Rigning

Rigning síðustu 14 daga hér á Suður -Jótlandi er farnin að segja til sín. Úrkoman hefur verið þvílík að stöðuvötn hafa myndast á ökrum og í skóglendi. Verð að segja að mér finnst fallegt að sjá þessar tjarnir í skóglendinu en þær eru ekki vanar að vera þarna og hverfa þegar himininn hættir þessu heljarinnar skæli. Það er nefnilega þannig að vatnið er svo mikið að það er farið að brjóta sér farveg. Farvegur vatnsins er ekki alltaf á heppilegum stað fyrir okkur mannfólkið.

j-spor

Hér fór sannarlega betur en verr.

Síðastliðið mánudagskvöld ók lestin frá Kaupmannahöfn til Sönderborgar eftir þessu járnbrautarspori.

Ekki var vitað af þessu jarðfalli sem komið hafði í kjölfar úrhellisrignigar undan genginna daga.

Lestin fór yfir þetta jarðfall á 80 km hraða! 

Nú eru engar lestarsamgöngur til  Sönderborg. Allir sem ætla með lest þurfa að taka rútu til Tinglev og stíga þar á lestina!

Skondin tilviljun að á mánudaginn var einn af þingmönnum okkar Suður-Jóta ( Radikal-Venstre) að vekja athygli á ástandinu í lestarsamgöngum hér til landhutanns. Ástæðan til þeirrar opinberu gagnrýni var að þingmaður af Sjálandi hafði boðið einhverjum fyrirmönnum sem sitja á peningakassa járnbrautaumbóta í lestarferð um Sjáland til að kynnast af eigin raun lélegu ásigkomulagi brautasporanna. Okkar þingmaður sagðist ekki efast um að lestarsporin á Sjálandi væru léleg, en verra væri það hér, þar sem þau væru ekki til staðar lengur. . .

 

vegur
Leiðin frá Sönderborg til Gråsten er lokuð og verður það næstu 3 vikurnar. Strætisvagnaferðir um svæðið falla niður kvölds og morgna á næstunni. Eftir viku geta hjólreiðamenn og ökumenn bifhjóla vænst þess að komast ferða sinna þarna. Ekki veit ég hvernig skjólstæðingarnir mínir 2 sem þarna eru í skóla eiga að komast í skólann á meðan ástandið er svona. Þessi "lækur " er við hliðina á skólanum þeirra.
 
Þetta voru danskar veðurfréttir.
Farin út í garð að horfa á sólina sem er að glenna sig. 
Næst geta svo komið fréttir af eldingum sem hér voru í gær Whistling
Bara að segja til...
Over and out
í
vindue vask 
Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka

Það er fyndin tilviljun að detta inn á síðuna þína. Ég var einmitt að segja mömmu þinni síðast þegar ég hitti hana að ég væri búin að tapa slóðinni þinni og hún ætlaði að láta mig hafa hana en ég gleymdi síðan að rukka hana um slóðina áður en ég fór frá henni. Svo fann ég þig bara algjörlega óvart. :o) Er á suðurleið í kvöld, reyndar öll stórfjölskyldan og pabbi og mamma ætla að vera hjá mömmu þinni í nótt. Þau líklega geta bullað eitthvað systkinin ;o) Vaka fór til Dk með Snæþór í sumar og fannst ekki slæmt að vera þarna. Þau voru í Torsager svo þau höfðu tækifæri til að hitta Fjólu og fjölsk. sem Vöku barnakerlingu þótti hreint ekki slæmt. ;o)

Knús úr túninu

Ása 23.8.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur ! bara smá að minna á "HEIMAR MÆTAST" Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi ! Allir eru velkomnir á fyrstu sýningu sinnar tegundar. Við viljum með þessari samsýningu sýna að allt er möguleg bæði hvað varðar sýningarrými og fjarlægðir. Við hvetjum fólk til að setjast niður við tölvuskjáinn með veitingar og taka þátt í þessari ósýnilegu tengingu landa og manna á milli. Listamennirnir eru staddir á heimilum sínum á opnuninni. Sýningin er opin allan sólarhringinn frá fimmtudeginum 23. ágúst til sunnudagsin 26. ágúst.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ása mín, takk fyrir innlitið, gaman að svona Efast ekki um að systkynin eigi eftir að bulla heilan helling og njóta samvistanna Ég er ekkert smá ánægð með þig. Mútta krútta ætlar að geyma smá af bláberjum frá þér þangað til við Billi komum á afmælinu hennar Góða ferð suður og heim aftur. . .

Guðrún Þorleifs, 23.8.2007 kl. 17:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Guðrún mín.  Það er meiri rigningin hjá þér, hér er veðrið svo gott alla daga að það sætir undrun. Ég hef ekki farið í jakka síðan í júní, hlýrabolir og þunnar sumarbuxur er einkennisklæðnaður minn þetta sumarið.  Var að setja inn verðu ofl. á síðu glervinkonu minnar svo þú getur látið fleiri vita ef þú ert með einvherja fjölsk. hér á landi. Vonan að vinnan sé skemmtileg og allt í lukkunnar velstandi. Kær kveðja til þín og þinna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir kveðjuna elsku Guðrún.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband