Lengsta helgi ársins runnin upp

Þessi helgi er lengsta helgi ársins og hef ég hugsað mér að nýta hana til fulls, en ekki hvað? Tounge
Nú tekur við vetrartími og hann hentar mér. Öll mín samskipti við Íslands verða auðveldari!
Tímamunurinn fer í 1 klukkustund og það er grundvallar atriði þegar einhver hringir frá Íslandi klukkan níu að kvöldi Grin Svona skóla- vinnusnót eins og ég sem mætir í ræktina þrisvar í viku kl. 6.00. er sko á góðri leið í draumalandið þegar klukkan hennar nálgast ellefu Halo
Alltaf eitthvað til að gleðjast yfir Smile

Reyndar gladdist ég ekki yfir stjörnuspánni minni í dag, því mér fannst hún vísa í samtal sem ég átti við skólastjórann minn í morgunn. Angry
Hér er spáin:

LjónLjón: Skrefin sem þú tekur til að verða upplýstari skerpa hæfileika þín og skýra það að draumurinn verður kannski ekki að veruleika. Þannig herðir lífið mann.

Þannig er, að ég er að reyna að sannfæra skólastjórann um að hleypa mér í gegnum námið á styttra en stutt. Hann fór eitthvað að tala um að ég væri í fullri vinnu. So what???
Ég er þeirrar skoðunar að ef mér tekst ekki að leysa verkefnin fyrir fyrstu og aðra önn saman þá á ég alltaf möguleika á að taka lítið á þriðju önninni og hvað er þá í hættu?
Þetta nám mitt er í raun 2 ½ ár. Ég fékk það samþykkt að sleppa verklegri þjálfun sökum útlits og innri fegurðar eða vegna aldurs og fyrri starfa Kissing

Hvað sem öllu líður þá er ég að vinna verkefni á fyrstu og annarri önn og skila verkefnum á fyrstu önn á undan öðrum, fá tíur eftir nýja einkunnarskalanum og meðan þetta gengur svona, stoppa ég ekki Whistling 
Þar sem allt er hverfult í þessu lífi og fátt fast í hendi, þá verður auðvitað bara að koma í ljós hvort mér tekst þetta eða hvort ég verð að sætta mig við að fara þetta á næstum sama hraða og hinir Crying

Ég er harðjaxl Cool

Góða helgi mín kæru Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðmundur, ég neita að trúa að þú sért svona út og suður Fer ekki að styttast í reisuna ykkar?

Guðrún Þorleifs, 27.10.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er bara ekkert að hægjast á minni svei mér þá......líka bara asnalegt að þurfa að taka þetta á einhverjum hægagangi þó aðrir geri það. Þú ert bara yndi alla tíð mín kæra.....kærleiksknús frá Íslandi

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 14:46

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur hjá þér að aðlagast landinu kæra Held að það sé jafnvel erfiðara en að aðlagast nýju samfélagi, því þá veit maður að maður er í nýju og ókunnu umhverfi. Heima gengur maður út frá að allt sé eins og það var, svona næstum  

Gangi þér allt í haginn kæra

Guðrún Þorleifs, 27.10.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband