Lenti hér í DK um hádegi í gær. Þurfti að fara á fætur á biluðum tíma. Datt nefnilega strax inn í íslenska tímann því við komum svo seint til Ísl.
Þetta var algerlega frábær ferð! Ekki skemmdi veðrið. Hef ekki verið á ísl. í ágústmánuði síðan 1998 og fannst frábært að koma út í morgunnloftið Skellti mér í smá hlaup fyrsta daginn. Fór gamlar slóðir um Bakkana. Bara stutt því ökklinn minn er ekki par hrifinn af þessum hlaupum. Ég er samt ákveðin í að halda áfram í rólegheitum og sjá hvort þetta er ekki bara spurning um að gefa þessu tíma rétt eins og þegar ég byrjaði að hjóla aftur í vor. Slæmt að vera svona mikill vitleysingur eða viðvaningur þegar maður meiðir sig að maður fattar ekki alvöru málsins Reyna að læra af því
Skutlaðist í Þorlákshöfn á föstudeginum með soninn. Komin á fullorðinsár ákvað hann að fara til Eyja með kærustunni. Allt í lagi mín vegna en ekki þegar hann var 16 og 17
Afmælisdagurinn hans pabba var ljúfur og góður í alla staði. Frábært að geta verið með honum og fjölskyldunni
Ég skelli mér svo austur á laugardagskvöldinu með stelpurnar mínar. Leiðin lá upp að Heklu, þar sem kaldavatnslaust var í mínu húsi. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá litlu systur og fam. til mánudags. Á sunnudeginum bættist bróðir minn í hópinn með sína fam. Aldeilis frábært
Ég ákvað að fara um gamlar slóðir með dæturnar, svo á sunnudeginum skelltum við okkur út á íslenska malarvegakerfið og ókum (hristumst) sem leið lá í Landmannahelli. Alltaf fallegt að fara þessa leið og gott fyrir stelpurnar að þekkja hana. Hefði verið nóg að renna inn í Áfangagil, svona miðað við veginn.
Á mánudeginum fórum við svo niður Land og komum við í kirkjugarðinum. Litum inn á einum bæ hjá góðum vinum og renndum síðan að okkar húsi. Alltaf fallegt þar og víðsýnt. Vatnsleysið þar er greinilegt merki um þurrviðrasamt sumar.
Sveitin mín er mikið að breytast þessi misserin og skrítið að sjá það.
Ferðin í bæinn gekk vel þrátt fyrir mikla umferð. Finnst samt rólegra yfir ökumönnum en ég hef áður upplifað og vona að þar sé bætt umferðarmenning á ferðinni.
Skrítið að aka í gegnum Selfoss og sjá gömlu húsin farin. Mér finnst ekki söknuður af þeim en er spennt að sjá hvernig til tekst með uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna.
Góð ferð í alla staði
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 9. ágúst 2007 (breytt kl. 07:24) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Hæ skvís. Gott að heyra hvað ferðin gekk vel og afmælið og allt það.Já, Selfoss er skrítinn bær í dag, vona að menn beri gæfu til að byggja vel upp. Þú hefur verið ótrúlega nálægt mér, kannski hittumst við næst. Farðu nú vel með þig dúllan mín og kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 11:56
Já, Ásdís mín, maður var í nágreninu mundi bara ekki hvaða blokk ég átti að vinka
Næsta ferð verður vonandi fyrr en varði, en hún verður líklega voða stutt en samt margt hægt að gera
Skellti mér út að hjóla í morgunn, alveg frábært að hreyfa sig smá.
Hvernig gengur þér með planið þitt?
Bloggvinaknús til þín
Guðrún Þorleifs, 9.8.2007 kl. 12:06
það er alltaf svo gott að koma heim aftur. Gaman að heyra að ferðin til Íslands var fín
Huld S. Ringsted, 10.8.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.