Til hamingju

 

Í dag er merkisafmæli í fjölskyldunni.

Stór dagur, því frábær maður á afmæli í dag.

Afmælisbarn dagsins, sýndi í gegnum líf sitt einstaka umhyggju og ást í garð fjölskyldu sinnar.

Hann var stólpi fjölskyldunnar, hinn sanna fyrirmynd, hin trausti og kærleiksríki faðir.

Elsku pabbi minn,

ég og fjölskylda mín óskum þér hjartanlega til hamingju með daginn.

Við þökkum þér af heilum hug allt það sem þú varst fyrir okkur á meðan þú hafðir heilsu til.

Það er ómetanlegt að eiga í minningar- og reynslusjóði sínum það sem þú hefur verið okkur.

Það er svo margt sem þú kenndir okkur.

Þá þekkingu notum við í okkar lífi.

Ég vona að okkur auðnist að bera þann arf áfram til afkomenda okkar.

Það var gæfu spor þegar þið mamma ákváðuð að ganga saman lífsins veg.

Það er í dag gæfa okkar allra.

Eftir að veikindi þín hófust hefur mamma sýnt og sannað hve gott ykkar samband var.

Hve djúpur skilningur og ást ríkti á milli ykkar.

Mamma skynjar líðan þína og þarfir af þvílíkri næmni að einstakt verður að teljast.

Það var skelfilegt högg þegar illvíg veikindin hófu innrás í heilsuhraustan líkama þinn.

Ekkert var hægt að gera til að stoppa þá þróun sem hafin var.

Þá var það huggun í harmi og sorg að þú áttir hana mömmu að.

Mikið er hún búin að vera dugleg í þessum veikindum þínum.

Ég veit að þú treystir á hana.

Veit það, þó þú hafir engin orð lengur til að tjá þig með.

Veit það, þó þú hafir ekki lengur snertinguna til að tjá þig með.

Ég veit það, því ég sé hvernig augu þín fylgja henni.

Sé hve augu þín eru leið, þegar mamma fer í frí til að hlaða sál sína og líkama,

svo hún geti haldið áfram að annast þig í kærleika sínum.

Í dag verðum við fjölskyldan saman og fögnum afmælisdeginum þínum.

Elsku pabbi minn,

Guð veri með þér.



 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með pabba þinn Guðrún og það sem hann hefur gefið ykkur. Fallegar hugrenningar hjá þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 17:18

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með pabba þinn. Ofsalega falleg lesning

Huld S. Ringsted, 4.8.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með hann pabba þinn elsku Guðrún. Þetta er fallega og vel skrifað. Fátt er eins og yndislegt og góður kærleiksríkir feður. Vona að þið hafið öll notið dagsins.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 09:09

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk mínar kæru. Það var ómetanlegt að geta verið hér á þessum tímamótum

Guðrún Þorleifs, 6.8.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband