sem vind framhjá sér þjóta.
Þetta vakti mig til umhugsunar. Þannig er mál með vexti að ég er mjög leið. Eiginlega voða sorgmædd líka. Þið vitið, svona líðan þegar tárin eru alveg að fara að renna og renna stundum. Langar þig að vita hvers vegna mér líður illa? Mig langar alla vega að segja þér það. Helst vil ég segja það sem flestum. Helst vil ég að ástæða hryggar minnar valdi umræðu sem gæti skilað árangri til lausnar á því er hryggir huga minn. Ástæðan er að þetta er ekkert einsdæmi. Of margir eru lítilvirtir á þennan hátt. Einstaklingar sem ekki geta varið sig, sem ekki geta beðið um hjálp, einstaklingar sem eiga allt sitt undir þeirri umönnun sem þeir fá.
Þið sem þekkið mig eruð án efa búin að gera ykkur grein fyrir að þetta snýst um pabba og aðstæðurnar hans. Pabbi er í þeim fjötrum að lifa í líkama sem gerir hann að miklum umönnunar sjúkling. Hann er spastískur í öllum limum. Getur hreyft höfuðið lítillega og augun hans fylgja okkur þegar við erum hjá honum. Málið er farið en tárin ekki. Hann getur setið í hjólastól sem er stór óþjáll og fyrirferðarmikill. Til að setja hann í rúmið og taka hann úr því þarf að nota sérstaka lyftu. Allur þessi útbúnaður tekur pláss.
Mamma fer til pabba í hverju hádegi og gefur honum sondu. Síðan kemur hún aftur um kvöldmatarleitið, gefur honum sondu, er hjá honum á kvöldin tekur þátt í aða undirbúa hann fyrir nóttina. Situr hjá honum, talar við hann og segir helstu fréttir, les fyrir hann, spilar tónlist eða horfir á sjónvarpið með honum. Reynir að skapa þeirra stemmingu. Þau eru jú búin að vera gift í rétt rúm fimmtíu ár og þekkja því hvort annað vel. Mamma tekur gjarnan handavinnuna sína með í þessar samverustundir þeirra hjóna. Notalegt, finnst ykkur það ekki? Þrátt fyrir allt, þá er möguleiki á að eiga notalegar samverustundir þó lífið hafi ekki fært þeim þá samveru á efri árum sem þau dreymdi um og stefndu að.
En er þetta svona?
Nei, ekki alveg. . . Það er nefnilega þannig að pabbi er á tveggjamanna stofu. Þannig hefur það verið í um 3 ár. Á þessum árum hafa "sambýlismenn" pabba verið nokkrir og þetta er ekki ádeila á þá. Þeir hafa líka verið fórnalömb þessa kerfis. Það sem er að, er að það er vita vonlaust fyrir mömmu að eiga einkasamverustundir með pabba á tveggjamannastofu, því aðeins skilur tjald á milli. Tjald sem stundum lafir uppi. Svona tjöld eru efnisþunn. Þau eru ekki notuð sem milliveggja efni hjá þér eða mér. En þetta er það sem stendur til boða og þrátt fyrir að fjölskyldan haf marg ítrekað beðið um einbýli fyrir pabba svo hægt sé að sinna honum sem þeim sjúkling sem hann er. Með aðstöðu fyrir starfsfólk með hjálpartækin hans, með aðstöðu fyrir mömmu til að geta átt síðustu stundirnar með honum án þess að þurfa að hlusta á hræddan mann í næsta rúmi bölva og ragna í ótta sínum eða hóstandi, hrópandi á ættingja svo eitthvað sé nefnt. Það er útilokað að halda sönsum við þessar aðstæður. Útilokað að eiga það einkalíf sem manni finnst að hjón eigi rétt á, þó heilsa annars sé farin. Oft hefur okkur verið vísað út frá pabba þegar við höfum verið þar um kl. 19.30 til 20.00 á kvöldin. Ástæðan er að setja þarf "sambýlismanninn" upp í rúm. Klárlega þarf það að gerast án þess að við séum til staðar. Enginn spurning. Þetta er bara svo bilað. við getum ekki litið inn til pabba á kvöldin því herbergisfélaginn er kominn í rúmið og þarf að sofa. Hans rytmi er annar en pabba. Þetta er geggjun. Hversvegna í andskotanum er ekki meiri virðing fyrir lífi fólks? hversvegna getur pabbi ekki fengið einbýli? Svo virðist, að þau einbýli sem losna á deildinni séu eingöngu fyrir konur. Því virðist ekki von um að það gríðarlega álag sem er á mömmu minnki. Mér er fyrirmunað að skilja að ekki sé hægt að koma á móts við þarfir jafn veiks manns og pabbi er. Á móts við þarfir mömmu, sem með aðhlynningu við pabba sparar deildinni ómældan starfskraft.
hvar er viðringinn við einstaklinginn?
Hvar er virðingin við hjónabandið?
Hvar er virðingin við einkalífið?
Hvar er velferðarsamfélagið?
Er von?
Á ég að leyfa mér að trúa og vona að lausn sé handan við hornið?
Að þrátt fyrir vitavonlausar aðstæður þá munum við ekki gefast upp heldur berjast gegn "veðri og vindum" og ná árangri fyrir pabba og mömmu, svo þau geti saman átt sínar einkastundir þrátt fyrir allt?
Heldur þú að hægt sé að bæta þetta ástand?
Ef þú heldur það, segðu mér þá hvað þú telur vænlegast.
Í lokin er svo mynd af fegurstu rósinni minni sem blómstrar í dag. Hún gefur von eins og hinar rósirnar hér á undan. Þegar ég fór út í garð í morgunn til að taka mynd af litla bjartsýna rósaknúbbnum mínum, þessum rósaknúbb, sem gaf mér þá hugmynd að þó útlitið virtist vonlaust, þá væri samt alltaf von ef baráttan væri til staðar. Þegar ég svo var komin út í garð sá ég fleiri knúbba og útsprungnar rósir. Það sagði mér það sem ég þurfti í dag.
Lifið heil
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 15. desember 2007 (breytt kl. 12:30) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Innlitskvitt á þessa síðu líka.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 21:09
Krúttkúla ertu
Guðrún Þorleifs, 16.12.2007 kl. 09:13
Æ! ég verð alltaf eitthvað svo reið og vonlaus þegar ég heyri svona sögur og það er skammarlegt hvað það er mikið um þetta. Að fólk skuli ekki fá að klára lífið á sómasamlegan og mannlegan hátt er bara ömurlegt. Vonandi rætist einhvern tímann úr þessu, vonandi!
Knús og kveðja til þín Guðrún
Huld S. Ringsted, 16.12.2007 kl. 17:36
Takk fyrir innlitið og kvittið Huld. Sannarlega þekkir þú baráttuna við kerfið og skilur því vanmáttinn, reiðina og sorgina. Gangi þér vel í þinni baráttu. Ég fylgist með því af áhuga.
Jólaknús til þín
Guðrún Þorleifs, 17.12.2007 kl. 20:37
Sammála Huldu, svona sögur eru því miður alltof mikið af, við erum allt of fljót að "hagræða" öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og viljum þá gleyma þolandanum og manneskjulegu hliðinni. Gamalt og veikt fólk eru líka manneskjur sem við eigum að muna eftir og svo kostar eitt kærleiksríkt bros til allra, alls ekki neitt, en gefur viðtakandanum digra sjóði í hjarta og sálartetri.
Gleðileg jól til ykkar allra og gangið ætíð á Guðs vegum
Gunni Palli kokur
Gunnar Páll Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 21:30
Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.
Steina
Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.
Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.
Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?
Þú ert barn Guðs.
Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.
Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.